Myndband af leik West Ham og Tottenham til rannsóknar Lögreglan í Lundúnum hefur nú tekið myndband til rannsóknar sem tekið var upp á leik West Ham og Tottenham um síðustu helgi, en á myndbandinu syngja stuðningsmenn West Ham lög sem þykja bera vott um gyðingahatur. Myndbrotið var til sýninga á netinu en hefur nú verið tekið úr umferð. Enski boltinn 6. mars 2007 13:59
Preston komið í umspilssæti Preston North End komst í gærkvöldi í fimmta sæti ensku 1. deildarinnar í fótbolta eftir sigur á Southampton. Neil Mellor kom heimamönnum í Preston yfir í lok fyrri hálfleiks en leikurinn var sýndur beint á Sýn. Fótbolti 6. mars 2007 10:00
Chelsea getur náð Man Utd, segir Carvalho Ricardo Carvalho, miðvörður Chelsea, er ekkert búinn að gefa upp vonina um að verja enska meistaratitilinn þó að Manchester United sé með níu stiga forskot. Enski boltinn 6. mars 2007 00:01
Shevchenko: Ég er búinn að finna mig á Englandi Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko viðurkennir að hann hafi átt afar erfitt uppdráttar á fyrstu mánuðum sínum með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, en segir þá erfiðleika nú að baki - hann sé búinn að finna taktinn með liðinu. Enski boltinn 5. mars 2007 20:30
50.000 miðar seldir á hátíðarleikinn Þegar hafa verið seldir yfir 50.000 miðar á hátíðarleikinn sem fram fer á Old Trafford í næstu viku, þar sem haldið verður upp á 50 ára afmæli Rómarsáttmálans og þátttöku Manchester United í Evrópukeppni. David Beckham mun ekki taka þátt í leiknum eins og til stóð eftir að hann meiddist í deildarleik með Real Madrid í gær. Enski boltinn 5. mars 2007 18:15
Eggert: Curbishley er maðurinn Eggert Magnússon hefur nú tekið af allan vafa með framtíð Alan Curbishley, knattspyrnustjóra West Ham. Eggert ítrekaði í dag að Curbishley væri ráðinn til framtíðar - óháð því hver staða liðsins verði í sumar. Enski boltinn 5. mars 2007 16:21
Mourinho: Heppni United veitir okkur von Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir sína menn ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Hann segir Chelsea ekki hafa í hyggju að færa Manchester United titilinn á silfurfati og segir heppni United-liðsins í síðustu leikjum veita sér von. Enski boltinn 5. mars 2007 15:45
Sheringham boðinn samningur í Sydney Gamla brýninu Teddy Sheringham hjá West Ham hefur verið boðinn eins árs samningur af ástralska A-deildarliðinu Sidney FC samkvæmt frétt frá breska sjónvarpinu. Sheringham verður 41 árs gamall í næsta mánuði og leikur með West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 5. mars 2007 14:27
Nolan framlengir við Bolton Fyrirliðinn Kevin Nolan hjá Bolton hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Samningurinn er framlenging á eldri samningi hans og gildir þessi til ársins 2011. Nolan er 24 ára gamall og vísar því á bug að hann hafi hugleitt að fara frá Bolton til að eiga meiri möguleika á að komast í enska landsliðið eins og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum á Englandi. Enski boltinn 5. mars 2007 14:23
Curbishley verður ekki látinn fara Breska sjónvarpið hefur eftir heimildamanni sínum hjá West Ham að Alan Curbishley verði ekki rekinn úr starfi knattspyrnustjóra þó liðið falli í 1. deild í vor. West Ham tapaði fyrir grönnum sínum í Tottenham í gær og situr á botni deildarinnar. Enski boltinn 5. mars 2007 14:21
Curbishley: Við erum að falla á tíma Alan Curbishley knattspyrnustjóri var að vonum niðurlútur eftir að hans menn í West Ham töpuðu 4-3 fyrir Tottenham í æsilegum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann segir liðið vera að falla á tíma í botnbaráttunni og sagði vanþroska leikmanna hafa kostað liðið sigur í dag. Enski boltinn 4. mars 2007 21:30
Real tapaði stigum Real Madrid tókst ekki að komast upp að hlið Valencia í spænska boltanum í kvöld þegar liðið náði aðeins 1-1 jafntefli gegn lægra skrifuðum grönnum sínum í Getafe á heimavelli. Daniel Guiza kom gestunum í 1-0 eftir 38 mínútur en Ruud Van Nistelrooy jafnaði úr víti á lokasekúndum fyrri hálfleiksins. Heimamenn komust ekki lengra að þessu sinni og þurfa að sætta sig við fjórða sætið - tveimur stigum á eftir Valencia. Fótbolti 4. mars 2007 20:07
Ævintýralegur sigur Tottenham Ekkert annað en fall virðist nú blasa við liði West Ham í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið tapaði 4-3 á heimavelli fyrir grönnum sínum í Tottenham í dag. Leikurinn var vægast sagt dramatískur og geta leikmenn West Ham ekki kennt neinum öðrum en sjálfum sér up tapið. Enski boltinn 4. mars 2007 18:29
Kalla á David Beckham Umræðan um David Beckham og enska landsliðið kraumar enn á Englandi og í dag létu þeir Gary Lineker og Michael Owen báðir í ljós skoðun sína á málinu. Þeir vilja að Steve McClaren landsliðsþjálfari kalli Beckham aftur inn í landsliðið. Enski boltinn 4. mars 2007 16:30
