Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir á­rásina á A. Han­sen

Bræður á fimmtugsaldri hafa verið dæmdir til annars vegar sex mánaða og hins vegar níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir stórfellda líkamsárás á veitingastaðnum Castello í Hafnarfirði árið 2023. Þar veittust bræðurnir að Berki Birgissyni, sem hlaut þungan dóm árið 2005 fyrir að reyna að ráða yngri bróðurinn af dögum með exi á veitingastaðnum A. Hansen árið 2004.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamra­borgar­málið

Hrannar Markússon var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar. Annars vegar fyrir þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ fyrr á árinu og hins vegar Hamraborgarmálið svokallaða. Þá er Hrannar jafnframt sviptur ökuréttindum og til greiðslu þriggja milljóna króna í skaðabætur. Þá hlaut kona sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna aðildar að hraðbankaþjófnaðinum.

Innlent
Fréttamynd

Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár

Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður

Landsréttur kvað upp dóm sinn í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætti ákæru fyrir nauðgun, í dag. Landsréttur klofnaði en meirihluti réttarins sýknaði Albert. Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Losna við ná­granna eftir þriggja ára bar­áttu

Íbúar í fjölbýlishúsi á suðvesturhorni landsins anda léttar eftir að héraðsdómur bannaði karlmanni að dvelja í íbúð foreldra sinna og flytja með allt sitt hafurtask innan mánaðar. Íbúarnir lýsa ógnandi hegðun, hávaða og skemmdarverkum yfir rúmlega þriggja ára tímabil.

Innlent
Fréttamynd

Vélfag á­frýjar dómnum

Vélfag ehf. mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í morgun þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfum félagsins. Félagið hefur sætt þvingunaraðgerðum vegna tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem talið er hluti af skuggaflota Rússa frá því í sumar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Deilur barna leiddu til til­raunar til mann­dráps

Hamed M. H. Albayyouk hefur hlotið fimm ára fangelsisvist fyrir tilraun til manndráps, með því að leggja til manns með stórum hnífi utandyra að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Fimm ára fangelsisdómur er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps. Í dómi yfir honum segir að Albayyouk hafi deilt við fórnarlamb sitt í aðdraganda árásarinnar vegna deilna barna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af kröfum Vélfags og meirihluta eiganda þess í morgun. Félagið hefur sætt þvingunaraðgerðum vegna tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem er talið hluti af skuggaflota Rússa frá því í sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Játaði líkams­á­rás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara

Dómur ungs karlmanns, sem játaði líkamsárás á Hafnartorgi í Reykjavík árið 2021, hefur verið ómerktur af Landsréttir og vísað aftur heim í hérað. Það var gert vegna tölvubréfs dómara til verjanda þar sem dómarinn lýsti því yfir að hann teldi hæpið að heimfæra brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala

Mohamed Hicham Rahmi hefur verið dæmdur í fjögurra ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að standa að innflutningi kókaíns auk þess sem fjöldi fíkniefna fannst í fórum hans ætlaður til söludreifingar. Þrátt fyrir að vera ekki orðinn þrítugur á maðurinn þegar dóma á bakinu í Svíþjóð og hér heima fyrir dópsölu. Sjálfa var meðal sönnunargagna í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Sýn fær flýtimeðferð

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt flýtimeðferð í máli Sýnar hf. gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf., vegna kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu um að skikka Sýn til að heimila Símanum að sýna efni Sýnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mæðgurnar svöruðu engu

Margrét Halla Hansdóttir Löf, sem ákærð er fyrir að myrða föður sinn og reyna að myrða móður sína, svaraði engum spurningum þegar hún gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð máls hennar. Þess í stað las hún upp yfirlýsingu. Móðir hennar gerði slíkt hið sama.

Innlent