Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Var frústreraður vegna lands­liðsins

Dagur Dan Þórhallsson segist hafa viljað fleiri tækifæri með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta á undanförnum árum þegar sem best gekk hjá honum vestanhafs. Hann segist hins vegar ekki endilega hafa átt skilið sæti í ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Viður­kenna að VAR hafi bilað

Leikmenn og þjálfarar Benín voru æfir eftir að hafa verið neitað um vítaspyrnu í 1-0 tapi fyrir Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í D-riðli Afríkumótsins í gær. VAR-búnaður á vellinum bilaði svo dómari leiksins gat ekki endurskoðað atvikið.

Fótbolti
Fréttamynd

Úr Bestu heim í Hauka

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson mun ekki spila með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta komandi sumar og er snúinn á heimaslóðir með Haukum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arsenal í undanúr­slit eftir vító

Arsenal vann afar torsóttan en sanngjarnan sigur á Crystal Palace í vítaspyrnukeppni, eftir 1-1 jafntefli, í lokaleik 8-liða úrslita enska deildabikarsins í fótbolta í kvöld. Arsenal mætir því Chelsea í undanúrslitum keppninnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fullkrug leysir Origi af í Mílanó

Þýski framherjinn Nicklas Fullkrug er á förum frá West Ham til AC Milan að láni en belgíski framherjinn Divock Origi mun yfirgefa höfuðborg Ítalíu í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Kongóliðar byrja á sigri

Lýðveldið Kongó hefur Afríkukeppnina á sigri. Liðið vann 1-0 sigur á Benín í D-riðli mótsins í Rabat í Marokkó í dag.

Fótbolti