Lögmaður höfuðpaursins: „Maður hefur ekki séð þetta áður“ 27. júní 2008 11:34 Anton Kristinn Þórarinsson var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Ég er ekki sammála dómnum enda voru engin bein sönnunargögn sem tengdu hann þessu máli. Þetta voru meira og minna spádómar um eitthvað sem menn hefðu getað verið að tala um,“ segir Grímur Sigurðarson, lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar, sem í gær var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á um 700 grömmum af kókaíni. „Það má segja að þetta séu getgátur lögreglunnar sem ómögulegt hafi verið að sanna en dómurinn byggir á óbeinum sönnunargögnum sem lágu fyrir í málinu," segir Grímur en Anton mun áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Anton, sem talinn er höfuðpaurinn í málinu, á nokkra sögu í fíkniefnaheiminum. Hann var m.a. dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2000. Sími Antons var hleraður í um eitt ár áður en hann var handtekinn. „Það er í rauninni bara ein hlerun þar sem eitthvað kemur fram sem lögreglan telur tengjast þessu. Þar eru þeir hleraðir inni í bíl og eru að tala um að breyta einhverjum flugmiðum. Anton kom með sínar skýringar á því en dómurinn telur að þar hafi þeir verið að tala um flugmiða fyrir burðardýrin," segir Grímur sem finnst dómurinn byggja niðurstöðu sína á mjög litlum sönnunargögnum. „Maður hefur ekki séð þetta áður, yfirleitt eru einhver vitni sem benda á viðkomandi en það er ekki í þessu tilfelli. Dómurinn er líka þungur, tvö ár óskilorðsbundið." Grímur bendir á að þróunin í kókaínmálum sé sú að dómar hafi farið lækkandi undanfarið og segir að fyrir sama magn hafi menn verið að sjá 12 upp í 16 mánuði. „En tuttugu og fjórir mánuðir er mjög mikið." Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
„Ég er ekki sammála dómnum enda voru engin bein sönnunargögn sem tengdu hann þessu máli. Þetta voru meira og minna spádómar um eitthvað sem menn hefðu getað verið að tala um,“ segir Grímur Sigurðarson, lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar, sem í gær var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á um 700 grömmum af kókaíni. „Það má segja að þetta séu getgátur lögreglunnar sem ómögulegt hafi verið að sanna en dómurinn byggir á óbeinum sönnunargögnum sem lágu fyrir í málinu," segir Grímur en Anton mun áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Anton, sem talinn er höfuðpaurinn í málinu, á nokkra sögu í fíkniefnaheiminum. Hann var m.a. dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2000. Sími Antons var hleraður í um eitt ár áður en hann var handtekinn. „Það er í rauninni bara ein hlerun þar sem eitthvað kemur fram sem lögreglan telur tengjast þessu. Þar eru þeir hleraðir inni í bíl og eru að tala um að breyta einhverjum flugmiðum. Anton kom með sínar skýringar á því en dómurinn telur að þar hafi þeir verið að tala um flugmiða fyrir burðardýrin," segir Grímur sem finnst dómurinn byggja niðurstöðu sína á mjög litlum sönnunargögnum. „Maður hefur ekki séð þetta áður, yfirleitt eru einhver vitni sem benda á viðkomandi en það er ekki í þessu tilfelli. Dómurinn er líka þungur, tvö ár óskilorðsbundið." Grímur bendir á að þróunin í kókaínmálum sé sú að dómar hafi farið lækkandi undanfarið og segir að fyrir sama magn hafi menn verið að sjá 12 upp í 16 mánuði. „En tuttugu og fjórir mánuðir er mjög mikið."
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira