Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Ár­sæll hringdi beint í utan­ríkis­ráð­herra eftir fundinn

Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gerið Ást­hildi Lóu aftur að ráð­herra

Svo virðist sem Guðmundur Ingi Kristinsson hafi ekki í hyggju að snúa aftur í mennta- og barnamálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki í bráð. Því er nú rétti tíminn til að Ásthildur Lóa Þórsdóttir taki aftur við því.

Skoðun
Fréttamynd

Naut að­stoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins

Atvinnuvegaráðuneytið hefur á þessu ári keypt ráðgjöf og þjónustu af samskipta- og almannatengslafyrirtækinu Athygli ehf. fyrir tæpar 3,5 milljónir króna, meðal annars í tengslum við breytingar á lögum um veiðigjald. Allt árið í fyrra greiddi sama ráðuneyti rúmar hundrað þúsund krónur fyrir þjónustu almannatengla, þá af fyrirtækinu Góðum samskiptum ehf.

Innlent
Fréttamynd

Nauð­syn að skýra betur hvort eða hve­nær læknar megi rjúfa þagnar­skyldu

Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins kallar eftir því að þagnarskylda lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð frekar og sérstaklega með tilliti til fólks í viðkvæmri stöðu, eins og fólks með heilabilun. Hún segir málið flókið og virða þurfi sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og tryggja að allir geti leitað sér læknisþjónustu án ótta við að lögregla verði kölluð til.

Innlent
Fréttamynd

Öll lífsins gæði mynda skatt­stofn

Undanfarna daga hefur farið fram ítarleg umræða á Alþingi um fjárlög og svokallaðan bandorm. Í þeirri umræðu hefur eitt orðið deginum ljósara; fyrir ríkisstjórnina virðist nær allt sem hreyfist, andar eða eykur lífsgæði landsmanna vera skattstofn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist gegn þessari stefnu af festu og það af góðri ástæðu.

Skoðun
Fréttamynd

Frum­varp um kíló­metra­gjald sam­þykkt og þing­menn komnir í jóla­frí

Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum en þingi var frestað í kvöld og eru þingmenn því komnir í jólafrí. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll farartæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómetra. Lögin hafa verið samþykkt en taka gildi 1. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári

Tap af rekstri Miðflokksins á árinu 2024 nam 133 milljónum króna samanborið við 24 milljóna króna rekstrarafgang árið á undan. Flokkurinn setti 141 milljón króna í kosningabaráttuna á Alþingi í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Reyndu að koma út­lendinga­frum­varpi að á síðustu stundu

Viðreisnarliðar höfðu ekki erindi sem erfiði þegar reynt var að koma frumvarpi dómsmálaráðherra um afturköllun verndar síbrotamanna á dagskrá þingsins á síðustu stundu. Formenn stjórnarandstöðuflokka mótmæltu tillögunni harðlega þar sem samkomulag um frestun þingfunda lægi þegar fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnar­skyldu

Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess.

Innlent
Fréttamynd

„Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til

Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir tilefni til að bætur úr almannatryggingakerfinu vegna ellilífeyris fari að heyra sögunni til. Ríkisstjórnin hefur boðað umtalsverða hækkun frítekjumarks vegna lífeyrisgreiðslna til eldri borgara úr almannatryggingakerfinu en Sigríður telur tímabært að hætt verði að líta á ellilífeyrisgreiðslur frá ríkinu sem sjálfsögð réttindi.

Innlent
Fréttamynd

Deildar meiningar um tölvu­póst sem ó­vart var sendur á alla í nefndinni

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í kvöld að frumvarp um kílómetragjaldið yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu þar sem hann sagðist myndu krefjast þess að útfærslur yrðu endurmetnar. Sjálfur segir hann ekkert í póstinum sem ekki þoli dagsljósið.

Innlent
Fréttamynd

Pollróleg þó starfs­á­ætlun þingsins hafi verið felld úr gildi

Starfsáætlun Alþingis hefur verið felld úr gildi en síðasti þingfundur vetrarins átti samkvæmt henni að fara fram í dag. Enn hefur bandormurinn svonefndi ekki verið afgreiddur. Þingflokksformenn Viðreisnar og Miðflokksins eru pollróleg yfir stöðunni á þingi þó óljóst sé hvenær það fari í jólafrí og sögðu í kvöldfréttum Sýnar að þingstörf gengu vel.

Innlent
Fréttamynd

„Grafalvarlegt“ að Ís­land fari gegn vísinda­legri ráð­gjöf

Utanríkisráðherra segir ekki rétt að norskar fiskvinnslur hafi forskot á íslenskar á makrílafla sem veiddur er í norskri lögsögu. Íslenskar vinnslur geti vel boðið í aflann. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir grafalvarlegt að farið sé gegn vísindalegri ráðgjöf með nýju samkomulagi.

Innlent
Fréttamynd

Segja frekari úr­bóta þörf og vísa meðal annars til PPP

Samráðshópur ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu (GRECO) hefur lokið athugun sinni gagnvart Íslandi. Fyrsta skýrsla GRECO um Ísland í fimmtu eftirlitslotu var gefin út árið 2018. GRECO lagði fram átján tillögur til að sporna gegn spillingu innan hins opinbera og hjá löggæsluyfirvöldum. Þrettán hafa nú verið innleiddar, fjórar innleiddar að hluta en ein ekki.

Innlent
Fréttamynd

„Hæst­virtur yfirlætisráðherra, nei fyrir­gefðu, hæst­virtur for­sætis­ráð­herra“

Þingmenn héldu áfram að takast á um bandorminn svokallaða í þinginu í dag en aðrar umræður hafa nú staðið í vel á annan tug klukkustunda. Það þýðir að aðrar umræður eru orðnar lengri en aðrar umræður um bandorma síðustu tíu þinga á undan, samanlagt. Þetta setti forsætisráðherra út á og sagði greinilegt að máli skipti hvort fólk væri í meiri- eða minnihluta þegar það ræddi hagstjórnarmál. „Yfirlætisráðherra“ kallaði þingmaður Sjálfstæðisflokksins hann fyrir vikið.

Innlent
Fréttamynd

„Við vitum að á­föllin munu koma“

Forseti Alþingis segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis svara þeim álitamálum sem lagt var upp með. Hún telur núverandi almannavarnarkerfi mun betur í stakk búið að takast á við atburði af álíka stærðargráðu en fyrir þrjátíu árum síðan.

Innlent
Fréttamynd

Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Græn­lendinga eftir á köldum klaka“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ó­víst hvort Guð­mundur Ingi snúi aftur í ráðu­neytið

Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður.

Innlent
Fréttamynd

Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við

Faðir sem missti þrjú börn í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995 segir nýja skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem kynnt var í dag ekki til neins ef ekki verði brugðist við henni. Hann segir ekki dag líða þar sem hann hugsi ekki til dagsins örlagaríka í janúar þetta ár, stjórnvöld hafi með því að neita að horfast í augu við ábyrgð látið eins og fráfall íbúa í Súðavík hafi ekki skipt neinu máli.

Innlent