Umferðaröryggi

Fréttamynd

Eftir þrettán ára nám fékk Saga bíl­próf

Leikarinn og skemmtikrafturinn Saga Garðarsdóttir er nú handhafi ökuréttinda í fyrsta sinn á 38 aldursári. Fyrsta ökutímann satún 25 ára og í dag stóðst hún prófið undir handleiðslu sama manns.

Lífið
Fréttamynd

Hand­tekin fyrir ölvunar­akstur eftir grænt ljós frá löggunni

Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn. 

Innlent
Fréttamynd

Allir blása í Landeyjahöfn

Lögreglan á Suðurlandi fylgist með umferð í Landeyjahöfn en Þjóðhátíðargestir flykkjast nú í land. Enginn bílstjóri kemst af svæðinu án þess að vera athugaður af lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er hættu­leg helgi“

Stærsta ferðahelgi ársins, Verslunarmannahelgin, er að hefjast og umferðin á þjóðvegum landsins þegar farin að þyngjast. Forvarnasérfræðingur hvetur fólk til að vera varkárt og hafa hugann við aksturinn.

Innlent
Fréttamynd

Klár fyrir Verslunar­manna­helgina?

Verslunarmannahelgin er fjölmennasta ferðahátíð ársins á Íslandi. Þá leggja þúsundir landsmanna í hann, margir á leið á útihátíðir, í sumarhús eða til vina og vandamanna.

Skoðun
Fréttamynd

Engu mátti muna á að al­var­legur á­rekstur yrði á þjóð­veginum

Jepplingur tók fram úr öðrum bíl við Holtavörðuheiði um hádegisleytið í gær þar sem er óbrotin lína á veginum. Litlu munaði á að jepplingurinn endaði á bíl sem ók úr gagnstæðri átt. Rétt áður en bílarnir lentu saman tókst ökumanni jepplingsins að koma ökutæki sínu aftur á réttan vegarhelming.

Innlent
Fréttamynd

Vilja herða reglur um frá­gang rafhlaupahjóla í Reykja­vík

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur nú birt samráðsgátt uppfærslu á verklagsreglum fyrir rafhlaupahjólaleigur. Samráðið stendur til 15. ágúst og er óskað eftir athugasemdum frá almenningi og hagaðilum. Í umsögnum er að finna ákall um safnstæði, aukinn sýnileika hjólanna og að ekki megi leggja þeim á hjóla- og göngustíga.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á sjö ára barn í Borgar­túni

Bíl var ekið á sjö ára barn í Borgartúninu í Reykjavík um fjögurleytið í dag. Bíllinn mun hafa verið á litlum hraða, en barnið var flutt á sjúkrahús til skoðunar. Ekki er talið að meiðsli þess séu alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Rúm­lega 200 öku­menn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs

Átta ökumenn eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda, auk sektar, og 246 ökumenn til viðbótar von á sekt vegna hraðaksturs við framkvæmdasvæði hjá Kringlumýrarbraut á vegarkafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar á móts við Bólstaðarhlíð. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Halla for­seti blandar sér í götu­ljósaumræðuna

Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur blandað sér með óformlegum hætti í umræðuna um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Halla birti hringrásarfærslu á Instagram þar sem fylgjendur gátu greitt atkvæði með tjákni um það hversu hrifnir þeir væru af hjartanu.

Innlent
Fréttamynd

Standa saman gegn „ó­skiljan­legri“ ósk Vega­gerðarinnar

Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið.

Innlent