Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Hamingju­söm og þakk­lát Katrín Tanja á splunku­nýjum jeppa

Fyrrum CrossFit heimsmeistarinn og afreksíþróttakonan Katrín Tanja nýtur lífsins í Norður-Idaho í Bandaríkjunum þar sem hún er búsett ásamt unnusta sínum, íþróttamanninum Brooks Laich. Parið festi nýverið kaup á svörtum Land Rover Defender jeppa og birti Katrín Tanja mikla gleðifærslu á Instagram í tilefni af því. 

Lífið
Fréttamynd

Ís­lendingurinn var hand­tekinn í Baltimore

Íslenskur karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi í Bandaríkjunum eftir að hafa verið handtekinn á flugvellinum í Baltimore í Bandaríkjunum í síðustu viku með skotvopn í farangri sínum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í húsleit á heimili mannsins eftir tilkynningu frá bandarískum löggæsluyfirvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Kann ekki að gefast upp

Mollý Jökulsdóttir var tvítug þegar hún flutti ein út til Danmerkur, með tvær ferðatöskur og óljóst framtíðarplan. Í dag er hún í stjórnunarstöðu hjá einni stærstu verslunarkeðju í Evrópu og er á sama tíma á uppleið innan tónlistargeirans, en á dögunum undirritaði hún samning við Quattro Music sem er undirfyrirtæki Warner Brothers í Kaupmannahöfn.

Lífið
Fréttamynd

„What do you mean by shit-mix, are you mixing the shit?“

„Jú auðvitað kenndi ég þeim líka að skítamixa stundum. Því í öllum flóknum verkefnum má gera ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti þurfi eitthvað skítamix og þar erum við Íslendingar einfaldlega heimsmeistarar,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar og hlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ó­venju­legur lífs­stíll ís­lenskrar fjöl­skyldu vekur at­hygli

Hjónin Guðný Matthíasdóttir og Róbert Halbergsson hafa undanfarið eitt og hálft ár búið í húsbíl ásamt börnunum sínum tveimur og heimsótt alls 26 lönd í Evrópu. Fjölskyldan deilir reglulega myndum og myndskeiðum á Instagram þar sem þau sýna frá daglegu lífi sínu á flakki á „Eurovagninum“ svokallaða, en lífstíll þeirra er mörgum framandi.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta var hel­víti á jörðu fyrir mér“

Lára Björk Sigrúnardóttir, 51 árs íbúi í Sandgerði, var með vinum sínum erlendis í borginni Varna í Búlgaríu í febrúar þegar hún veiktist skyndilega og var flutt með sjúkrabíl á St. Martins spítala í borginni. Lára reyndist vera með sýklasótt, sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu, og var byrjuð að fá drep í bæði fingur og tær.

Innlent
Fréttamynd

Bríet um­kringd stór­stjörnum í Japan

Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar var umkringd heimsfrægum stórstjörnum á veitingastað á The Tokyo Edition Ginze hótelinu í Japan í gærkvöldi. Bríet birti myndir af þessu glæsilega kvöldi á samfélagsmiðlinum Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Hver dagur ævin­týri og veit aldrei við hverju má búast

Fyrirsætan, háskólaneminn og fyrrum World Class stöðvarstjórinn Björn Boði Björnsson lét drauminn rætast þegar að hann ákvað að flytja til New York. Hann skráði sig í tískutengt nám og nýtur fjölbreyttra daga í stóra eplinu. Blaðamaður fékk að heyra nánar frá lífinu vestanhafs.

Lífið
Fréttamynd

Hugi og Unnur fögnuðu ástinni á Tenerife

Fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson og Unnur Helgadóttir, hlaðvarpsstjarna og mannauðsstjóri í Seðlabankanum, eru nýjasta par landsins. Þau hafa notið lífsins saman undanfarið í sólinni á Tenerife.

Lífið
Fréttamynd

Unnur og Brynjar keyptu 200 fer­metra ein­býli á 4,5 milljónir

„Af hverju við fluttum? Það var sett á sölu húsið sem við bjuggum í og leigumarkaðurinn var algjörlega glataður. Ég varð svo pirruð yfir þessu að ég sagði bara: Af hverju prófum við ekki eitthvað nýtt?“ segir Unnur Eygló Bjarnadóttir en þau Brynjar Ingimarsson eiginmaður hennar ákváðu fyrir nokkrum árum að freista gæfunnar í finnskri sveit.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenskir jafnaðar­menn og drauma­landið Luxem­burg – fyrri hluti

Grein Róberts Björnssonar „Smáríkið sem „skipti um þjóð““ um Luxemburg hér á Vísi, hefur verið dreift á facebook af vinstrimönnum eins og um nýtt guðspjall sé að ræða og Luxemburg fyrirmyndaríkið. Það er ótrúlega grunnhyggið þegar haft er í huga á hverju þetta litla, moldríka fyrirmyndarsamfélag þeirra sem kenna sig við jafnaðarmennsku þrífst.

Skoðun
Fréttamynd

Öll fjöl­skyldan sefur í sama rúminu

Björg Kristjánsdóttir segist ekki geta hugsað sér að sofa öðruvísi en í fjölskyldurúmi. Hún og eiginmaður hennar sofa í 270 sentímetra rúmi með fjögurra ára dóttur sinni og hafa gert allt frá því dóttir þeirra fæddist.

Lífið
Fréttamynd

Ferða­tösku Lauf­eyjar stolið

Ferðatösku tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar var stolið á Ítalíu. Hún lét það ekki á sig fá og komst heilu og höldnu til Lausanne í Sviss þar sem hún er með tónleika í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Þrífst vel í brjálaðri vinnu­menningu í New York

„Stundum hef ég verið að vinna tíu daga í röð án þess að fatta það og þarf þá að anda í smá stund,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen. Hún hefur verið búsett í New York undanfarin ár og tekið þátt í ýmsum spennandi verkefnum á borð við hina virtu listahátíð Art Basel í Miami.

Menning
Fréttamynd

Ís­lenskur karlagönguhópur á Tenerife

Það er vinsælt hjá mörgum að tilheyra gönguhópi eða hlaupahópi en það er ekki bara á Íslandi því á Tenerife er hópur íslenskra karlmanna, sem eru með sinn eigin gönguhóp.

Lífið
Fréttamynd

Engar við­varanir gefnar út og óttast ekki vatns­skort

Íslendingur sem dvelur mikið á Tenerife hefur litlar áhyggjur af vatnsskorti en stjórnvöld á eyjunni hafa varað við neyðarástandi vegna þurrkatíðar. Hann segir engar viðvaranir hafa verið gefnar út til íbúa og óþarft að hafa áhyggjur.

Innlent