Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls

Karlmaður að nafni Norbert Walicki hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps með því að skera mann á háls með eldhúshnífi. Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi í júní 2023.

Innlent
Fréttamynd

Happ­drætti Há­skólans sýknað af tug­milljóna kröfu Catalinu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Happdrætti Háskóla Íslands af 47 milljóna kröfu veitinga- og skemmtistaðarins Catalinu. Málið laut að þóknun fyrir rekstur spilakassa á veitingastaðnum. Rekendur Catalinu höfðu samið um að þóknunin næmi 1,6 prósentu af veltu vélanna en í ljós kom að hlutfallið næmi tveimur prósentum hjá öðrum rekstraraðilum og Catalina krafðist að fá greiddan mismuninn.

Innlent
Fréttamynd

Tími til að endur­skoða persónuverndarlög sem kæfa ný­sköpun

Hæstiréttur Íslands ógilti nýverið úrskurð Persónuverndar í máli sem sneri að Íslenskri erfðagreiningu og aðkomu fyrirtækisins að söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.Dómurinn varpar ljósi á hversu langt íslensk stjórnvöld og Alþingi gengu við innleiðingu á evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR), hversu langt Persónuvernd hefur gengið í túlkun sinni á persónuverndarlögum og hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf og nýsköpun hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar

IHS, sem gekk þar til nýlega undir heitinu Innheimtustofnun sveitarfélaga, hefur verið dæmd til að greiða konu rúmlega 16 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna kynbundinnar mismununar í formi lægri laun en karlkyns samstarfsmenn hennar nutu. Yfir tæplega þriggja ára tímabil á árunum 2019 til 2022 fékk hún fimmtán milljónum króna minna greitt en karlmaður í sömu stöðu lögfræðings hjá stofnuninni.Svo virðist sem kynbundinn launamunur hafi verið lenskan hjá stofnuninni enda var hún dæmd til að greiða annarri konu 19 milljónir af sömu sökum árið 2023. 

Innlent
Fréttamynd

Fengu ekki að fylgjast með meintri vændis­starf­semi í leyni

Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fékk ekki heimild Landsréttar til að koma upp leyndum hljóð- og myndtökubúnaði við húsnæði þar sem grunur var á að mansal ætti sér stað. Nágrannar höfðu ítrekað tilkynnt lögreglu grun um að vændisstarfsemi ætti sér stað í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Léttir að vinnan í far­aldrinum hafi verið lög­mæt

Íslensk erfðagreining fagnar dómi Hæstaréttar, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hafi ekki brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19, þegar faraldur hans var á upphafsmetrunum.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með tveggja daga aðal­með­ferð í máli Alberts

Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum.

Innlent
Fréttamynd

Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu

Þrjár reynslumiklar lögreglukonur lýsa því hvernig þær voru um árabil áreittar af eltihrelli og hvernig lögregluembætti séu án úrræða í slíkum málum. Allt viðbragð sé svifaseint, lítið gert úr málunum og engin vernd í boði. Ein lögreglukonan neyddist til að fara í útkall að eigin heimili og þá sefur sonur annarrar enn með kylfu undir rúmi.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­maður Múlaborgar á­kærður

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í máli karlmanns um tvítugt, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á börnum á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík. Gæsluvarðhald yfir manninum hefur verið framlengt um fjórar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalar­leyfi

Georgíumaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn lögum um útlendinga, með því að hafa kvænst lettneskri konu í Georgíu, í þeim tilgangi einum að afla sér dvalarleyfis og atvinnuleyfis á Íslandi á grundvelli hjúskapar. Þriðji maður er ákærður fyrir að hafa komið hjúskapnum í kring.

Innlent