Fyrrverandi fyrirliði Valencia: Neville verður ekki rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2016 08:30 Neville er í vandræðum. vísir/getty Þrátt fyrir að hafa ekki enn fagnað sigri í spænsku úrvalsdeildinni verður Gary Neville ekki rekinn sem knattspyrnustjóri Valencia. Þetta segir Gaizka Mendieta, fyrrverandi fyrirliði liðsins. Valencia tapaði 1-0 fyrir Real Betis í gær en þetta var níundi deildarleikur liðsins undir stjórn Neville sem tók við stjórastarfinu af Nuno Espirito Santo í desember. Uppskeran úr þessum níu leikjum er heldur rýr, eða aðeins fimm stig. Þá tapaði Valencia 7-0 fyrir Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar á miðvikudaginn. Þrátt fyrir þetta slaka gengi segir Mendieta að Neville verði ekki látinn taka pokann sinn, allavega ekki strax. „Eins og ég sagði fyrir leikinn, þá held ég að hann verði ekki rekinn,“ sagði Mendieta í samtali við Sky Sports. „Forseti félagsins og stjórnarformaðurinn hafa enn trú á Gary og telja að hann eigi að fá lengri tíma í starfi. Íþróttastjóri félagsins og stuðningsmennirnir eru ekki á sama máli.“ Mendieta, sem var fyrirliði Valencia þegar liðið komst tvö ár í röð í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í upphafi aldarinnar, segir að leikmenn Valencia verði líka að axla ábyrgð á slæmu gengi liðsins. „Þetta snýst ekki bara um úrslitin, heldur einnig hvernig liðið er að spila. Það er ekki bara Gary að kenna, leikmennirnir hafa heldur ekki staðið sig,“ sagði Mendieta. Valencia mætir Barcelona í seinni leik liðanna í undanúrslitum spænska bikarsins á miðvikudaginn. Á laugardaginn eiga lærisveinar Neville svo leik gegn Espanyol í deildinni.Mendieta í leik gegn Manchester United árið 2001.vísir/getty Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa ekki enn fagnað sigri í spænsku úrvalsdeildinni verður Gary Neville ekki rekinn sem knattspyrnustjóri Valencia. Þetta segir Gaizka Mendieta, fyrrverandi fyrirliði liðsins. Valencia tapaði 1-0 fyrir Real Betis í gær en þetta var níundi deildarleikur liðsins undir stjórn Neville sem tók við stjórastarfinu af Nuno Espirito Santo í desember. Uppskeran úr þessum níu leikjum er heldur rýr, eða aðeins fimm stig. Þá tapaði Valencia 7-0 fyrir Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar á miðvikudaginn. Þrátt fyrir þetta slaka gengi segir Mendieta að Neville verði ekki látinn taka pokann sinn, allavega ekki strax. „Eins og ég sagði fyrir leikinn, þá held ég að hann verði ekki rekinn,“ sagði Mendieta í samtali við Sky Sports. „Forseti félagsins og stjórnarformaðurinn hafa enn trú á Gary og telja að hann eigi að fá lengri tíma í starfi. Íþróttastjóri félagsins og stuðningsmennirnir eru ekki á sama máli.“ Mendieta, sem var fyrirliði Valencia þegar liðið komst tvö ár í röð í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í upphafi aldarinnar, segir að leikmenn Valencia verði líka að axla ábyrgð á slæmu gengi liðsins. „Þetta snýst ekki bara um úrslitin, heldur einnig hvernig liðið er að spila. Það er ekki bara Gary að kenna, leikmennirnir hafa heldur ekki staðið sig,“ sagði Mendieta. Valencia mætir Barcelona í seinni leik liðanna í undanúrslitum spænska bikarsins á miðvikudaginn. Á laugardaginn eiga lærisveinar Neville svo leik gegn Espanyol í deildinni.Mendieta í leik gegn Manchester United árið 2001.vísir/getty
Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Sjá meira