Vestmannaeyjar

Fréttamynd

Ætla að synda frá Elliðaey til Heima­eyjar

Félagarnir Pétur Eyjólfsson og Héðinn Karl Magnússon í Vestmannaeyjum ætla að synda saman  laugardaginn 5. júlí í sjónum frá Elliðaey og taka land við veitingastaðinn Tangann í Heimey, í Vestmannaeyjum. Sundið hefst kl 11:00 og mun væntanlega ljúka á milli 13:30 og 14:00.

Lífið
Fréttamynd

Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslu­stöðvarinnar vísað frá

Hæstiréttur kvað í dag upp dóma í málum Hugins og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum 2011 og 2018. Rétturinn taldi ekki unnt að miða að fullu við matsgerð í máli Hugins og dæmdi honum að álitum talsvert lægri bætur en Landsréttur hafði dæmt. Máli Vinnslustöðvarinnar var vísað frá vegna vanreifunar.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast tveggja milljarða króna vegna vatnsleiðslunnar

Vestmannaeyjabær hefur krafist tæpra tveggja milljarða króna í bætur af hálfu Vinnslustöðvarinnar, Huginn og VÍS. Þetta er fyrir það tjón sem skip þessara félaga, Huginn VE-55, olli á vatnsleiðslu í eigu bæjarins 17. nóvember 2023. Stefnan var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjóri Utah heim­sækir Eyjar: Mormónarnir vissu allt um sprönguna

Ríkisstjórinn í Utah og öldungadeildarþingmaður ríkisþingsins voru með í för þegar frítt föruneyti mormóna heimsótti Vestmannaeyjar um helgina. Þess var minnst að á fimmtíu ára tímabili fluttust um 400 Íslendingar til Utah vegna trúar sinnar og að af þessu fólki hafi 200 farið frá Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Biblíur og Kjarval sam­einast í Vest­manna­eyjum

Það var mikið um dýrðir i Vestmannaeyjum þegar biskup Íslands, kirkjumálaráðherra og menningarmálaráðherra mættu til að vera viðstödd opnun „Fágætissalar“ í Safnahúsi Eyjamanna en þar er að finna eitt glæsilegasta biblíusafn þjóðarinnar, meðal annars Guðbrandsbiblíu frá 1584.

Innlent
Fréttamynd

Eyjaherrar heiðruðu sjö­tugan Ás­geir í stjörnufans

Knattspyrnudeild ÍBV hélt herrakvöld í félagsheimili Víkings í Safamýri í Reykjavík á föstudagskvöld þar sem Ásgeir Sigurvinsson var sérstakur heiðursgestur. Var honum þakkað sérstaklega fyrir hans framlag til íslenskar knattspyrnu í tilefni þess að hann varð sjötugur þann 8. maí. Ásgeir er uppalinn í Eyjum.

Lífið
Fréttamynd

Skip­stjórinn svarar fyrir sig

Fyrrverandi skipstjóri á Huginn VE55 sem missti akkeri sem olli skemmdum á neysluvatnslögn í Vestmannaeyjum fyrir hálfu öðru ári segir mikil vonbrigði hvernig stjórnendur og eigendur Vinnslustöðvarinnar hafi komið fram eftir atvikið. Útgerðin sverti starfsmenn sína og dragi úr eigin ábyrgð á slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Slæmur frá­gangur akkerisins olli slysinu

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur ástæðu þess að akkeri Hugins VE festist í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar, með þeim afleiðingum að vatnslögn til Eyja fór í sundur, hafi verið að hvorki hafi verið gengið rétt né nægjanlega vel frá akkerisbúnaði skipsins.

Innlent
Fréttamynd

Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu

Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu fór til Gdansk í Póllandi með starfsmannafélagi Ísfélagsins, þar sem hann skemmti sér og var skemmtanastjóri í heljarinnar árshátíðarferð.

Lífið
Fréttamynd

Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyja­manna vill ekki sjá

Listamaðurinn Ólafur Elíasson fær hátt í 88,5 milljónir króna frá ríkinu og Vestmanneyjabæ fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey sem til stendur að reisa á Eldfelli. Þá er ótalinn kostnaður vegna gerðar göngustígs og annarra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru á svæðinu en áætlaður heildarkostnaður gæti numið allt að 220 milljónum. Ríflega sex hundruð manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem minnisvarðanum er mótmælt.

Innlent
Fréttamynd

Orku­öflun á eyja­klösum - Vest­manna­eyjar og Orkn­eyjar

Nýlega heimsótti ég Orkneyjar, norður af Skotlandi, til að skoða orkuinnviði og framleiðslu á orku í eyjasamfélagi í Norður-Atlantshafi. Með mér í för voru fulltrúar nokkurra af þeim stórnotendum raforku sem eru með starfsemi í Vestmannaeyjum sem og fulltrúar frá Umhverfis- og orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Skoðun
Fréttamynd

Tap á Vinnslu­stöðinni og fjár­festingar settar á ís

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var rekin með hálfs milljarðs króna tapi í fyrra. Félagið hefur aðeins einu sinni áður verið rekið með tapi síðasta aldarfjórðung. Félagið hefur slegið nauðsynlegum fjárfestingum í skipakosti þess á frest vegna áforma stjórnvalda um veiðigjöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opið bréf til fjár­málaráðherra, Daða Más Kristó­fers­sonar

Nýlega birtist í fréttum að Óbyggðanefnd hefði komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í 2. kafla Rekabálks Jónsbókar.

Skoðun
Fréttamynd

Beittu neyðarstöðvun til að forðast á­rekstur við Herjólf

Skipstjórnarmenn skemmtiferðaskipsins Seabourn Venture þurftu að beita neyðarstöðvun við útsiglingu frá Vestmannaeyjum í ágúst í fyrra þegar skipið mætti Herjólfi. Skipstjóri Herjólfs dró úr ferð og beygði inn í Klettsvík til að forðast árekstur. Þetta kemur fram í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa en atvikið átti sér stað þann 29. ágúst í fyrra.

Innlent