Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Kolbeinn Tumi Daðason og Tómas Þór Þórðarson skrifa 3. september 2015 20:30 Vísir/Valli Íslendingar sitja sem fastast í toppsæti A-riðli undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu eftir frækinn útisigur á Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld, 1-0. Gylfi Þór Sigurðsson skorað eina markið úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik eftir að brotið var á Birki Bjarnasyni. Okkar menn spiluðu manni fleiri í sextíu mínútur eftir að Bruno Martins Indi, varnarmanni Hollands, var réttilega vísað af velli eftir að hafa slegið til Kolbeins Sigþórssonar. Eins og vitað var stillti íslenska liðið upp með skipulegan varnarleik líkt og í fyrri leiknum. Holland var meira með boltann eins og landsliðsþjálfararnir höfðu talað um. Þeir voru það líka í fyrri leiknum þegar Ísland vann. Þrátt fyrir að verjast meira og minna framan af fyrri hálfleik var það Jón Daði Böðvarsson sem fékk besta færi leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson sendi boltann fyrir markið en Jón Daði náði ekki að koma fæti í boltann á marklínunni. Jón Daði hefur verið sjóðheitur með Viking upp á síðkastið og er búinn að skora grimmt í Noregi. Hann hefur vanalega ekki skort sjálfstraust í landsleikjum en fyrri hálfleikurinn var ekki hans besti. Holland náði góðum tökum á leiknum eftir fimmtán mínútur og hófst þá varnarkafli hjá íslenska liðinu. Varnarleikurinn var góður en Hollendingar voru þó skarpari en í fyrri leiknum. Heimamenn vildu koma boltanum í fætur Klaas-Jan Huntelaar fyrir framan teiginn og fá þar hlaup frá sínum stórhættlegu miðju- og kantmönnum. Strákarnir okkar lentu í smá brasi með sum upphlaup Hollendinganna en þeir fengu engu að síður engin svakaleg færi upp úr þessu.Arjen Robben þurfti að fara af velli.vísir/valliArjen Robben, leikmaður Bayern München og fyrirliði Hollands, nýtti sér þó barninginn fyrir framan teiginn í eitt skiptið og henti sér niður eins og honum einum er lagið. Karma beit hann í afturendann þegar Huntelaar fór óvart fyrir góða spyrnu hans á markið. Robben var virkilega hættulegur þann tíma sem hann var kominn inn á. Leikmenn íslenska liðsins og stuðningsmenn á vellinum og hér heima gátu því aðeins andað léttar þegar fyrirliðinn skipti sér út af vegna nárameiðsla. Þó staðan væri markalaus í hálfleik var það Ísland sem kom betur út úr fyrri 45 mínútunum; Robben fór af velli og Holland missti sinn besta varnarmann af velli með rautt spjald. Fyrri hálfleikurinn fór úr öskunni í eldinn hjá Hollandi þegar Bruno Martins Indi átti sitt Jan Koller-móment. Hann veit reyndar ekkert um þá sögu en það gerum við Íslendingar.Bruno Martins Indi fær rauða spjaldið.vísir/valliKolbeinn Sigþórsson og Martins Indi áttust upp við hornfána Hollands hægra megin. Kolbeinn var aðgangsharður til að hindra Martins í að koma boltanum í skyndisókn og lagðist með varnarmanninum í grasið. Indi tók því ekki vel og sló Kolbein í andlitið beint fyrir framan aðstoðardómarann. Rautt spjald niðurstaðan og þurfti Danny Blind, þjálfari Hollands, þá að nota aðra skiptingu. Hann tók framherjann Klaas-Jan Huntelaar af velli. Manni færri minnti United-stjarnan Memphis á einstaklingsgæði Hollands þegar Hannes Þór Halldórsson hafði sig allan við að verja frá honum aukaspyrnu. Fyrri hálfleikurinn leið undir lok - bæði lið meira en tilbúin að komast til búningsklefa og endurmeta stöðuna. Seinni hálfleikurinn var ekki fimm mínútna gamall þegar Ísland fékk vítaspyrnu. Okkar menn settu