Refsing milduð yfir burðardýri Landsréttur mildaði í dag dóm yfir átján ára manni sem hafði smyglað inn þrettán kílóum af kókaíni til Ísland. Tekið var tillit til ungs aldurs mannsins og að ekkert benti til þess að hann hefði komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins. Innlent 11.12.2025 20:19
Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í rúmlega þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að senda þrettán ára dreng typpamynd á Snapchat. Landsréttur sneri við sýknudómi Héraðsdóms Norðurlands eystra. Innlent 11.12.2025 17:08
Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Landsréttur hefur þyngt refsingar leigubílstjóra og félaga hans fyrir að nauðga konu og dæmt þá í þriggja ára fangelsi. Leigubílstjórinn ók konu í híbýli hins mannsins í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Mennirnir voru dæmdir til að greiða konunni tvær milljónir króna hvor um sig í miskabætur. Innlent 11.12.2025 15:49
Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Saksóknari í Súlunesmálinu svonefnda benti á það í málflutningi sínum í lok nóvember að tilefni væri til að dæma Margréti Höllu Hansdóttur Löf meira en sextán ára fangelsisrefsingu. Von er á dómi í málinu fimmtudaginn 18. desember. Innlent 10. desember 2025 07:47
Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir innflutning á 1.302 tveimur töflum af hinum ýmsu lyfjum og brot gegn valdstjórninni, með því að kýla og reyna að bíta tollvörð sem hafði afskipti af honum. Hann var ekki sakfelldur fyrir innflutning í ágóðaskyni þar sem hann hefur lengi átt við vímuefnavanda og fallist var á að töflurnar 1.302 hafi verið ætlaðar til eigin nota. Innlent 9. desember 2025 16:37
Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda á hendur Arion banka, vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, á morgun. Viðskipti innlent 9. desember 2025 15:04
Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kaup á vændi og að hafa ráðist á vændiskonuna sem hann taldi vera karlmann. Árásarmaðurinn bar fyrir sig neyðarvörn sem dómurinn tók til skoðunar en taldi hann þó hafa gengið of langt. Athygli vekur að héraðsdómur nafngreinir karlmanninn sem er nýbreytni í vændiskaupamálum. Innlent 9. desember 2025 12:00
Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Erlendur ríkisborgari, Marko Blazinic, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsisvist í fjögur ár og sex mánuði vegna tilraunar til fíkniefnainnflutnings. Innlent 9. desember 2025 08:50
Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sextán ára drengur sem hefur ítrekað ráðist á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Drengurinn er forsjárlaus en fékk að dvelja hjá frænku sinni sem hann endaði á að ráðast á. Innlent 8. desember 2025 22:01
„Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Formaður Flokks fólksins furðar sig á því að lögmaður skólameistara Borgarholtsskóla vilji leiða sig og forsætisráðherra fyrir dóm í tengslum við þá ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa stöðu skólameistarans lausa til umsóknar. Innlent 5. desember 2025 18:50
Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Innlent 5. desember 2025 11:42
Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Albert Guðmundsson landsliðsmaður í fótbolta tjáir sig um mál sitt eftir að staðfesting barst verjanda hans um að málinu yrði ekki áfrýjað. Hann segist ekki láta kúga sig og kveðst vona einlægælega að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir þeim sem eru raunveruleg fórnarlömb ofbeldis. Innlent 4. desember 2025 16:44
Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Máli Héraðssaksóknara á hendur þremur mönnum, sem grunaðir voru um að hafa kveikt í Teslu-bifreið lögreglumanns, hefur verið vísað frá dómi. Ákært var fyrir eignaspjöll en Héraðssaksóknari fer ekki með ákæruvald í slíkum málum nema með leyfi Ríkissaksóknara. Slíks leyfis var ekki aflað og því átti ákæran ekkert erindi fyrir dómi. Ellefu milljóna króna málskostnaður sakborninga fellur á ríkið vegna málsins. Innlent 3. desember 2025 16:47
Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Haukur Ægir Hauksson hefur verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart svokölluðum „skutlara“, sem hafði skömmu áður áreitt stúlku kynferðislega. Stúlkan er tengd Hauki Ægi og skutlarinn hlaut á dögunum eins árs fangelsi fyrir áreitnina. Héraðsdómur féllst ekki á það með ákæruvaldinu að Haukur Ægir hafi reynt að myrða skutlarann. Innlent 2. desember 2025 16:16
Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Erlendur karlmaður með engin tengsl við landið hefur verið dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn tæplega 1,9 kíló af kókaíni í september síðastliðnum. Talið var ljóst að maðurinn væri ekki skipuleggjandi innflutningsins. Innlent 2. desember 2025 15:43
Með kíló af kókaíni í bakpokanum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjórtán mánaða fangelsi fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni. Maðurinn flutti efnin með flugi frá Alicante til Keflavíkurflugvallar og var hann með efnin falin í bakpoka. Innlent 2. desember 2025 11:02
Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Litáískur karlmaður sem grunaður er ásamt tveimur öðrum um innflutning á fleiri kílóum af kókaíni segist ekkert kannast við kókaínið. Hann hafi ákveðið að flytja BMW-bifreið til Litáens og aftur til Íslands þar sem það væri ódýrara að gera við bílinn þar. Bíllinn hafi staðið eftirlitslaus við verkstæði í Litáen lengi vel og hver sem er hefði getað komið kókaíninu fyrir í bílnum. Innlent 2. desember 2025 06:53
Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Bræður á fimmtugsaldri hafa verið dæmdir til annars vegar sex mánaða og hins vegar níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir stórfellda líkamsárás á veitingastaðnum Castello í Hafnarfirði árið 2023. Þar veittust bræðurnir að Berki Birgissyni, sem hlaut þungan dóm árið 2005 fyrir að reyna að ráða yngri bróðurinn af dögum með exi á veitingastaðnum A. Hansen árið 2004. Innlent 1. desember 2025 15:20
Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Hrannar Markússon var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar. Annars vegar fyrir þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ fyrr á árinu og hins vegar Hamraborgarmálið svokallaða. Þá er Hrannar jafnframt sviptur ökuréttindum og til greiðslu þriggja milljóna króna í skaðabætur. Þá hlaut kona sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna aðildar að hraðbankaþjófnaðinum. Innlent 1. desember 2025 10:44
Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir í Kópavogi, sem þóttist vera í lyfjameðferð vegna banvæns krabbameins mánuðum saman og skrifaði út lyf á fjölskyldumeðlimi sem hún neytti sjálf, hefur skilað inn læknaleyfinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem konan lýgur því að sínum nánustu að hún berjist við krabbamein. Innlent 30. nóvember 2025 18:46
Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Hrannar Markússon, maður á fimmtugsaldri sem játað hefur aðild að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar, er grunaður um mikinn fjölda afbrota milli þessara tveggja þjófnaða. Innlent 30. nóvember 2025 14:48
Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Tveir menn eru grunaðir um að hafa farið inn í bíl ókunnugs manns, taka hann hálstaki og hóta með hníf til þess að fá hann til að opna skott bílsins, en þaðan eru tvímenningarnir grunaðir um að hafa stolið miklu magni áfengis. Innlent 29. nóvember 2025 14:23
Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Fjórir karlmenn hafa verið dæmdir í samtals 34 ár í fangelsi í Danmörku fyrir morð, vopnalagabrot og gróft ofbeldi sem leiddi til dauða 19 ára manns sem fjórmenningarnir gengu í skrokk á í fyrra. Tveir mannanna hafa jafnframt verið dæmdir til brottvísunar frá Danmörku auk endurkomubanns. Við verknaðinn nýttu árásarmennirnir ýmis eggvopn þegar þeir réðu fórnarlambi sínu bana með hrottalegum hætti. Erlent 28. nóvember 2025 15:01
Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, er tæplega 600 þúsund krónum fátækari eftir að Landsréttur sýknaði Landsbankann af kröfu hans um að fá debetkortafærslu bakfærða. Páll tapaði greiðslukorti sínu í París í Frakklandi og óprúttnir aðilar náðu tæpum 600 þúsund krónum út af reikningi hans. Landsréttur taldi Pál hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og Landsbankinn þyrfti því ekki að endurgreiða honum fjármunina. Héraðsdómur hafði áður komist að gagnstæðri niðurstöðu. Innlent 28. nóvember 2025 13:41