Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Ítalska úrvalsdeildin hefur hætt við að halda leik milli AC Milan og Como í Ástralíu á næsta ári en óvíst er hvar leikurinn mun fara fram. Fótbolti 23.12.2025 12:48
Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar gekkst undir skurðaðgerð í enn eitt skipti og lofar að verða í góðu standi þegar heimsmeistaramótið hefst næsta sumar. Fótbolti 23.12.2025 12:02
Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Raul Jiménez skoraði úr vítaspyrnu í gærkvöldi og jafnaði þar með met Yaya Touré, bestu vítaskyttu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 23.12.2025 11:02
Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Fulham vann sinn annan sigur í röð í kvöld þegar liðið hafði betur gegn Nottingham Forest, 1-0, í lokaleik 17. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Enski boltinn 22. desember 2025 21:59
Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Búast má við því að sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak, dýrasti leikmaður í sögu enska boltans, verði ekki með Liverpool næstu mánuðina eftir að hann fótbrotnaði í sigrinum gegn Tottenham á laugardaginn. Enski boltinn 22. desember 2025 21:19
Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Brasilíumaðurinn David Neres sá til þess að Ítalíumeistarar Napoli færu með sigur af hólmi í ítalska ofurbikarnum í fótbolta í kvöld, með 2-0 sigri gegn Bologna í úrslitaleik. Fótbolti 22. desember 2025 21:07
Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Aron Einar Gunnarsson átti stóran þátt í dísætum 1-0 sigri katarska liðsins Al Gharafa gegn Al Wahda, frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í Meistaradeild Asíu í fótbolta í dag. Fótbolti 22. desember 2025 20:55
Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Leicester-framherjinn Patson Daka reyndist hetja Sambíu á Afríkumótinu í fótbolta í dag en fagnið hans vakti ekki síður athygli. Fótbolti 22. desember 2025 19:01
Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís Perla Viggósdóttir gat ekki spilað með Bayern München í 3-0 sigrinum gegn Leverkusen í dag, í þýsku 1. deildinni í fótbolta, og missti því af síðustu þremur leikjunum fyrir eins mánaðar frí sem nú tekur við. Fótbolti 22. desember 2025 18:56
Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Landsliðsfyrirliðarnir Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson urðu fyrir valinu sem knattspyrnufólk ársins 2025, hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Fótbolti 22. desember 2025 17:33
Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Dani Alves, einn sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar, er að festa kaup á liði í þriðju efstu deild Portúgals þar sem hann mun einnig skrifa undir sem leikmaður og snúa aftur á völlinn eftir nokkurra ára fjarveru. Fótbolti 22. desember 2025 17:02
Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Steven Gerrard, goðsögn hjá Liverpool á Englandi, segist enn dreyma um að stýra liðinu sem knattspyrnustjóri einn daginn. Hann vonast til að Arne Slot, þjálfari liðsins, snúi gengi þess við. Enski boltinn 22. desember 2025 16:45
Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Kylian Mbappé skráði nafn sitt enn á ný í metabækurnar á laugardaginn þegar hann jafnaði met Cristiano Ronaldos yfir flest mörk skoruð fyrir Real Madrid á einu almanaksári. Fótbolti 22. desember 2025 15:31
„Allir virðast elska hann“ Wayne Rooney, fyrrverandi stjörnuframherji enska landsliðsins, hefur mikið álit á Declan Rice hjá Arsenal og sér hann fyrir sér í mikilvægu hlutverki hjá enska landsliðinu í framtíðinni. Enski boltinn 22. desember 2025 15:02
Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Knattspyrnusamband Íslands taldi ástæðu fyrir því að útskýra betur starfsmannahald sambandsins í frétt á heimasíðu þess. Þar kemur í ljós að Ísland er nálægt botninum þegar kemur að evrópsku knattspyrnusamböndunum. Íslenski boltinn 22. desember 2025 13:32
Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Knattspyrnumaðurinn Luka Vuskovic er ekki gamall en hann vissi upp á hár hvernig ætti að bregðast við í lífshættulegum aðstæðum í leik í þýsku deildinni um helgina. Fyrir vikið var hann hetja dagsins og helgarinnar í þýska boltanum. Fótbolti 22. desember 2025 13:01
„Þetta mun ekki buga okkur“ Ruben Amorim, stjóri Manchester United, sagðist búast við því að Bruno Fernandes yrði frá í dágóðan tíma eftir að hafa meiðst í 2-1 tapi Manchester United gegn Aston Villa í gær. Enski boltinn 22. desember 2025 12:31
Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er á leið til Barcelona til að eyða jólunum með fjölskyldu sinni en leikmenn hans verða samt að passa sig við matarborðið yfir jólin. Enski boltinn 22. desember 2025 12:00
„Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Það styttist í það að leikmannaglugginn opni á ný í byrjun næsta mánaðar og Sunnudagsmessan var með augun á hvaða leikmenn gætu komist í eitt af bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í janúarglugganum. Enski boltinn 22. desember 2025 10:00
Freyr himinlifandi með íslensku strákana Freyr Alexandersson, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann, hrósar Íslendingunum tveimur sem hann sótti til liðsins í hástert. Það segi allt um hugarfar þeirra hvers fljótt þeim tókst að aðlagast Brann og Bergen og að láta til sín taka í Noregi. Fótbolti 22. desember 2025 09:32
Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði frábært mark í langþráðum sigri Fiorentina í ítölsku Seriu A-deildinni í gær. Fótbolti 22. desember 2025 09:02
Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Þau stóru tíðindi bárust úr herbúðum KR í gær að þaulreyndi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason væri orðinn leikmaður liðsins. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, gleðst yfir því að fá svo stóran prófíl inn í leikmannahóp sinn. Arnór muni koma með gæði að borðinu innan vallar hjá KR en Óskar er ekki síður spenntur fyrir því sem hann getur gert fyrir félagið utan vallar. Íslenski boltinn 22. desember 2025 08:00
Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Heimamenn í Marokkó opnuðu Afríkumótið í fótbolta með sigri í gær og stórkostlegri hjólhestaspyrnu sem gerði allt vitlaust á vellinum. Fótbolti 22. desember 2025 07:15
Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Morgan Rogers skoraði bæði mörk Aston Villa er liðið vann sinn sjöunda sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni. Liðið tók á móti Manchester United á Villa Park í leik sem lauk með 2-1 sigri heimamanna. Enski boltinn 22. desember 2025 07:01