Sögu­legt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með al­gjöru klúðri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland fagnar með Phil Foden í sigri Manchester City á Craven Cottage í kvöld.
Erling Haaland fagnar með Phil Foden í sigri Manchester City á Craven Cottage í kvöld. Getty/Shaun Brooks

Erling Haaland setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði sitt hundraðasta deildarmark í sigri Manchester City í níu marka leik á Craven Cottage í London í kvöld.

Manchester City vann 5-4 sigur á heimamönnum í Fulham og minnkaði forskot Arsenal á toppnum í tvö stig. City komst í 5-1 í leiknum en fékk síðan á sig þrjú mörk í röð í seinni hálfleik þar sem Fulham var næstum því búið að vinna upp fjögurra marka forskot City-liðsins.

Phil Foden skoraði tvö mörk fyrir City í kvöld og Haaland var með eitt mark og tvær stoðsendingar.

Mark Haaland kom í leik númer 111 en hann bætti þar með met Alan Shearer sem skoraði fyrstu hundrað mörk sín í 124 leikjum. Haaland var búinn að vera fastur í 99 mörkum í nokkrum leikjum en nú kom það.

Haaland klúðraði algjöru dauðafæri áður en hann kom City í 1-0 á 17. mínútu með þrumuskoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá Jérémy Doku.

Haaland lagði síðan upp annað markið fyrir Tijjani Reijnders tuttugu mínútum síðar. Reijnders slapp í gegn og lyfti boltanum yfir markvörðinn.

Phil Foden skoraði þriðja markið á 44. mínútu með laglegu skoti fyrir utan teig og það stefndi í algjöra niðurlægingu.

Emile Smith Rowe varaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann skallaði laglega inn fyrirgjöf frá Harry Wilson.

Foden bætti við öðru marki sínu í upphafi seinni hálfleiks eftir stoðsendingu frá Haaland og eftir 55 mínútur var staðan orðin 5-1 eftir að Doku vann boltann við teiginn og skoraði.

Það héldu því allir að öruggur sigur væri í höfn en heimamenn gáfust ekki upp.

Alex Iwobi minnkaði muninn í 5-2 á 57. mínútu og varamaðurinn Samuel Chukwueze skoraði síðan tvö mörk á fimm mínútna kafla. Staðan orðin 5-4 og enn tólf mínútur eftir. Mögulega klúður ársins á leiðinni eða miklu frekar endurkoma ársins.

City-menn héldu hins vegar út og tókst að landa sigri á móti baráttuglöðum Fulham-mönnum.

Jack Grealish, sem er í láni frá City, var hetja Everton í 1-0 útisigri á Bournemouth.

á sama tíma. Sigurmark hans kom á 78. mínútu leiksins og kom Everton upp í níunda sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira