Viðreisn

Formlegar meirihlutaviðræður hefjast í Reykjavík í dag
Oddvitar flokkanna sem reyna að mynda meirihluta í Reykjavík koma saman til fyrsta formlega viðræðufundarins eftir hádegi. Reiknað er með að byrjað verði á að setja saman viðræðuáætlun. Síðasti fundur borgarráðs á kjörtímabilinu sem er að líða fór fram í morgun.

Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu
Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum.

Búið að mynda meirihluta í Mosfellsbæ
Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Mosfellsbæ.

Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík.

Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna.

Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG
Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast.

Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar.

Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni
Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar.

Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.

Gagnrýnir Samfylkingu fyrir að leita til hægri: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“
Oddviti Sósíalistaflokks Íslands er afar ósátt með bandalag það sem Samfylking hefur myndað með Pírötum og Viðreisn fyrir meirihlutaviðræður. Bandalagið útilokar algerlega alla meirihlutamyndun í borginni nema þessara flokka við Framsóknarflokkinn.

Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála.

Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík
Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða.

Þórdís Lóa segir línur fara að skýrast í Reykjavík
Oddviti Viðreisnar telur að hreyfing gæti komist á meirihlutaviðræður í Reykjavík á morgun og formlegar viðræður gætu hafist eftir helgi. Hún þakkar pent fyrir áskorun oddvita Flokks fólksins um að slíta bandalaginu við Samfylkingu og Pírata en segist vera í því bandalagi af fullri alvöru.

Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili.

„Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi“
Á morgun kemur líklega í ljós hvort formlegar meirihlutaviðræður geti hafist milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Tilkall Sjálfstæðismanna til bæjarstjórastólsins geti haft áhrif á viðræður.

Meirihlutarnir fimm sem eru í boði
Eftir yfirlýsingar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í myndun nýs meirihluta í borgarstjórn og útilokanir Pírata og Sósíalista á samstarfi við suma flokka koma aðeins fimm meirihlutamyndanir til greina í Reykjavík.

Vill ekki að fólk oftúlki orð sín – stefnan sé sett á samflot
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að ekki megi oftúlka orð hennar um að útiloka ekki neinn. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata hafi talað sig saman um að vera í samfloti í gegnum meirihlutaviðræður.

„Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman“
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag.

Aðeins einn raunhæfur möguleiki á þriggja flokka meirihluta í borginni
Möguleikar eru á myndun að minnsta kosti níu samsetningum að meirihlutum í borgarstjórn að loknum kosningunum í gær. Aðeins væri hægt að mynda tvo þriggja flokka meirihluta þótt annar þeirra verði að teljast ólíklegur.

Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta
Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast.