Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Orri Steinn fær portúgalska sam­keppni

Real Sociedad er að ganga frá kaupum á portúgalska framherjanum Goncalo Guedes frá enska úrvalsdeildarliðinu Wolves. Íslenski landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson fær því enn frekari samkeppni um framherjastöðuna hjá spænska félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Breiða­blik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst

Dregið var í umspil Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í dag. Breiðablik fer til Sviss eða Hollands ef liðið vinnur næsta einvígi en Moldóvu eða San Marínó ef tap verður niðurstaðan. Víkingur fer til Frakklands ef liðið vinnur sitt einvígi en dettur úr leik ef tap verður niðurstaðan.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga

Cristiano Ronaldo vill gera Al-Nassr að sádiarabískum meisturum og hefur mikið að segja um leikmannakaup liðsins. Hann hefur nú þegar fengið samlanda sinn Joao Felix til félagsins og vill nú gera Mason Greenwood aftur að liðsfélaga sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Gott silfur gulli betra en hvað nú?

Eftir þrjú silfurverðlaun í röð getur Arsenal loks staðið uppi sem Englandsmeistari? Mikel Arteta, þjálfari, getur allavega ekki beðið um mikið meiri tíma enda stýrt liðinu síðan 2019.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það

Rami Kaib, leikmaður Halmstad, nældi sér í tvö gul spjöld og þar með rautt þegar lið hans gerði 1-1 jafntefli við Djurgården í efstu deild sænska fótboltans. Síðara gula fékk Kaib fyrir að keyra inn í Mikael Neville Anderson. Var hann einkar ósáttur með spjaldið og lét dómara leiksins heyra það eftir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Hato mættur á Brúnna

Chelsea hefur keypt hinn 19 ára gamla Jorrel Hato frá Ajax. Hann kostar tæplega sex milljarða króna og skrifar undir sjö ára samning í Lundúnum.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Dómur af himnum ofan“

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var öllu rólegri en von var á þegar hann kom í viðtal eftir jafntefli Breiðabliks og KA í dag. Leikurinn endaði 1-1 og var mark dæmt af Breiðablik í blálokin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“

„Ég held þeir hafi fengið eitt færi í fyrri hálfleik og þeir skora úr því,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli hans manna við Víking í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.

Íslenski boltinn