Fjölnismenn missa einn sinn besta mann | Ivanovski á heimleið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 15:35 Daniel Ivanovski, fyrir miðju, í leik með Fjölni á móti Val. Vísir/Vilhelm Fjölnismenn, spútniklið Pepsi-deildar karla í sumar, hefur orðið fyrir áfalli því liðið þarf að sjá á eftir einum sínum besta leikmanni í sumar. Miðvörðurinn Daniel Ivanovski er á heimleið vegna persónulegra ástæðna og mun ekki spila meira með Grafarvogsliðinu á leiktíðinni. Ivanovski er 31 árs gamall og kemur frá Makedóníu. Hann spilaði í Svíþjóð áður en hann kom í Grafarvoginn. Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, staðfesti þessar fréttir við Vísi í dag en þetta mál er nýkomið upp. „Það eru fjölskylduaðstæður sem valda því að hann vildi bara fara heim. Við stoppum það ekki því maður vill ekki hafa menn í liðinu sem eru ekki alveg hundrað prósent," sagði Ágúst. Fjölnir er í 3. sæti í deildinni eftir 3-0 sigur á Leikni í 8. umferðinni á mánudaginn en liðið hafði áður unnið 3-1 útisigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Fjölnir fékk 9 stig af 9 mögulegum og fékk aðeins eitt mark á sig í síðustu þremur leikjum liðsins með Daniel Ivanovski innanborðs. „Þetta er frábær leikmaður bæði innan sem utan vallar. Þetta er mjög vont fyrir okkur og það reynir dálítið á okkur núna. Nú þurfum við að sýna samstöðu og það þurfa bara aðrir að taka við keflinu," sagði Ágúst sem þarf nú að setja saman nýtt miðvarðarpar. „Hann spilaði sem bakvörður í fyrstu þremur leikjunum og þá voru það Atli (Már Þorbergsson) og Beggi (Bergsveinn Ólafsson) sem voru hafsentar. Við hljótum að leysa þetta. Grafarvogurinn er stór og margir á samningum þannig að við eigum menn í allar stöður," sagði Ágúst. Daniel Ivanovski hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar og hann og fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson hafa náð mjög vel saman í miðri vörninni. Fjölnisliðið hefur aðeins fengið á sig 7 mörk í fyrstu 8 leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar þar af aðeins 1 mark í fimm heimaleikjum þar sem liðið hefur þegar haldið marki sínu hreinu í fjórum leikjum. „Við höldum áfram ótrauðir áfram. Við vissum að svona kemur upp þótt að við vissum ekki að þetta nákvæmlega kæmi upp. Menn fara hinsvegar í bönn og meiðast. Það er því mikilvægt að vera með samstilltan hóp og halda áfram," sagði Ágúst en Fjölnir mun leita sér að nýjum leikmanni. „Opnunartíminn er handan við hornið en það er samt mánuður í hann. Við erum samt strax farnir að leita, bæði hér heima og erlendis. Þetta gerðist samt bara um miðjan dag í gær og við vissum ekkert af þessu fyrr," sagði Ágúst. „Hann gerði allt vel í sumar sem hann tók sér fyrir hendur. Þetta er mikill atvinnumaður. Við erum mjög sáttir við hans framlag og hefðum viljað hafa það út tímabilið," sagði Ágúst. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir ÍA 2-0 | Heimamenn réðu ferðinni Eitt mark í hvorum hálfleik dugði Fjölni til sigurs. 31. maí 2015 22:15 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Fjölnir 3-3 | Sjáðu markaveisluna Valsmenn og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli í kvöld á Vodafone-vellinum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Öll mörkin sex komu í fyrri hálfleiknum og var hann magnaður og fer sennilega í einhverjar sögubækur. 25. maí 2015 00:01 Gullöld framundan í Grafarvoginum? Aðeins tvö lið á öðru ári í efstu deild hafa náð í fleiri stig í fyrstu átta umferðunum en þau sem Fjölnismenn hafa aflað í sumar frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984. Bæði Fram á níunda áratugnum og ÍA á þeim tíunda fögnuðu mörgum titlum í framhaldinu. 17. júní 2015 10:00 Uppbótartíminn: Stoðsending hjá boltastráki og klunnaleg mörk | Myndbönd Áttunda umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 16. júní 2015 11:30 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Leiknir 3-0 | Fjölnir tveimur stigum frá toppnum Fjölnir vann sinn þriðja leik í röð og blandaði sér í toppbaráttuna með 3-0 sigri á Leikni. 15. júní 2015 22:00 Uppbótartíminn: Stjörnuhrap og geggjað mark | Myndbönd Sjötta umferðin í Pepsi-deild karla gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 1. júní 2015 09:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Sjá meira
Fjölnismenn, spútniklið Pepsi-deildar karla í sumar, hefur orðið fyrir áfalli því liðið þarf að sjá á eftir einum sínum besta leikmanni í sumar. Miðvörðurinn Daniel Ivanovski er á heimleið vegna persónulegra ástæðna og mun ekki spila meira með Grafarvogsliðinu á leiktíðinni. Ivanovski er 31 árs gamall og kemur frá Makedóníu. Hann spilaði í Svíþjóð áður en hann kom í Grafarvoginn. Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, staðfesti þessar fréttir við Vísi í dag en þetta mál er nýkomið upp. „Það eru fjölskylduaðstæður sem valda því að hann vildi bara fara heim. Við stoppum það ekki því maður vill ekki hafa menn í liðinu sem eru ekki alveg hundrað prósent," sagði Ágúst. Fjölnir er í 3. sæti í deildinni eftir 3-0 sigur á Leikni í 8. umferðinni á mánudaginn en liðið hafði áður unnið 3-1 útisigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Fjölnir fékk 9 stig af 9 mögulegum og fékk aðeins eitt mark á sig í síðustu þremur leikjum liðsins með Daniel Ivanovski innanborðs. „Þetta er frábær leikmaður bæði innan sem utan vallar. Þetta er mjög vont fyrir okkur og það reynir dálítið á okkur núna. Nú þurfum við að sýna samstöðu og það þurfa bara aðrir að taka við keflinu," sagði Ágúst sem þarf nú að setja saman nýtt miðvarðarpar. „Hann spilaði sem bakvörður í fyrstu þremur leikjunum og þá voru það Atli (Már Þorbergsson) og Beggi (Bergsveinn Ólafsson) sem voru hafsentar. Við hljótum að leysa þetta. Grafarvogurinn er stór og margir á samningum þannig að við eigum menn í allar stöður," sagði Ágúst. Daniel Ivanovski hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar og hann og fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson hafa náð mjög vel saman í miðri vörninni. Fjölnisliðið hefur aðeins fengið á sig 7 mörk í fyrstu 8 leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar þar af aðeins 1 mark í fimm heimaleikjum þar sem liðið hefur þegar haldið marki sínu hreinu í fjórum leikjum. „Við höldum áfram ótrauðir áfram. Við vissum að svona kemur upp þótt að við vissum ekki að þetta nákvæmlega kæmi upp. Menn fara hinsvegar í bönn og meiðast. Það er því mikilvægt að vera með samstilltan hóp og halda áfram," sagði Ágúst en Fjölnir mun leita sér að nýjum leikmanni. „Opnunartíminn er handan við hornið en það er samt mánuður í hann. Við erum samt strax farnir að leita, bæði hér heima og erlendis. Þetta gerðist samt bara um miðjan dag í gær og við vissum ekkert af þessu fyrr," sagði Ágúst. „Hann gerði allt vel í sumar sem hann tók sér fyrir hendur. Þetta er mikill atvinnumaður. Við erum mjög sáttir við hans framlag og hefðum viljað hafa það út tímabilið," sagði Ágúst.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir ÍA 2-0 | Heimamenn réðu ferðinni Eitt mark í hvorum hálfleik dugði Fjölni til sigurs. 31. maí 2015 22:15 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Fjölnir 3-3 | Sjáðu markaveisluna Valsmenn og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli í kvöld á Vodafone-vellinum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Öll mörkin sex komu í fyrri hálfleiknum og var hann magnaður og fer sennilega í einhverjar sögubækur. 25. maí 2015 00:01 Gullöld framundan í Grafarvoginum? Aðeins tvö lið á öðru ári í efstu deild hafa náð í fleiri stig í fyrstu átta umferðunum en þau sem Fjölnismenn hafa aflað í sumar frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984. Bæði Fram á níunda áratugnum og ÍA á þeim tíunda fögnuðu mörgum titlum í framhaldinu. 17. júní 2015 10:00 Uppbótartíminn: Stoðsending hjá boltastráki og klunnaleg mörk | Myndbönd Áttunda umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 16. júní 2015 11:30 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Leiknir 3-0 | Fjölnir tveimur stigum frá toppnum Fjölnir vann sinn þriðja leik í röð og blandaði sér í toppbaráttuna með 3-0 sigri á Leikni. 15. júní 2015 22:00 Uppbótartíminn: Stjörnuhrap og geggjað mark | Myndbönd Sjötta umferðin í Pepsi-deild karla gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 1. júní 2015 09:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir ÍA 2-0 | Heimamenn réðu ferðinni Eitt mark í hvorum hálfleik dugði Fjölni til sigurs. 31. maí 2015 22:15
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Fjölnir 3-3 | Sjáðu markaveisluna Valsmenn og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli í kvöld á Vodafone-vellinum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Öll mörkin sex komu í fyrri hálfleiknum og var hann magnaður og fer sennilega í einhverjar sögubækur. 25. maí 2015 00:01
Gullöld framundan í Grafarvoginum? Aðeins tvö lið á öðru ári í efstu deild hafa náð í fleiri stig í fyrstu átta umferðunum en þau sem Fjölnismenn hafa aflað í sumar frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984. Bæði Fram á níunda áratugnum og ÍA á þeim tíunda fögnuðu mörgum titlum í framhaldinu. 17. júní 2015 10:00
Uppbótartíminn: Stoðsending hjá boltastráki og klunnaleg mörk | Myndbönd Áttunda umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 16. júní 2015 11:30
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Leiknir 3-0 | Fjölnir tveimur stigum frá toppnum Fjölnir vann sinn þriðja leik í röð og blandaði sér í toppbaráttuna með 3-0 sigri á Leikni. 15. júní 2015 22:00
Uppbótartíminn: Stjörnuhrap og geggjað mark | Myndbönd Sjötta umferðin í Pepsi-deild karla gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 1. júní 2015 09:30