Spænskur miðvörður á leið til Fjölnis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2015 17:05 Fjölnismenn eru í 5. sæti Pepsi-deildarinnar. vísir/vilhelm „Þetta er leikmaður á þeim aldri sem við vorum að leita að, til að fá smá reynslu inn í varnarleikinn hjá okkur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, aðspurður um Jonatan Neftalí sem er á leið til Grafarvogsliðsins. Honum er ætlað að fylla skarð Daniels Ivanovski sem fór frá Fjölni um miðjan síðasta mánuð. Neftalí er þrítugur miðvörður frá Spáni sem hefur undanfarin fimm ár spilað með Vejle í næstefstu deild í Danmörku. „Við vorum bara í sambandi við menn sem eru að leita að leikmönnum fyrir okkur erlendis. Þetta nafn kom upp og ég kíkti á nokkrar myndbandsupptökur af honum og fékk svo líka góð meðmæli frá leikmönnum sem spiluðu með honum í Danmörku. Þetta var áhugaverður kostur.“ Neftalí kemur til landsins á sunnudaginn og gengst undir læknisskoðun á mánudaginn. Að öllu óbreyttu verður hann því orðinn leikmaður Fjölnis þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Neftalí mun svo svo að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik fyrir Fjölni gegn ÍBV í Pepsi-deildinni 19. júlí. „Hann fær smá tíma til aðlagast liðinu og hópnum. Svo þarf hann líka að sanna sig til að komast í liðið,“ sagði Ágúst en er þetta svipaður leikmaður og áðurnefndur Ivanovski? „Það er erfitt að vera eins og hann. Þessi er sterkari og kannski meiri varnarmaður en Ivanovski sem var líka góður sóknarlega.“ Ágúst segir að ekkert annað sé í hendi en hann vonist til að fá 2-3 erlenda leikmenn á reynslu í næstu viku. Hann segir Fjölnismenn einnig horfa til innlendra leikmanna þótt það fari ekki mikið fyrir þeim í umræðunni um möguleg félagaskipti hér innanlands. „Þótt við séum ekkert að berjast við þessa stærstu klúbba og séum ekki sýnilegir erum við líka að biðja um þessa leikmenn,“ sagði Ágúst og bætti því við að Illugi Þór Gunnarsson sé væntanlegur aftur úr námi í Danmörku og muni hefja æfingar með Fjölni á næstunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
„Þetta er leikmaður á þeim aldri sem við vorum að leita að, til að fá smá reynslu inn í varnarleikinn hjá okkur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, aðspurður um Jonatan Neftalí sem er á leið til Grafarvogsliðsins. Honum er ætlað að fylla skarð Daniels Ivanovski sem fór frá Fjölni um miðjan síðasta mánuð. Neftalí er þrítugur miðvörður frá Spáni sem hefur undanfarin fimm ár spilað með Vejle í næstefstu deild í Danmörku. „Við vorum bara í sambandi við menn sem eru að leita að leikmönnum fyrir okkur erlendis. Þetta nafn kom upp og ég kíkti á nokkrar myndbandsupptökur af honum og fékk svo líka góð meðmæli frá leikmönnum sem spiluðu með honum í Danmörku. Þetta var áhugaverður kostur.“ Neftalí kemur til landsins á sunnudaginn og gengst undir læknisskoðun á mánudaginn. Að öllu óbreyttu verður hann því orðinn leikmaður Fjölnis þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Neftalí mun svo svo að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik fyrir Fjölni gegn ÍBV í Pepsi-deildinni 19. júlí. „Hann fær smá tíma til aðlagast liðinu og hópnum. Svo þarf hann líka að sanna sig til að komast í liðið,“ sagði Ágúst en er þetta svipaður leikmaður og áðurnefndur Ivanovski? „Það er erfitt að vera eins og hann. Þessi er sterkari og kannski meiri varnarmaður en Ivanovski sem var líka góður sóknarlega.“ Ágúst segir að ekkert annað sé í hendi en hann vonist til að fá 2-3 erlenda leikmenn á reynslu í næstu viku. Hann segir Fjölnismenn einnig horfa til innlendra leikmanna þótt það fari ekki mikið fyrir þeim í umræðunni um möguleg félagaskipti hér innanlands. „Þótt við séum ekkert að berjast við þessa stærstu klúbba og séum ekki sýnilegir erum við líka að biðja um þessa leikmenn,“ sagði Ágúst og bætti því við að Illugi Þór Gunnarsson sé væntanlegur aftur úr námi í Danmörku og muni hefja æfingar með Fjölni á næstunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira