Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hafnar „jólakveðju“ ríkisins

Fyrrverandi bankamanninum Steinþóri Gunnarssyni hafa verið boðnar fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir að hafa verið ranglega sakfelldur í Ímon-málinu svokallaða. Hann segist ekki ætla samþykkja boðið og ætlar að höfða mál gegn ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun eldri kvenna í Kvenna­at­hvarfi: „Þessar konur bíða ekki“

Linda Dröfn Gunnardóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir mikilvægt að fólk hafi einhverjar aðrar leiðir en að hringja bara í 112 til að tilkynna grun um ofbeldi í nánum samböndum. Hún kallar eftir því að þróað verði áhættumat sem nýtist fólki í framlínu til að meta hvort að rjúfa eigi þagnarskyldu og bregðast við því þegar fagaðilar telja þá líf einstaklings í hættu vegna heimilisofbeldis.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sannað að fimm­tán ára stúlka hafi stungið sex­tán ára pilt tvisvar

Tvítug kona hefur verið sýknuð af ákæru fyrir að hafa stungið sextán ára pilt einu sinni á tveimur stöðum sama kvöldið þegar hún var fimmtán ára. Héraðsdómari taldi þann tíma sem leið á milli atvika málsins og skýrslutaka af vitnum, þrjú ár og fjórir mánuðir, hefði verið aðfinnsluverður. Útilokað hefði verið að byggja sakfellingu í málinu á framburði brotaþola, stúlkunnar og vitna í málinu þar sem ekkert þeirra hefði verið trúverðugt.

Innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum

Hæstiréttur hefur sýknað Landsbankann af öllum kröfum í tveimur málum sem neytendur höfðuðu á hendur bankanum vegna tiltekinna skilmála í lánasamningum. Hæstiréttur taldi skilmálana ólögmæta en að neytendur hefðu ekki orðið fyrir tjóni. „Í fljótu bragði er ég ósammála þessu,“ segir formaður Neytendasamtakanna.

Neytendur
Fréttamynd

Hæsti­réttur vill ekki hlýða á Kristján Markús

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Kristjáns Markúsar Sívarssonar, um að rétturinn tæki fyrir líkamsárásarmál hans. Hann vildi meina að Landsréttur hefði dæmt hann að ósekju fyrir að kasta óþekktum hlut í höfuð konu, með þeim afleiðingum að hún hlaut höfuðkúpubrot.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður

Halldór Logi Sigurðsson hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, sem hann framdi við heimahús í Reykjanesbæ í sumar. Þar var hann ákærður fyrir að reyna að svipta fjölskylduföður lífi með því að leggja ítrekað til hans með hníf í höfuð, búk og útlim.

Innlent
Fréttamynd

Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjár­hags­lega á að hafa banað föður sínum

Upp hafa komið mál á Íslandi þar sem einstaklingar hafa verið sviptir erfðarétti eftir að hafa valdið arfleifanda bana en þau eru afar fá. Héraðsdómur Reykjaness vísaði í gær frá kröfu hálfbróður Margrétar Höllu Löf um að hún yrði svipt erfðaréttinum eftir að hafa banað föður þeirra. Þannig kann Margrét á endanum að hagnast fjárhagslega af því að hafa myrt föður sinn.

Innlent
Fréttamynd

Telja brotið gegn réttindum barna og í­huga mála­ferli

Fjölskyldur sem hafa misst syni og lýsa áralangri baráttu við kerfið skoða lagalega stöðu sína og telja að gróflega hafi verið brotið á réttindum barnanna. Faðir drengs sem lést í bruna á Stuðlum segir málaferli virðast þurfa til að eitthvað breytist. Lögregla rannsakar enn brunann og tveir eru með réttarstöðu sakbornings.

Innlent
Fréttamynd

Faldi töflurnar í nammipoka

Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 2.200 Oxycontin-töflum til Íslands í fyrra. Töflurnar voru faldar í nammipokum.

Innlent
Fréttamynd

Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur ná­granna síns

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi Andrés Pál Ragnarsson, karlmann á fertugsaldri, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga og áreita kynferðislega dóttur nágranna síns. Stúlkan var fjórtán ára þegar Andrés Páll braut gegn henni.

Innlent
Fréttamynd

Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá

Hálfbróðir Margrétar Löf krafðist þess fyrir dómi að ákveðið yrði að með því að drepa föður sinn hafi hún fyrirgert rétti sínum til þess að erfa hann. Kröfu hans var vísað frá dómi og vísað til þess að svipting erfðaréttar teljist samkvæmt lögum til refsikenndra viðurlaga við afbroti og að ákvörðun um slíka kröfu verði að koma frá ákæruvaldinu.

Innlent
Fréttamynd

„Það voru bara slags­mál, viltu senda bíl“

Margrét Halla Löf las upp yfirlýsingu fyrir dómi við upphaf aðalmeðferðar þar sem hún mótmælti lýsingu ákæruvaldsins og lýsti sig saklausa. Í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kemur fram að Margrét hafi þar viðurkennt erfið og stundum líkamleg átök í samskiptum við foreldra sína. Hún sagði hins vegar að aldrei hafi verið um barsmíðar, vopn eða ásetning til að skaða að ræða og lagði áherslu á að umhyggja hefði alltaf verið til staðar þrátt fyrir ágreining. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki dómarans eins að meta hvort um­skurn væri hættu­leg

Landsréttur hefur ógilt sýknudóm konu, sem ákærð var fyrir að hafa fengið erlendan sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim sautján mánaða sonar hennar. Landsréttur taldið að dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra hefði ekki getað lagt mat á það hvort umskurnin hefði ógnað lífi eða velferð drengsins á aðkomu sérfróðs meðdómsmanns. Málið fer því aftur til meðferðar í héraðsdómi.

Innlent
Fréttamynd

Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi

Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur verið dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og gert tilraun til að bana móður sinni á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Keyptu ekki skýringar um neyðar­vörn í Mjóddinni

Dagur Þór Hjartarson hefur verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk annan karlmann í Mjóddinni í Reykjavík í júlí í sumar. Hinn karlmaðurinn særðist lífshættulega en sá átti upphafið að átökunum með að kýla Dag með krepptum hnefa í andlitið. Dagur Þór bar fyrir sig neyðarvörn en dómurinn keypti ekki þær skýringar.

Innlent
Fréttamynd

Bakkaði á ofsa­hraða með lyfjakokteil í blóðinu

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjöldann allan af brotum á meðan lögregla veitti honum eftirför. Meðal annars bakkaði hann á fjörutíu kílómetra hraða á klukkustund svo að minnstu mátti muna að gangandi vegfarandi yrði undir bíl hans. Á meðan á þessu stóð var hann undir áhrifum sjö mismunandi ávana-og fíkniefna og slævandi lyfja.

Innlent
Fréttamynd

Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna við­tals við Albert

Róbert Wessmann, stofnandi Alvotech, hefur afboðað komu sína í hlaðvarpið Chess after dark vegna viðtals við Albert Guðmundsson knattspyrnumann, þar sem hann ræðir nauðgunarmál á hendur honum. Stjórnendum hlaðvarpsins þykir miður að Róberti sé svo misboðið að hann sjái sér ekki fært að mæta í viðtal.

Lífið