Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Birta hetja Genoa í frum­rauninni

Besti leikmaður Bestu deildar kvenna á síðasta tímabili, Birta Georgsdóttir, fer heldur betur vel af stað með Genoa. Hún skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Draumabyrjun hjá Carrick

Michael Carrick fékk sannkallaða draumabyrjun sem þjálfari Manchester United en liðið lagði Manchester City að velli, 2-0, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Bryan Mbeumo og Patrick Dorgu skoruðu mörkin í seinni hálfleik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Breytingar hjá Breiðabliki

Atvinnumaðurinn fyrrverandi Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Hann tekur við starfinu nú þegar Alfreð Finnbogason, sem var titlaður tæknilegur ráðgjafi hjá Breiðabliki, er orðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Rosenborg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Albert fær liðsfélaga frá Leeds

Albert Guðmundsson er að fá nýjan liðsfélaga hjá ítalska knattspyrnufélaginu Fiorentina en það er enski kantmaðurinn Jack Harrison sem kemur að láni frá Leeds.

Fótbolti
Fréttamynd

„Á eftir bolta kemur barn“

Landsliðsgoðsögnin Fanndís Friðriksdóttir lagði knattspyrnuskóna á hilluna eftir síðasta tímabil og nú hefur hún opinberað að hún og Eyjólfur Héðinsson eigi von á barni.

Íslenski boltinn