upp fína pressu við teig heimamanna sem endaði með því að Birkir Bjarnason fiskaði vítaspyrnu á svipaðan hátt og hann gerði hér heima. Frábærlega gert hjá Birki. Gylfi Þór Sigurðsson steig á punktinn gegn líklega lélegasta markverði heims þegar kemur að því að verja vítaspyrnur, Jasper Cillesen. Ajax-maðurinn er svo slakur að Louis van Gaal tók hann úr markinu í framlengingu á HM í fyrra til að setja Tim Krul inn á. Já, þetta er hann. Spyrnan hjá Gylfa var góð, föst í vinstra hornið, en Cillesen fór í rétt horn. Sem betur fer getur maðurinn bara ekki varið víti og Ísland því í draumalandinu; 1-0 yfir á 51. mínútu.Jóhann Berg Guðmundsson í baráttu við Daley Blind.vísir/valliManni fleiri og marki yfir var samt smá stress í strákunum okkar enda fóru þeir ekkert fram úr sér. Þeir vissu alveg hvar þeir voru og hvers mótherjinn var megnugur. Strákarnir duttu stundum aðeins í að sparka boltanum bara eitthvað, en varnarleikurinn áfram góður og þegar boltinn var tekinn niður var hugmynd á bakvið aðgerðirnar. Stressið hvarf þó með hverri mínútunni og fóru okkar strákar að geisla af sjálfstrausti. Það hjálpaði líka til að Hollendingarnir virtust algjörlega ráðþrota. Það kristalaðist eiginlega í því þegar Ragnar Sigurðsson stoppaði með boltann við íslenska teiginn, setti hendur á mjaðmir en fékk enga pressu á sig. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á til að Ísland færi að halda boltanum betur. Eiður virkaði í betra standi þegar hann spilaði gegn Kasakstan í mars, en gæði hans eru engu að síður óumdeilanleg. Honum líður vel með boltann og strákunum í liðinu líður vel þegar hann er með hann.Ísland fékk rosalegan stuðning í kvöld.vísir/gettyHollendingarnir áttu sín skot í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera manni færri. Uppspil þeirra og skyndisóknir komu íslenska liðinu stundum í vandræði, en í markinu var Hannes Þór Halldórsson traustur sem eik. Hannes sinnti sinni vakt af mikilli fagmennsku; varði allt frá markinu, hélt því sem hann átti að halda kýldi burt það sem burt þurfti að kýla. Holland komst þó ekkert nær. Hannes var ósigrandi og varnarlínan mögnuð sem og allur varnarleikur liðsins. Áfram sýna þó Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson að þeir eru með betri varnarpörum fótboltans í dag. Ísland aðeins fengið á sig þrjú mörk í sjö leikjum. Lokatölur í Amsterdam ótrúlegar; 1-0 sigur Íslands og strákarnir okkar búnir að vinna Holland tvisvar sinnum, án þess að fá á sig mark, í þessari undankeppni. Ísland er fyrsta liðið sem vinnu báða leikina gegn Hollandi í undankeppni í 20 ár. Strákarnir í draumaheimi og staðan er einföld: Ef Ísland fær stig gegn Kasakstan á Laugardalsvellinum á sunnuadaginn förum við á Evrópumótið 2016. Gæsahúð. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tyrkland náði aðeins jafntefli gegn Lettlandi Tyrkland náði aðeins jafntefli gegn Lettlandi á heimavelli í kvöld en jöfnunarmark Lettlands kom í uppbótartíma. Tyrkland situr því áfram í 4. sæti riðilsins eftir leiki kvöldsins þegar þrjár umferðir eru eftir. 3. september 2015 15:40 Tékkland vann nauman sigur á Kasakstan í Plzen Tékkland vann nauman 2-1 sigur á Kasakstan í Plzen í kvöld en sigurmark Tékklands kom þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. 3. september 2015 15:21 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira
