
Fimm skiptingar á lið leyfðar í hverjum leik í sumar
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur samþykkt tillögu dómaranefndar sambandsins um að lið geti gert fimm skiptingar í leik á Íslandsmótinu í sumar.
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur samþykkt tillögu dómaranefndar sambandsins um að lið geti gert fimm skiptingar í leik á Íslandsmótinu í sumar.
„Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr.
Guðjón Guðmundsson hitti Guðna Bergsson í Laugardalnum í dag og ræddi við formann Knattspyrnusambands Íslands um komandi ársþing sambandsins.
Drög að leikjadagskrá fyrir Íslandsmótið í fótbolta hafa nú verið birt. Keppni í úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildinni, hefst sumardaginn fyrsta eða 22. apríl og hefur leiktíðin aldrei hafist svo snemma.
Lettneskar landsliðskonur munu setja sterkan svip á lið ÍBV á komandi leiktíð í knattspyrnu en félagið hefur nú samið við tvo leikmenn sem koma frá lettnesku meisturunum í Riga FS.
Selfoss hefur fengið þýskan markvörð til liðs við sig fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Anke Preuss mun spila með liðinu í sumar en hún hefur meðal annars spilað með Liverpool á ferli sínum.
Selfoss hefur styrkt sig enn frekar fyrir komandi átök í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu næsta sumar. Í dag var staðfest að félagið hefði samið við Evu Núru Abrahamsdóttur um að leika með liðinu næsta sumar.
„Það leggst bara rosalega vel í mig, þetta er virkilega spennandi verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu í viðtali við Vísi í gær.
Valur er Reykjavíkurmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Fylki í úrslitaleiknum. Leikið var á Origo vellinum að Hlíðarenda í kvöld.
Jana Sól Valdimarsdóttir hefur ákveðið að yfirgefa uppeldisfélag sitt í Garðabænum og er búin að semja við Val.
Stofnun U21 eða U23 landsliðs kvenna, áskorun á knattspyrnufélög um kynjakvóta í stjórnum, og hvatning til styrktaraðila um aukinn hlut til knattspyrnu kvenna. Þetta eru þrjár af mörgum tillögum sem starfshópur á vegum KSÍ leggur til í skýrslu um heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna.
Þrátt fyrir að vera búnir að missa þjálfarann sinn og nokkra lykilmenn er engan bilbug á Íslandsmeisturum Blika að finna. Þeir stefna á að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum.
Framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, segir að Blikar sjái á eftir Þorsteini Halldórssyni en samgleðjist honum jafnframt að vera orðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Eysteini segir að Þorsteinn sé afar fær í sínu starfi.
Þróttur R. hefur tryggt sér góðan liðsstyrk frá Bandaríkjunum en félagið hefur samið við miðjumanninn Katie Cousins og framherjann Shaelan Murison.