Þjálfarinn Claudio Ranieri var í dag rekinn úr starfi sem þjálfari Juventus á Ítalíu og því reyndist orðrómur sem fór á flug í gær vera réttur.
Það kemur í hlut Ciro Ferrera að taka við þjálfun Juventus í þeim tveimur leikjum sem eftir eru á leiktíðinni.
Juventus hefur gengið afleitlega að undanförnu og hefur liðið ekki unnið leik í tvo mánuði. Þetta er versta gengi Juventus á tveggja mánaða kafla í aldarfjórðung.
Juventus er stigi fyrir ofan Fiorentina í þriðja sæti deildarinnar og á á hættu að missa af sæti í Meistaradeildinni.