Íslendingar sitja sem fastast í toppsæti A-riðli undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu eftir frækinn útisigur á Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld, 1-0. Gylfi Þór Sigurðsson skorað eina markið úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik eftir að brotið var á Birki Bjarnasyni. Okkar menn spiluðu manni fleiri í sextíu mínútur eftir að Bruno Martins Indi, varnarmanni Hollands, var réttilega vísað af velli eftir að hafa slegið til Kolbeins Sigþórssonar. Eins og vitað var stillti íslenska liðið upp með skipulegan varnarleik líkt og í fyrri leiknum. Holland var meira með boltann eins og landsliðsþjálfararnir höfðu talað um. Þeir voru það líka í fyrri leiknum þegar Ísland vann. Þrátt fyrir að verjast meira og minna framan af fyrri hálfleik var það Jón Daði Böðvarsson sem fékk besta færi leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson sendi boltann fyrir markið en Jón Daði náði ekki að koma fæti í boltann á marklínunni. Jón Daði hefur verið sjóðheitur með Viking upp á síðkastið og er búinn að skora grimmt í Noregi. Hann hefur vanalega ekki skort sjálfstraust í landsleikjum en fyrri hálfleikurinn var ekki hans besti. Holland náði góðum tökum á leiknum eftir fimmtán mínútur og hófst þá varnarkafli hjá íslenska liðinu. Varnarleikurinn var góður en Hollendingar voru þó skarpari en í fyrri leiknum. Heimamenn vildu koma boltanum í fætur Klaas-Jan Huntelaar fyrir framan teiginn og fá þar hlaup frá sínum stórhættlegu miðju- og kantmönnum. Strákarnir okkar lentu í smá brasi með sum upphlaup Hollendinganna en þeir fengu engu að síður engin svakaleg færi upp úr þessu.Arjen Robben þurfti að fara af velli.vísir/valliArjen Robben, leikmaður Bayern München og fyrirliði Hollands, nýtti sér þó barninginn fyrir framan teiginn í eitt skiptið og henti sér niður eins og honum einum er lagið. Karma beit hann í afturendann þegar Huntelaar fór óvart fyrir góða spyrnu hans á markið. Robben var virkilega hættulegur þann tíma sem hann var kominn inn á. Leikmenn íslenska liðsins og stuðningsmenn á vellinum og hér heima gátu því aðeins andað léttar þegar fyrirliðinn skipti sér út af vegna nárameiðsla. Þó staðan væri markalaus í hálfleik var það Ísland sem kom betur út úr fyrri 45 mínútunum; Robben fór af velli og Holland missti sinn besta varnarmann af velli með rautt spjald. Fyrri hálfleikurinn fór úr öskunni í eldinn hjá Hollandi þegar Bruno Martins Indi átti sitt Jan Koller-móment. Hann veit reyndar ekkert um þá sögu en það gerum við Íslendingar.Bruno Martins Indi fær rauða spjaldið.vísir/valliKolbeinn Sigþórsson og Martins Indi áttust upp við hornfána Hollands hægra megin. Kolbeinn var aðgangsharður til að hindra Martins í að koma boltanum í skyndisókn og lagðist með varnarmanninum í grasið. Indi tók því ekki vel og sló Kolbein í andlitið beint fyrir framan aðstoðardómarann. Rautt spjald niðurstaðan og þurfti Danny Blind, þjálfari Hollands, þá að nota aðra skiptingu. Hann tók framherjann Klaas-Jan Huntelaar af velli. Manni færri minnti United-stjarnan Memphis á einstaklingsgæði Hollands þegar Hannes Þór Halldórsson hafði sig allan við að verja frá honum aukaspyrnu. Fyrri hálfleikurinn leið undir lok - bæði lið meira en tilbúin að komast til búningsklefa og endurmeta stöðuna. Seinni hálfleikurinn var ekki fimm mínútna gamall þegar Ísland fékk vítaspyrnu. Okkar menn settu upp fína pressu við teig heimamanna sem endaði með því að Birkir Bjarnason fiskaði vítaspyrnu á svipaðan hátt og hann gerði hér heima. Frábærlega gert hjá Birki. Gylfi Þór Sigurðsson steig á punktinn gegn líklega lélegasta markverði heims þegar kemur að því að verja vítaspyrnur, Jasper Cillesen. Ajax-maðurinn er svo