Þróttur vann 1-2 útisigur í Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, sagði að sigurinn í kvöld væri fyrir Írisi Dögg Gunnarsdóttur, markvörð Þróttar, og fjölskyldu hennar en afi Írisar var borin til grafar fyrr í dag.
Þróttur sótti stigin þrjú í Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld með dramatískum 1-2 sigri þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu leiksins. Með sigrinum fer Þróttur á topp deildarinnar.
Stjörnukonur urðu fyrsta lið Bestu deildar kvenna í fótbolta til að vinna Selfoss er liðin mættust í Garðabænum í kvöld. Lokatölur 3-1 heimaliðinu í vil sem er nú komið upp í 4. sæti deildarinnar með aðeins stigi minna en Selfyssingar.
Dómgæslan á leik Aftureldingar og Stjörnunnar var til umræðu í Bestu mörkunum en þjálfari Aftureldingar var afar ósáttur með dómarann eftir 3-1 tap sinna kvenna.
Margrét Lára Viðarsdóttir segir sitt gamla lið ÍBV hafa sýnt mikið meiri stöðugleika í upphafi leiktíðar heldur en síðustu ár. Eyjakonur unnu frækinn 1-0 sigur gegn Breiðabliki í Kópavogi í gær eftir að hafa skíttapað þar 7-2, 8-0 og 9-2 síðustu þrjú ár.
Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6.
Keflvíkingar verða án Arndísar Snjólaugar Ingvarsdóttur það sem eftir er af tímabili í Bestu-deild kvenna í fótbolta. Arndís á von á barni og leikur því ekki meira með liðinu á tímabilinu.
Selfoss og Keflavík gerðu í kvöld markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur var ánægður með frammistöðu síns liðs, en hafði þó ýmislegt að segja um dómgæsluna.
Munurinn á Val og KR var sjáanlegur á löngum köflum í dag þegar fyrrnefnda liðið gjörsigraði gesti sína í 5. umferð Bestu deildar kvenna. Sóknarþunginn kom í bylgjum og 10 mörk litu dagsins ljós í heild sína en níu þeirra voru Valsmegin.