Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálf­sögð markaðs­setning?

Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson furðar sig á nýjum Línu Langsokks-frostpinnum og spyr hvort það sé hlutverk Þjóðleikhússins að „markaðssetja sykurdrullu“. Þjóðleikhússtjóri segir ísinn hluta af almennu kynningarstarfi sem hafi viðgengist um árabil hjá íslenskum leikhúsum. Hann segir þó sjálfsagt að endurskoða slíkt fyrirkomulag.

Menning
Fréttamynd

Furðu­leg forréttinda­blinda

Ég var með talsverðar væntingar þegar ég kom í Þjóðleikhúsið á föstudaginn á frumsýninguna á Íbúð 10B. Baltasar Kormákur snýr aftur í leikhúsið, Ólafur Jóhann með nýtt verk, stórleikarar Vesturports á sviðinu – hér er öllu tjaldað til. Niðurstaðan er hins vegar hálfgerð vonbrigði; leikrit sem er ófrumlegt og sýning sem veit ekki í hvaða átt hún ætlar að fara eða hvaða boðskap hún stendur fyrir.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook

Hugleiki Dagssyni hefur verið hent út af Meta-aðgöngum sínum fyrir að brjóta reglur miðlanna. Hann veit ekki um hvaða mynd sé að ræða en spýtukallanekt viðrist fara fyrir brjóstið á algóritma Meta.

Lífið
Fréttamynd

Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár

Dýri Kristjánsson er nú hættur að leika íþróttaálfinn tuttugu árum eftir hans fyrstu kynni við hann. Dýri tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar þakkar hann Magnúsi Scheving fyrir tækifærið, vinnuveitendum sínum fyrir skilning og fjölskyldunni. Hann segir það hafa verið einstakt tækifæri að leika Íþróttaálfinn en það sé tími til að láta staðar numið.

Lífið
Fréttamynd

Fjórir á lista Páls hættir við

Fjórir af þeim sex sem prýddu framboðslista Páls Baldvins Baldvinssonar til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur eru hættir við framboðið. Þrír þeirra staðfestu aldrei framboð sitt.

Lífið
Fréttamynd

Mikil og góð stemning á upp­skeru­há­tíð Skaftárhrepps

Íbúar í Skaftárhreppi og gestir þeirra ætla að njóta helgarinnar með uppskeru og þakkarhátíð þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Í dag er til dæmis opið hús á nokkrum stöðum og barnaskemmtun í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri.

Lífið
Fréttamynd

Cillian mærir Kiljan

Írski stórleikarinn Cillian Murphy fær ekki nóg af Sjálfstæðu fólki eftir Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness og lýsir skáldsögunni sem meistaraverki.

Lífið
Fréttamynd

Katrín Odds og Þor­gerður ást­fangnar á frum­sýningu

Það var líf og fjör á skemmtistaðnum Nínu við Hverfisgötu á miðvikudagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Álfgrímur Aðalsteinsson hélt frumsýningarpartý í tilefni af útgáfu fyrsta tónlistarmyndbands síns, við lagið „Hjartað slær eitt“.

Tónlist
Fréttamynd

Páll Bald­vin fer fram gegn til­lögu kjörnefndar

Páll Baldvin Baldvinsson býður sig fram til formanns stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Kjörnefnd félagsins hefur þegar lagt fram tillögu að lista með Magnús Ragnarsson sem formannsefni. Því stefnir í kosningabaráttu um stjórnina.

Menning
Fréttamynd

Odd­ný Sv. Björg­vins­dóttir er látin

Oddný Sv. Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri, ritstjóri, blaðamaður, rithöfundur og ljóðskáld lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 15. október síðastliðinn, áttatíu og fimm ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Ný heimildar­mynd af­hjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrir­slátt MAST

Kvikmyndagerðarkonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir undrast aðgerðaleysi stjórnvalda vegna flúormengunar í Hvalfirði sem bitnað hafi illa á fólki, búfénaði og lífríki við fjörðinn. Aðgerðaleysið hafi viðgengist um árabil og mikið hafi mætt á hrossabónda sem er viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar um málið. Illa hafi verið vegið að æru bóndans með því að hundsa ítrekaðar ábendingar um veikindi í hestum sem talið er að rekja megi til mengunar.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum orð­laus yfir hæfi­leikunum“

Gríðarlegur áhugi var á leikprufum fyrir fjölskyldusöngleikinn Galdrakarlinn í Oz en um 900 leikglöð börn á aldrinum 8–12 ára mættu og sýndu hæfileika sína á sviðinu. Aðeins þrettán börn voru valin í leikhópinn sem mun stíga á Stóra svið Borgarleikhússins í janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu.

Lífið
Fréttamynd

„Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðar­lega særandi

Poppstjarnan Britney Spears segir „stöðugar gaslýsingar“ Kevins Federline, fyrrverandi eiginmanns hennar, vera „gríðarlega særandi og slítandi“. Sambönd við táningsdrengi séu flókin en hún hefði alltaf þráð að hafa syni sína tvo í lífi sínu.

Lífið
Fréttamynd

Slappur smassborgari

Óskarsverðlaunabeita Benny Safdie og Dwayne Johnson forðast hefðbundna byggingu ævisögumynda og beitir markvisst heimildarmyndarstíl. Kvikmyndin heldur sig þó á yfirborðinu og kemst aldrei að kjarnanum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Þúsundir fögnuðu Steinu og sögu­legu sam­starfi

Á annað þúsund manns fögnuðu á opnun yfirlitssýningarinnar „Steina: Tímaflakk“ á dögunum í Listasafni Íslands og á Listasafni Reykjavíkur. Sýningin tekur fyrir allan feril Steinu Vasulka sem er frumkvöðull í stafrænni miðlun í íslenskri myndlist.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey og brúin milli kyn­slóðanna

Ekki þarf að hlusta lengi á Laufey Lín til að átta sig á því að tónlist hennar á rætur í fortíðinni. Því tímabili í sögunni þar sem bandarísk tónskáld og textahöfundar áttu sviðið, sömdu revíur og söngleiki fyrir alþýðuna, áður en sjónvarp kom til sögunnar. Listamenn eins og Cole Porter, George Gershwin, Irving Berlin, Jerome Kern, Richard Rodgers og nokkrir aðrir. Margir hafa reynt að endurskapa ljóðræna fegurð þessa tíma en fáum hefur tekist að blása nýju lífi í hana. Í því felst einstakt afrek Laufeyjar, hún endurvekur ekki aðeins hljóm millistríðsáranna heldur semur ný lög sem eru í senn sígild og nútímaleg.

Skoðun