slakur að Louis van Gaal tók hann úr markinu í framlengingu á HM í fyrra til að setja Tim Krul inn á. Já, þetta er hann. Spyrnan hjá Gylfa var góð, föst í vinstra hornið, en Cillesen fór í rétt horn. Sem betur fer getur maðurinn bara ekki varið víti og Ísland því í draumalandinu; 1-0 yfir á 51. mínútu.Jóhann Berg Guðmundsson í baráttu við Daley Blind.vísir/valliManni fleiri og marki yfir var samt smá stress í strákunum okkar enda fóru þeir ekkert fram úr sér. Þeir vissu alveg hvar þeir voru og hvers mótherjinn var megnugur. Strákarnir duttu stundum aðeins í að sparka boltanum bara eitthvað, en varnarleikurinn áfram góður og þegar boltinn var tekinn niður var hugmynd á bakvið aðgerðirnar. Stressið hvarf þó með hverri mínútunni og fóru okkar strákar að geisla af sjálfstrausti. Það hjálpaði líka til að Hollendingarnir virtust algjörlega ráðþrota. Það kristalaðist eiginlega í því þegar Ragnar Sigurðsson stoppaði með boltann við íslenska teiginn, setti hendur á mjaðmir en fékk enga pressu á sig. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á til að Ísland færi að halda boltanum betur. Eiður virkaði í betra standi þegar hann spilaði gegn Kasakstan í mars, en gæði hans eru engu að síður óumdeilanleg. Honum líður vel með boltann og strákunum í liðinu líður vel þegar hann er með hann.Ísland fékk rosalegan stuðning í kvöld.vísir/gettyHollendingarnir áttu sín skot í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera manni færri. Uppspil þeirra og skyndisóknir komu íslenska liðinu stundum í vandræði, en í markinu var Hannes Þór Halldórsson traustur sem eik. Hannes sinnti sinni vakt af mikilli fagmennsku; varði allt frá markinu, hélt því sem hann átti að halda kýldi burt það sem burt þurfti að kýla. Holland komst þó ekkert nær. Hannes var ósigrandi og varnarlínan mögnuð sem og allur varnarleikur liðsins. Áfram sýna þó Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson að þeir eru með betri varnarpörum fótboltans í dag. Ísland aðeins fengið á sig þrjú mörk í sjö leikjum. Lokatölur í Amsterdam ótrúlegar; 1-0 sigur Íslands og strákarnir okkar búnir að vinna Holland tvisvar sinnum, án þess að fá á sig mark, í þessari undankeppni. Ísland er fyrsta liðið sem vinnu báða leikina gegn Hollandi í undankeppni í 20 ár. Strákarnir í draumaheimi og staðan er einföld: Ef Ísland fær stig gegn Kasakstan á Laugardalsvellinum á sunnuadaginn förum við á Evrópumótið 2016. Gæsahúð.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tyrkland náði aðeins jafntefli gegn Lettlandi Tyrkland náði aðeins jafntefli gegn Lettlandi á heimavelli í kvöld en jöfnunarmark Lettlands kom í uppbótartíma. Tyrkland situr því áfram í 4. sæti riðilsins eftir leiki kvöldsins þegar þrjár umferðir eru eftir. 3. september 2015 15:40 Tékkland vann nauman sigur á Kasakstan í Plzen Tékkland vann nauman 2-1 sigur á Kasakstan í Plzen í kvöld en sigurmark Tékklands kom þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. 3. september 2015 15:21 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira
Tyrkland náði aðeins jafntefli gegn Lettlandi Tyrkland náði aðeins jafntefli gegn Lettlandi á heimavelli í kvöld en jöfnunarmark Lettlands kom í uppbótartíma. Tyrkland situr því áfram í 4. sæti riðilsins eftir leiki kvöldsins þegar þrjár umferðir eru eftir. 3. september 2015 15:40
Tékkland vann nauman sigur á Kasakstan í Plzen Tékkland vann nauman 2-1 sigur á Kasakstan í Plzen í kvöld en sigurmark Tékklands kom þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. 3. september 2015 15:21