Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2015 14:30 Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis. vísir/valli „Mér finnst þetta vera ósmekklegt hjá Milos ef ég á að segja eins og er," segir Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, gagnrýndi Frey í viðtali við Vísi eftir leik liðanna í gær. Sagði hann vinna fyrir KSÍ og þar af leiðandi ætti hann að vera öðrum til fyrirmyndar. Milosi fannst hann ekki gera það í gær en rökstuddi annars mál sitt ekki frekar. „Ég spyr sjálfan mig að því um hvað hann sé eiginlega að tala. Ég er mjög ósáttur að hann skuli tjá sig á þennan hátt. Þetta er ófaglegt og ódýrt hjá honum. Hann er að persónugera hlutina og það er ég óánægður með. Ég get ekki sætt mig við að hann sé að tjá sig um mig sem persónu og segi að ég sé ekki nógu góð fyrirmynd," segir Freyr ósáttur. „Ég mun alltaf geta staðið í lappirnar og sagt að ég sé góð fyrirmynd. Ég held að 99 prósent af þeim sem hafi unnið með mér geti sagt að ég sé góður leiðtogi og fyrirmynd. Þessi ummæli eru rógburður og ekkert annað." Freyr segir að ekki hafi komið til neinna átaka á milli þjálfaranna í leiknum. „Ég átta mig ekki á hvert hann er að fara með þessu. Ég veit að ég er ástríðufullur, kröftugur og hávær á köflum. Í gær var ég mjög einbeittur og náði góðri stjórnun á mitt lið. Einbeitingin var nánast 100 prósent á mitt lið. Ég átti engin samskipti við bekkinn hjá Víkingum. Samskiptin við dómarann voru heldur engin og ég stöðvaði mína menn frá því að fara í hann. Ég skil þetta ekki hjá Milos."Milos Milojevic, þjálfari Víkings, og Helgi Sigurðsson, aðstoðarmaður hans.vísir/antonVíkingar jöfnuðu leikinn í uppbótartíma úr afar ódýrri vítaspyrnu. Þar virðist varnarmaður Leiknis eingöngu ná að hreinsa boltann en Dofri Snorrason lætur sig falla og fær víti. „Tilfinningin að hafa fengið þetta víti á okkur er rosalega vond. Ég sagði við Davíð Snorra [hinn þjálfari Leiknis] að ég vonaði að þetta væri rétt. Ég nennti ekki að upplifa að þetta væri rangur dómur. Svo horfði ég á þetta og ég bara trúði því ekki," segir Freyr en hann telur Þórodd Hjaltalín dómara hafa verið að dæma eftir bestu getu. „Að dæma samt á þetta er óskiljanlegt. Á hvað er hann að dæma? Hvað sér hann? Hvernig dettur honum í hug að flauta?" Þjálfarinn er alls ekki sáttur með Dofra Snorrason sem Freyr segir að hafi verið með leikaraskap. „Ég talaði við Dofra áður en hann fór í viðtölin í gær. Hann var svo sannfærður um að hafa verið hamraður niður. Þegar ég horfi svo á þetta þá trúi ég varla að hann hafi sagt þetta við mig. Hann fleygir sér bara niður." Hér að neðan má sjá vítaspyrnudóminn úr leiknum og umdeilt atvik þar sem Víkingur átti líklega að missa mann af velli.Vítaspyrnudómurinn. Rautt spjald eða ekki? Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Er þetta víti? | Sjáðu umdeilda vítaspyrnudóminn og mörkin Leiknismenn voru afar ósáttir með vítaspyrnu sem dæmd var á liðið á 93. mínútu í jafntefli liðsins í gær en Ívar Örn skoraði jöfnunarmark Víkings úr spyrnunni. 18. ágúst 2015 10:07 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30 Arnþór Ingi heppinn að fá ekki rautt Víkingurinn Arnþór Ingi Kristinsson hefði vel getað fokið af velli í leik Víkings og Leiknis í gær. 18. ágúst 2015 13:10 Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni Þjálfari Leiknis segir sínum mönnum að halda trúnni. "Trúum því að réttlætið muni sigra á endanum.“ 17. ágúst 2015 21:04 Milos gagnrýnir Frey: Hann á að vera fyrirmynd Þjálfari Víkings ekki ánægður með framferði annars þjálfara Leiknis eftir leik liðanna í kvöld. 17. ágúst 2015 21:05 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira
