Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Kári Gautason er genginn til liðs við Lengjudeildarlið HK sem er í baráttu um sæti í Bestu deildinni að ári. Kári kemur frá uppeldisfélagi sínu KA sem er í fallbaráttu í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 4.8.2025 22:15
Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool og spænska efstu deildarliðið Athletic Club léku tvo æfingaleiki í dag. Báðir fóru fram á Anfield og vann Liverpool báða þeirra. Enski boltinn 4.8.2025 21:32
„Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Fyrstu viðbrögð Matthíasar Guðmundssonar þjálfara Vals eftir tapið gegn meisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta voru einfaldlega að betra liðið vann. Íslenski boltinn 4.8.2025 20:49
Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Real Sociedad er að ganga frá kaupum á portúgalska framherjanum Goncalo Guedes frá enska úrvalsdeildarliðinu Wolves. Íslenski landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson fær því enn frekari samkeppni um framherjastöðuna hjá spænska félaginu. Fótbolti 4. ágúst 2025 15:44
Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Dregið var í umspil Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í dag. Breiðablik fer til Sviss eða Hollands ef liðið vinnur næsta einvígi en Moldóvu eða San Marínó ef tap verður niðurstaðan. Víkingur fer til Frakklands ef liðið vinnur sitt einvígi en dettur úr leik ef tap verður niðurstaðan. Fótbolti 4. ágúst 2025 14:08
Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Marcus Rashford skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona, fimmta markið í 5-0 sigri gegn Daegu FC. Fótbolti 4. ágúst 2025 13:24
Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Breiðablik og KA gerðu 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli í gær. Breiðablik skoraði úr vítaspyrnu eftir umdeildan dóm, Viktor Örn Margeirsson hélt svo að hann hefði sett sigurmarkið en það var dæmt af og Blikar brjáluðust. Mörkin, löglegu og ólöglegu, má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 4. ágúst 2025 13:10
Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sigurður Bjartur Hallsson skoraði tvö mörk fyrir FH en Víkingur svaraði jafnóðum og 2-2 jafntefli varð niðurstaðan í Kaplakrika í gær. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 4. ágúst 2025 12:20
Barist um undirskrift Nunez Sádiarabíska félagið Al-Hilal og ítalska stórliðið AC Milan vilja bæði festa kaup á Darwin Nunez, framherja Liverpool. Enski boltinn 4. ágúst 2025 11:50
Tómas Bent seldur til Skotlands Skoska úrvalsdeildarfélagið Hearts hefur gengið frá samkomulagi við Val um kaup á miðjumanninum Tómasi Bent Magnússyni. Íslenski boltinn 4. ágúst 2025 11:08
Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Cristiano Ronaldo vill gera Al-Nassr að sádiarabískum meisturum og hefur mikið að segja um leikmannakaup liðsins. Hann hefur nú þegar fengið samlanda sinn Joao Felix til félagsins og vill nú gera Mason Greenwood aftur að liðsfélaga sínum. Fótbolti 4. ágúst 2025 10:29
„Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segir augljóst að liðið þurfti að styrkja sig meira fyrir lok félagaskiptagluggans. Enski boltinn 4. ágúst 2025 09:27
Gott silfur gulli betra en hvað nú? Eftir þrjú silfurverðlaun í röð getur Arsenal loks staðið uppi sem Englandsmeistari? Mikel Arteta, þjálfari, getur allavega ekki beðið um mikið meiri tíma enda stýrt liðinu síðan 2019. Enski boltinn 4. ágúst 2025 08:02
Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Rami Kaib, leikmaður Halmstad, nældi sér í tvö gul spjöld og þar með rautt þegar lið hans gerði 1-1 jafntefli við Djurgården í efstu deild sænska fótboltans. Síðara gula fékk Kaib fyrir að keyra inn í Mikael Neville Anderson. Var hann einkar ósáttur með spjaldið og lét dómara leiksins heyra það eftir leik. Fótbolti 4. ágúst 2025 07:02
Hato mættur á Brúnna Chelsea hefur keypt hinn 19 ára gamla Jorrel Hato frá Ajax. Hann kostar tæplega sex milljarða króna og skrifar undir sjö ára samning í Lundúnum. Enski boltinn 3. ágúst 2025 23:17
Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Starf Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Beşiktaş í efstu deild tyrkneska fótboltans, er ekki í hættu. Félagið sjálft hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis. Fótbolti 3. ágúst 2025 22:32
Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Miðjumaðurinn Thomas Partey hefur náð samkomulagi við Villareal í efstu deild spænska fótboltans. Það virðist skipta Villareal litlu máli að leikmaðurinn hafi verið ákærður af lögregluyfirvöldum í Bretlandi fyrir nauðgun. Fótbolti 3. ágúst 2025 21:46
Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Miðjumaðurinn João Palhinha er mættur til Tottenham Hotspur á láni eftir stutt stopp í Þýskalandi. Portúgalinn þekkir vel til í Lundúnum þar sem hann lék með Fulham áður en hann fór til Bayern. Enski boltinn 3. ágúst 2025 21:17
Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Ruben Amorim, hinn fertugi þjálfari Manchester United, hefur sagt að hann vilji vera hjá félaginu næstu 20 árin. Hann veit jafnframt að liðið þarf að byrja tímabilið vel ef ekki á illa að fara. Enski boltinn 3. ágúst 2025 20:32
Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Ég er fyrst og fremst svekktur. Mér fannst þetta vera okkar leikur til að tapa. Þeir voru dauðþreyttir og nýbúnir að spila 120 mínútur fyrir þremur dögum. Ég er bara svekktur,“ segir Sigurður Bjartur Hallsson, framherji FH, sem skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli við Víking í Bestu deild karla í dag. Íslenski boltinn 3. ágúst 2025 20:07
„Dómur af himnum ofan“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var öllu rólegri en von var á þegar hann kom í viðtal eftir jafntefli Breiðabliks og KA í dag. Leikurinn endaði 1-1 og var mark dæmt af Breiðablik í blálokin. Íslenski boltinn 3. ágúst 2025 19:57
Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Þetta er svekkjandi niðurstaða,“ segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir 2-2 jafntefli hans manna við FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. Víkingur hefur leikið fjóra leiki í röð án sigurs í deildinni. Íslenski boltinn 3. ágúst 2025 19:54
„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Ég held þeir hafi fengið eitt færi í fyrri hálfleik og þeir skora úr því,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli hans manna við Víking í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. Íslenski boltinn 3. ágúst 2025 19:47
„Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Mikal Breki Þórðarson skoraði mark KA þegar liðið gerði jafntefli við Breiðablik á útivelli í 17. umferð Bestu deildar karla í dag. Leikurinn endaði 1-1 og geta Akureyringar talið þetta gott stig á útivelli í baráttunni sem er framundan. Íslenski boltinn 3. ágúst 2025 18:56
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn