Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Landsréttur hefur ógilt sýknudóm konu, sem ákærð var fyrir að hafa fengið erlendan sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim sautján mánaða sonar hennar. Landsréttur taldið að dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra hefði ekki getað lagt mat á það hvort umskurnin hefði ógnað lífi eða velferð drengsins á aðkomu sérfróðs meðdómsmanns. Málið fer því aftur til meðferðar í héraðsdómi. Innlent 16.12.2025 16:54
Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur verið dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og gert tilraun til að bana móður sinni á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Innlent 16.12.2025 15:30
Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Dagur Þór Hjartarson hefur verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk annan karlmann í Mjóddinni í Reykjavík í júlí í sumar. Hinn karlmaðurinn særðist lífshættulega en sá átti upphafið að átökunum með að kýla Dag með krepptum hnefa í andlitið. Dagur Þór bar fyrir sig neyðarvörn en dómurinn keypti ekki þær skýringar. Innlent 12.12.2025 15:15
Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Landsréttur hefur þyngt refsingar leigubílstjóra og félaga hans fyrir að nauðga konu og dæmt þá í þriggja ára fangelsi. Leigubílstjórinn ók konu í híbýli hins mannsins í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Mennirnir voru dæmdir til að greiða konunni tvær milljónir króna hvor um sig í miskabætur. Innlent 11. desember 2025 15:49
Vonbrigði í Vaxtamáli Niðurstaða Hæstaréttar í Vaxtamáli gegn Arion banka (nr. 24/2025) þann 10. desember veldur vonbrigðum. Neytendasamtökin fóru fram með fimm mismunandi Vaxtamál gegn bönkunum þremur. Markmiðið var að saman hefðu þessi mál sem víðtækast fordæmisgildi fyrir sem flesta lántaka. Með mikilli einföldun má segja að samtökin hafi viljað fá skorið úr um tvö meginatriði. Annars vegar hvort skilmálar bankanna fara, eða hafi farið, gegn lögum sem gilda um lánveitingar til neytenda. Hins vegar hvort skilmálarnir teljist ósanngjarnir í skilningi samningalaga. Skoðun 11. desember 2025 15:31
Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Athygli vakti þegar dómur yfir erlendum karlmanni, sem dæmdur var fyrir vændiskaup og líkamsárás gagnvart seljanda vændisins, var birtur og maðurinn nafngreindur. Ítrekað hefur verið kallað eftir því að kaupendur vændis séu nafngreindir en lítið sem ekkert hefur borið á því. Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur segir engin mistök hafa verið gerð þegar maðurinn var nafngreindur, það hafi einfaldlega verið gert í samræmi við reglur Dómstólasýslunnar um útgáfu dóma. Innlent 11. desember 2025 06:47
Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Arion banki var sýknaður í Hæstarétti af öllum kröfum neytenda í Vaxtamálinu svokallaða. Lögmaður bankans segir að ýmsar forsendur Hæstarétts um skilmálann séu jákvæðar. Forsvarsmenn bankans þurfi nú að leggjast í greiningarvinnu til að athuga hvort að dómurinn hafi áhrif á núverandi lánaframboð bankans. Viðskipti innlent 10. desember 2025 21:33
Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Hæstiréttur mildaði í dag refsingu konu, sem sakfelld var fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur drengjum og kynferðislega áreitni gegn einum þeirra, úr tveggja mánaða skilorðsbundnu fangelsi í þrjátíu daga. Einn dómara skilaði sératkvæði og taldi að ekki bæri að gera konunni refsingu, meðal annars þar sem drengirnir hefðu viðhaft kynferðislegt tal sín á milli. Innlent 10. desember 2025 17:18
„Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Formaður neytendasamtakanna segir sýknu Arion banka af öllum kröfum neytenda í einu vaxtamálanna svokölluðu vera vonbrigði. Málið hafi þó takmarkað fordæmisgildi þar sem það hafi varðað lánasamning sem gerður var fyrir gildistöku núgildandi laga um neytendalán. Viðskipti innlent 10. desember 2025 15:20
Lífeyrissjóðurinn Birta gerir kröfu um að annar skiptastjóra Play víki Lífeyrissjóðurinn Birta, sem var í senn stór hluthafi og skuldabréfaeigandi, hefur gert kröfu um að annar skiptastjóra þrotabús flugfélagsins Play víki vegna meints vanhæfis. Innherji 10. desember 2025 09:38
Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Saksóknari í Súlunesmálinu svonefnda benti á það í málflutningi sínum í lok nóvember að tilefni væri til að dæma Margréti Höllu Hansdóttur Löf meira en sextán ára fangelsisrefsingu. Von er á dómi í málinu fimmtudaginn 18. desember. Innlent 10. desember 2025 07:47
Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir innflutning á 1.302 tveimur töflum af hinum ýmsu lyfjum og brot gegn valdstjórninni, með því að kýla og reyna að bíta tollvörð sem hafði afskipti af honum. Hann var ekki sakfelldur fyrir innflutning í ágóðaskyni þar sem hann hefur lengi átt við vímuefnavanda og fallist var á að töflurnar 1.302 hafi verið ætlaðar til eigin nota. Innlent 9. desember 2025 16:37
Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda á hendur Arion banka, vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, á morgun. Viðskipti innlent 9. desember 2025 15:04
Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kaup á vændi og að hafa ráðist á vændiskonuna sem hann taldi vera karlmann. Árásarmaðurinn bar fyrir sig neyðarvörn sem dómurinn tók til skoðunar en taldi hann þó hafa gengið of langt. Athygli vekur að héraðsdómur nafngreinir karlmanninn sem er nýbreytni í vændiskaupamálum. Innlent 9. desember 2025 12:00
Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Erlendur ríkisborgari, Marko Blazinic, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsisvist í fjögur ár og sex mánuði vegna tilraunar til fíkniefnainnflutnings. Innlent 9. desember 2025 08:50
Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sextán ára drengur sem hefur ítrekað ráðist á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Drengurinn er forsjárlaus en fékk að dvelja hjá frænku sinni sem hann endaði á að ráðast á. Innlent 8. desember 2025 22:01
„Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Formaður Flokks fólksins furðar sig á því að lögmaður skólameistara Borgarholtsskóla vilji leiða sig og forsætisráðherra fyrir dóm í tengslum við þá ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa stöðu skólameistarans lausa til umsóknar. Innlent 5. desember 2025 18:50
Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Innlent 5. desember 2025 11:42
Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Albert Guðmundsson landsliðsmaður í fótbolta tjáir sig um mál sitt eftir að staðfesting barst verjanda hans um að málinu yrði ekki áfrýjað. Hann segist ekki láta kúga sig og kveðst vona einlægælega að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir þeim sem eru raunveruleg fórnarlömb ofbeldis. Innlent 4. desember 2025 16:44
Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Máli Héraðssaksóknara á hendur þremur mönnum, sem grunaðir voru um að hafa kveikt í Teslu-bifreið lögreglumanns, hefur verið vísað frá dómi. Ákært var fyrir eignaspjöll en Héraðssaksóknari fer ekki með ákæruvald í slíkum málum nema með leyfi Ríkissaksóknara. Slíks leyfis var ekki aflað og því átti ákæran ekkert erindi fyrir dómi. Ellefu milljóna króna málskostnaður sakborninga fellur á ríkið vegna málsins. Innlent 3. desember 2025 16:47
Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Haukur Ægir Hauksson hefur verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart svokölluðum „skutlara“, sem hafði skömmu áður áreitt stúlku kynferðislega. Stúlkan er tengd Hauki Ægi og skutlarinn hlaut á dögunum eins árs fangelsi fyrir áreitnina. Héraðsdómur féllst ekki á það með ákæruvaldinu að Haukur Ægir hafi reynt að myrða skutlarann. Innlent 2. desember 2025 16:16
Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Erlendur karlmaður með engin tengsl við landið hefur verið dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn tæplega 1,9 kíló af kókaíni í september síðastliðnum. Talið var ljóst að maðurinn væri ekki skipuleggjandi innflutningsins. Innlent 2. desember 2025 15:43
Með kíló af kókaíni í bakpokanum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjórtán mánaða fangelsi fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni. Maðurinn flutti efnin með flugi frá Alicante til Keflavíkurflugvallar og var hann með efnin falin í bakpoka. Innlent 2. desember 2025 11:02
Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Litáískur karlmaður sem grunaður er ásamt tveimur öðrum um innflutning á fleiri kílóum af kókaíni segist ekkert kannast við kókaínið. Hann hafi ákveðið að flytja BMW-bifreið til Litáens og aftur til Íslands þar sem það væri ódýrara að gera við bílinn þar. Bíllinn hafi staðið eftirlitslaus við verkstæði í Litáen lengi vel og hver sem er hefði getað komið kókaíninu fyrir í bílnum. Innlent 2. desember 2025 06:53