

Enski boltinn
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Leikirnir

Maddison tryggði langþráðan heimasigur
Tottenham Hotspur vann Manchester United 1-0 í uppgjöri tveggja liða sem ætluðu sér mikið í upphafi tímabils en hafa lítið sem ekkert getað til þessa í ensku úrvalsdeildinni.

Diaz kom Liverpool í toppmál
Liverpool náði sjö stiga forskoti á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag, með 2-1 sigri gegn Wolves.

Armstrong til Man United frá PSG
Marc Armstrong mun á næstu vikum ganga til liðs við Manchester United sem viðskiptafulltrúi enska knattspyrnufélagsins. Hann kemur frá París Saint-Germain þar sem hann var í svipuðu hlutverki.

Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva
Enska knattspyrnufélagið Leeds United ætlar sér að banna það stuðningsfólk sem syngur lag um Manor Solomon, ísraelskan leikmann liðsins. Segja má að lagið sé and-palestínskt.

Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi
Ruud van Nistelrooy, þjálfari Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, og Martin Keown, sparkspekingur, elduðu á sínum tíma grátt silfur saman er þeir léku með Manchester United og Arsenal. Þeim kom þó vel saman þegar þeir hittust fyrir leik Leicester og Arsenal.

„Mundum hverjir við erum“
Pep Guardiola sagði sína menn í Manchester City hafa munað hverjir þeir væru í dag þegar Newcastle United kom í heimsókn. Lærisveinar Pep eru margfaldir Englandsmeistarar en það hefur ekki sést á frammistöðu liðsins til þessa á leiktíðinni.

Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram
Það virðist hafa verið algjört heillaskref fyrir Everton að ráða David Moyes sem stjóra félagsins á nýjan leik. Liðið vann góðan 2-1 útisigur á Crystal Palace og hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Amad líklega frá út tímabilið
Amad Diallo verður líklega ekki meira með enska knattspyrnufélaginu Manchester United á þessari leiktíð vegna meiðsla á ökkla. Þá verður Kobbie Mainoo frá næstu vikurnar ásamt því að Manuel Ugarte og Toby Collyer missa af leiknum gegn Tottenham Hotspur á sunnudag.

Marmoush með þrennu í sigri Man City
Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 4-0 sigur á Newcastle United í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu þökk sé þrennu Omar Marmoush. Önnur úrslit dagsins má finna hér að neðan.

Merino sá um að setja pressu á Liverpool
Spánverjinn Mikel Merino sá til þess að Arsenal fengi öll þrjú stigin með 2-0 sigri gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann skoraði bæði mörkin á lokakaflanum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum
Brighton vann í kvöld sinn annan sigur á Chelsea á aðeins sex dögum þegar liðið vann 3-0 heimasigur í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

David Moyes finnur til með Arne Slot
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, vorkennir kollega sínum Arne Slot hjá Liverpool eftir að sá hollenski fékk að líta rauða spjaldið í lok borgarslags Everton og Liverpool á miðvikudagskvöldið.

Orðinn mjög þreyttur á flakkinu
Guðlaugur Victor Pálsson kann vel við sig í sjávarbænum Plymouth á suðvesturhorni Englands. Hann er ekki farinn að huga mikið að næstu skrefum en er ekki á heimleið í bráð.

Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“
Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að þó að þeir Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, glími við svipuð vandamál þá sé pressan umtalsvert meiri hjá United.

Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann
Öfugt við það sem fullyrt var á vef ensku úrvalsdeildarinnar í gær þá er ekki ljóst hvort og þá hve langt leikbann Arne Slot, stjóri Liverpool, fær eftir rauða spjaldið sem hann fékk að loknum grannaslagnum við Everton á miðvikudagskvöld.

Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits
Enska knattspyrnusambandið ætla að prófa hálfsjálfvirka rangstöðutækni í leikjum sextán liða úrslitum enska bikarsins.

Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna
Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum og sögulegum nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöldið.

Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot
Arne Slot fékk rauða spjaldið eftir leik Everton og Liverpool á miðvikudagskvöldið. Á því er enginn vafi það er hins vegar ekki ljóst hver refsingin verður.

Arsenal staðfestir slæm tíðindi
Kai Havertz, sóknarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal þarf að gangast undir skurðaðgerð vegna meiðsli sem hann varð fyrir í æfingaferð með liðinu í Dúbaí á dögunum. Hann verður frá út yfirstandandi tímabil.

Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fær ekki að stýra liðinu frá hliðarlínunni í næstu tveimur leikjum, eftir rauða spjaldið sem hann fékk eftir grannaslaginn við Everton í gærkvöld.

Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar
Veðmálafyrirtækið Stake, sem auglýsir framan á treyjum Everton í ensku úrvalsdeildinni, hefur misst starfsleyfi á Bretlandi vegna umdeildrar klámauglýsingar. Yfirvöld hafa hótað sektum og jafnvel fangelsisdómum vegna málsins.

Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar
Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Blackburn lýsa yfir vonbrigðum með þá ákvörðun knattspyrnustjórans John Eustace að yfirgefa félagið. Hann tók tilboði Derby sem er sextán sætum neðar en Blackburn í ensku B-deildinni.

David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur gert flotta hluti með liðið síðan hann tók við og í kvöld tóku Everton menn stig af toppliði Liverpool eftir mikla dramatík í lokin.

Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var að sjálfsögðu mjög svekktur með að Liverpool liðið missti frá sér sigurinn í uppbótatíma í 2-2 jafntefli á móti nágrönnum sínum í Everton.

Guðlaugur Victor lagði upp mark
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Plymouth Argyle unnu stórsigur í ensku b-deildinni í kvöld.

Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli
Liverpool var hársbreidd frá því að ná níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en nágrannar þeirra í Everton skoruðu jöfnunarmarkið í leiknum þegar átta mínútur voru komnar fram í uppbótartíma.

Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum
Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur hjá Sky Sports segir að fari svo að Liverpool vinni útisigur á grönnum sínum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld muni það svo gott sem slökkva í titilvonum Arsenal.

Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn
Þjóðverjinn Kai Havertz varð fyrir óhappi í æfingaferð Arsenal í Dubai í vikunni og verður frá út tímabilið. Fáir kostir eru í boði framarlega á vellinum fyrir knattspyrnustjórann Mikel Arteta í ljósi meiðslanna.

Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park
Grannaslagur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld verður sá síðasti milli liðanna tveggja á Goodison Park, heimavelli fyrrnefnda liðsins, sem flytur sig um set í sumar. Búist er við sérstakri stemningu vegna þessa.

Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni
Enska úrvalsdeildarfélagið Nottingham Forest lenti í miklum vandræðum í kvöld með C-deildarlið Exeter City í lokaleik 32 liða úrslita ensku bikarkeppninnar.