Fótbolti

Sjáðu markið og stoðsendinguna hjá Arnóri Ingva | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór skorar markið sem gulltryggði Norrköping meistaratitilinn.
Arnór skorar markið sem gulltryggði Norrköping meistaratitilinn. vísir/getty
Norrköping varð í dag sænskur meistari í fyrsta sinn síðan 1992 þegar liðið bar sigurorð af Malmö með tveimur mörkum gegn engu í lokaumferðinni.

Arnór Ingvi Traustason fór á kostum í leiknum en hann lagði upp fyrra mark Norrköping og skoraði það síðara í uppbótartíma.

Arnór, sem kom til Norrköping frá Keflavík fyrir síðasta tímabil, spilaði virkilega vel í ár; skoraði sjö mörk og átti 10 stoðsendingar.

Arnór og Viktor Claesson, leikmaður Elfsborg, lögðu upp flest mörk allra í sænsku deildinni í ár en ljóst er að Arnór gerir tilkall til þess að vera valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikina gegn Slóvakíu og Póllandi síðar í þessum mánuði.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband frá leiknum í dag, þegar Norrköping tryggði sér meistaratitilinn. Þar má m.a. sjá markið og stoðsendinguna hjá Arnóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×