Góður sigur hjá Blackburn Blackburn gerði sér lítið fyrir og lagði Bolton 2-1 á útivelli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var hinn magnaði Benni McCarthy sem skoraði bæði mörk gestanna úr vítaspyrnum á tíu mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik, en Nicolas Anelka minnkaði muninn fyrir Bolton skömmu fyrir leikslok. Bolton er í fimmta sæti deildarinnar en Blackburn í því níunda. Enski boltinn 4. mars 2007 15:28
Ferguson: Það er líf eftir Larsson Sir Alex Ferguson segir að Manchester United muni spjara sig vel þó framherjinn Henrik Larsson sé brátt á heimleið aftur til Svíþjóðar. Larsson spilar væntanlega sinn síðasta leik fyrir félagið um næstu helgi þegar United mætir Middlesbrough í bikarnum. Enski boltinn 4. mars 2007 14:42
Rooney þarf í myndatöku Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United þarf að fara í myndatöku vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Liverpool í gær. Rooney varð fyrir harðri tæklingu frá Jamie Carragher og óttast forráðamenn United að hann muni missa af síðari leiknum við Lille í Meistaradeildinni á miðvikudag. Enski boltinn 4. mars 2007 14:34
Benitez: Ég á ekki til orð Rafa Benitez, stjóri Liverpool, sagðist hvorki eiga til orð á spænsku né ensku til að lýsa yfir svekkelsi sínu með tapið gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 3. mars 2007 20:30
Owen vandar Real Madrid ekki kveðjurnar Enski framherjinn Michael Owen segist hugsa til tíma síns með Real Madrid með hryllingi og segist fljótlega hafa gert sér grein fyrir því að hann ætti ekki möguleika á að vinna sér fast sæti í liðinu. Enski boltinn 3. mars 2007 20:00
Chelsea lagði Portsmouth Chelsea saxaði í kvöld á forskot Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með góðum 2-0 útisigri á Portsmouth. Leikurinn var jafn og harður, en gestirnir kláruðu færin sín betur og það reyndist munurinn á liðunum að þessu sinni. Didier Drogba skoraði 18. mark sitt í úrvalsdeildinni og 29. mark sitt í vetur og varamaðurinn Salomon Kalou innsiglaði sigurinn skömmu fyrir leikslok. Enski boltinn 3. mars 2007 19:31
Defoe vorkennir West Ham Jermaine Defoe, leikmaður Tottenham og fyrrum leikmaður West Ham, segist kenna í brjóst um stuðningsmenn West Ham sem sjá fram á annað fallið í fyrstu deild á nokkrum árum. Defoe er ekki vinsæll á Upton Park síðan hann fór frá liðinu þegar það féll fyrir þremur árum. Enski boltinn 3. mars 2007 18:15
Útlitið dökknar hjá West Ham Leikjunum sex sem hófust klukkan 15 í ensku úrvaldeildinni er nú lokið og hefur staða West Ham í botnbaráttunni versnað til muna því keppinautar liðsins á botninum kræktu allir í stig í dag. Enski boltinn 3. mars 2007 17:06
Ferguson: Maður þarf heppni til að vinna titla Sir Alex Ferguson viðurkenndi fúslega að hans menn í Manchester United hefðu haft heppnina með sér þegar þeir stálu 1-0 sigri á Liverpool í dag. Hann sagði heimamenn hafa spilað betur, en bendir á að menn verði að hafa heppnina með sér ef þeir ætli að vinna titla. Enski boltinn 3. mars 2007 16:01
O´Shea tryggði United öll stigin Manchester United tók mjög stórt skref í áttina að enska meistaratitlinum í dag þegar liðið lagði erkifjendur sína í Liverpool 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. John O´Shea skoraði sigurmark United í uppbótartíma eftir að Paul Scholes hafði verið vikið af velli. United hefur nú 12 stiga forskot á toppi deildarinnar en Chelsea á tvo leiki til góða. Enski boltinn 3. mars 2007 14:46
Markalaust í hálfleik á Anfield Staðan í stórleik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Heimamenn hafa verið heldur sprækari framan af. Liverpool er í þriðja sæti deildarinnar en United á toppnum. Enski boltinn 3. mars 2007 13:42
Tímamót hjá goðsögninni Giggs Velski vængmaðurinn Ryan Giggs leikur sinn 700. leik með Manchester United í dag er liðið sækir Liverpool heim í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið í eldlínunni með United síðan 1991 og unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliði. Enski boltinn 3. mars 2007 13:00
Yrði dauðadómur fyrir félagið Ensk knattspyrnuyfirvöld rannsaka nú hvort ólöglega hafi verið staðið að skráningu Argentínumannanna Carlos Tevez og Javier Mascherano þegar þeir gengu til liðs við West Ham í haust. Enski boltinn 3. mars 2007 11:45
Bellamy: Missti stjórn á skapi mínu Skapofsamaðurinn Craig Bellamy hefur í fyrsta skipti tjáð sig um það sem gekk á milli hans og John Arne Riise en Bellamy var sagður hafa lamið Riise í fæturna með golfkylfu eftir gott kvöld í Portúgal. Enski boltinn 3. mars 2007 11:15
Keyptu hlut í Millwall Bandarískt fjárfestingafélag hefur keypt hlutabréf í enska 2. deildarfélaginu Millwall fyrir fimm milljónir punda. Félagið hefur því bæst í hóp með Liverpool, Manchester Untited og Aston Villa sem eru reyndar öll í eigu Bandaríkjamanna. Enski boltinn 3. mars 2007 10:30
Blóðug barátta Það verður háð stríð á Anfield klukkan 12.45 í dag þegar hinir fornu fjendur Liverpool og Man. Utd mætast. Enski boltinn 3. mars 2007 10:00