„Mér finnst þetta vera ósmekklegt hjá Milos ef ég á að segja eins og er," segir Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, gagnrýndi Frey í viðtali við Vísi eftir leik liðanna í gær. Sagði hann vinna fyrir KSÍ og þar af leiðandi ætti hann að vera öðrum til fyrirmyndar. Milosi fannst hann ekki gera það í gær en rökstuddi annars mál sitt ekki frekar. „Ég spyr sjálfan mig að því um hvað hann sé eiginlega að tala. Ég er mjög ósáttur að hann skuli tjá sig á þennan hátt. Þetta er ófaglegt og ódýrt hjá honum. Hann er að persónugera hlutina og það er ég óánægður með. Ég get ekki sætt mig við að hann sé að tjá sig um mig sem persónu og segi að ég sé ekki nógu góð fyrirmynd," segir Freyr ósáttur. „Ég mun alltaf geta staðið í lappirnar og sagt að ég sé góð fyrirmynd. Ég held að 99 prósent af þeim sem hafi unnið með mér geti sagt að ég sé góður leiðtogi og fyrirmynd. Þessi ummæli eru rógburður og ekkert annað." Freyr segir að ekki hafi komið til neinna átaka á milli þjálfaranna í leiknum. „Ég átta mig ekki á hvert hann er að fara með þessu. Ég veit að ég er ástríðufullur, kröftugur og hávær á köflum. Í gær var ég mjög einbeittur og náði góðri stjórnun á mitt lið. Einbeitingin var nánast 100 prósent á mitt lið. Ég átti engin samskipti við bekkinn hjá Víkingum. Samskiptin við dómarann voru heldur engin og ég stöðvaði mína menn frá því að fara í hann. Ég skil þetta ekki hjá Milos."Milos Milojevic, þjálfari Víkings, og Helgi Sigurðsson, aðstoðarmaður hans.vísir/antonVíkingar jöfnuðu leikinn í uppbótartíma úr afar ódýrri vítaspyrnu. Þar virðist varnarmaður Leiknis eingöngu ná að hreinsa boltann en Dofri Snorrason lætur sig falla og fær víti. „Tilfinningin að hafa fengið þetta víti á okkur er rosalega vond. Ég sagði við Davíð Snorra [hinn þjálfari Leiknis] að ég vonaði að þetta væri rétt. Ég nennti ekki að upplifa að þetta væri rangur dómur. Svo horfði ég á þetta og ég bara trúði því ekki," segir Freyr en hann telur Þórodd Hjaltalín dómara hafa verið að dæma eftir bestu getu. „Að dæma samt á þetta er óskiljanlegt. Á hvað er hann að dæma? Hvað sér hann? Hvernig dettur honum í hug að flauta?" Þjálfarinn er alls ekki sáttur með Dofra Snorrason sem Freyr segir að hafi verið með leikaraskap. „Ég talaði við Dofra áður en hann fór í viðtölin í gær. Hann var svo sannfærður um að hafa verið hamraður niður. Þegar ég horfi svo á þetta þá trúi ég varla að hann hafi sagt þetta við mig. Hann fleygir sér bara niður." Hér að neðan má sjá vítaspyrnudóminn úr leiknum og umdeilt atvik þar sem Víkingur átti líklega að missa mann af velli.Vítaspyrnudómurinn. Rautt spjald eða ekki?
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Er þetta víti? | Sjáðu umdeilda vítaspyrnudóminn og mörkin Leiknismenn voru afar ósáttir með vítaspyrnu sem dæmd var á liðið á 93. mínútu í jafntefli liðsins í gær en Ívar Örn skoraði jöfnunarmark Víkings úr spyrnunni. 18. ágúst 2015 10:07 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30 Arnþór Ingi heppinn að fá ekki rautt Víkingurinn Arnþór Ingi Kristinsson hefði vel getað fokið af velli í leik Víkings og Leiknis í gær. 18. ágúst 2015 13:10 Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni Þjálfari Leiknis segir sínum mönnum að halda trúnni. "Trúum því að réttlætið muni sigra á endanum.“ 17. ágúst 2015 21:04 Milos gagnrýnir Frey: Hann á að vera fyrirmynd Þjálfari Víkings ekki ánægður með framferði annars þjálfara Leiknis eftir leik liðanna í kvöld. 17. ágúst 2015 21:05 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira
Er þetta víti? | Sjáðu umdeilda vítaspyrnudóminn og mörkin Leiknismenn voru afar ósáttir með vítaspyrnu sem dæmd var á liðið á 93. mínútu í jafntefli liðsins í gær en Ívar Örn skoraði jöfnunarmark Víkings úr spyrnunni. 18. ágúst 2015 10:07
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30
Arnþór Ingi heppinn að fá ekki rautt Víkingurinn Arnþór Ingi Kristinsson hefði vel getað fokið af velli í leik Víkings og Leiknis í gær. 18. ágúst 2015 13:10
Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni Þjálfari Leiknis segir sínum mönnum að halda trúnni. "Trúum því að réttlætið muni sigra á endanum.“ 17. ágúst 2015 21:04
Milos gagnrýnir Frey: Hann á að vera fyrirmynd Þjálfari Víkings ekki ánægður með framferði annars þjálfara Leiknis eftir leik liðanna í kvöld. 17. ágúst 2015 21:05