Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 18:03 Útlitið er nú enn svartara fyrir leikmenn Sheffield Wednesday. Getty/George Wood Sheffield Wednesday missir fleiri stig vegna slæms reksturs enska fótboltafélagsins á síðustu misserum. Félagið er nú í neðsta sæti ensku B-deildarinnar og staðan verður miklu verri nú þegar liðið missir sex stig til viðbótar. BBC segir frá. Í október var þessu sögufræga félagi refsað með tólf stiga frádrætti í ensku B-deildinni. Þá var það vegna þess að félagið hafði sótt um greiðslustöðvun. Nú fær Sheffield Wednesday aftur refsingu. Í þetta sinn fyrir að hafa ekki greitt leikmönnum sínum laun á réttum tíma í þrjá mánuði í röð. Félagið hefur einnig vanrækt greiðslur til starfsmanna og hefur ekki greitt alla skatta sína. Það var fyrrverandi eigandi félagsins, Deijphon Chansiri, sem setti það í greiðslustöðvun og samkvæmt Sky er honum bannað að gerast eigandi eða stjórnarformaður í nokkru félagi í deildinni næstu þrjú árin. Eftir allan þennan stigafrádrátt er Sheffield Wednesday í neðsta sæti ensku B-deildarinnar með mínus tíu stig. Rotherham United á hið óeftirsóknarverða met yfir fæstu stig í sögu Championship-deildarinnar. Tímabilið 2016/17 endaði félagið aðeins með 23 stig. Þegar 28 leikir eru eftir þarf Sheffield Wednesday að safna 33 stigum, rúmlega einu stigi á leik, til að verða ekki nýr methafi. Það þarf síðan enn meira til að halda sæti sínu í deildinni. Á tímabilinu hefur félagið unnið einn leik, gert fimm jafntefli og tapað tólf. Á laugardaginn mætir Sheffield Wednesday Blackburn Rovers á útivelli. View this post on Instagram A post shared by Match of the Day (@bbcfootball) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira
Félagið er nú í neðsta sæti ensku B-deildarinnar og staðan verður miklu verri nú þegar liðið missir sex stig til viðbótar. BBC segir frá. Í október var þessu sögufræga félagi refsað með tólf stiga frádrætti í ensku B-deildinni. Þá var það vegna þess að félagið hafði sótt um greiðslustöðvun. Nú fær Sheffield Wednesday aftur refsingu. Í þetta sinn fyrir að hafa ekki greitt leikmönnum sínum laun á réttum tíma í þrjá mánuði í röð. Félagið hefur einnig vanrækt greiðslur til starfsmanna og hefur ekki greitt alla skatta sína. Það var fyrrverandi eigandi félagsins, Deijphon Chansiri, sem setti það í greiðslustöðvun og samkvæmt Sky er honum bannað að gerast eigandi eða stjórnarformaður í nokkru félagi í deildinni næstu þrjú árin. Eftir allan þennan stigafrádrátt er Sheffield Wednesday í neðsta sæti ensku B-deildarinnar með mínus tíu stig. Rotherham United á hið óeftirsóknarverða met yfir fæstu stig í sögu Championship-deildarinnar. Tímabilið 2016/17 endaði félagið aðeins með 23 stig. Þegar 28 leikir eru eftir þarf Sheffield Wednesday að safna 33 stigum, rúmlega einu stigi á leik, til að verða ekki nýr methafi. Það þarf síðan enn meira til að halda sæti sínu í deildinni. Á tímabilinu hefur félagið unnið einn leik, gert fimm jafntefli og tapað tólf. Á laugardaginn mætir Sheffield Wednesday Blackburn Rovers á útivelli. View this post on Instagram A post shared by Match of the Day (@bbcfootball)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira