Tímamót hjá goðsögninni Giggs 3. mars 2007 13:00 Ryan Giggs stígur í 700. skipti fram á stóra sviðið með Man. Utd í dag er liðið mætir Liverpool á Anfield. Það varð mikið fjölmiðlafár á Englandi þegar Ryan Giggs sló í gegn í upphafi tíunda áratugarins. Þá hafði annar eins hæfileikamaður ekki komið fram í enska boltanum í háa herrans tíð. Fjölmiðlar byrjuðu strax að líkja Giggs við United-goðsögnina George Best. Minnugur örlaga Best sló Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, umsvifalaust skjaldborg utan um ungstirnið og meinaði honum í mörg ár að tala við fjölmiðlamenn. Sú aðferð Fergusons virkaði því Giggs hlaut engan skaða af þeirri gífurlegu fjölmiðlathygli sem hann hlaut og hefur alla tíð verið með báða fætur á jörðinni. Hann hefur í raun aldrei gefið mikið af sér út á við. Þá sjaldan hann gefur viðtöl er hann frekar þurr á manninn og óspennandi og sú mynd sem fæst af honum í fjölmiðlum á víst lítið skylt við manninn sjálfan. Roy Keane lýsti Giggs sem alvöru karakter og hrikalega fyndnum í ævisögu sinni. Sagt er að Giggs sé hrókur alls fagnaðar þegar United hefur unnið titla og þá stekkur þessi annars hlédrægi leikmaður upp á borð og rappar ef svo ber undir. Félagar hans segja að honum líki annars ekki við sviðsljósið og forðist það í raun eins og heitan eldinn. Þess vegna var Giggs mjög ánægður þegar stjarna Davids Beckham byrjaði að skína því Becks líkaði sviðsljósið og það dró athyglina frá Wales-verjanum. töffari Ryan Giggs er töffari og ávallt vinsæll hjá kvenfólkinu. Hann sést hér sautján ára. fréttablaðið/getty Sir Alex Ferguson uppgötvaði Giggs mjög ungan að aldri og þegar Giggs var aðeins fimmtán ára gamall sagði hann fólki nákomnu sér að Giggs ætti eftir að verða stórstjarna. Hann væri sérstakur. Giggs lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Manchester United aðeins sextán ára gamall og í dag verða leikirnir með liðinu komnir í 700, sem er magnað miðað við þá staðreynd að Giggs er aðeins 33 ára gamall. Mark Giggs gegn Arsenal í bikarnum 14. apríl 1999 er hans eftirminnilegasta með United. Lykillinn að velgengni Giggs að margra mati er hversu vel honum hefur tekist að fóta sig utan vallar en ungur að aldri sletti hann úr klaufunum og sló sér upp með frægum fyrirsætum og sjónvarpskonum. Hann missti þó aldrei fótanna og hægði snemma á lífi sínu og lífsstíl. Giggs er samkvæmt félögum sínum maður sem vill fá að lifa sínu lífi í friði en er engu að síður léttur á æfingasvæðinu þar sem beittur og kaldhæðinn húmor hans nýtur sín til hins ítrasta. Hæfileikar Giggs eru af náttúrunnar hendi og hann getur gert hluti við boltann sem ekki er öllum gefið. Hraði hans, jafnvægi og útsjónarsemi hafa skilað United mörgum stigum í gegnum tíðina. Giggs er einnig mjög fjölhæfur leikmaður sem hefur margfaldað verðgildi sitt á síðustu árum með því að leysa stöðu framherja og miðjumanns með miklum sóma. Það hefur komið mörgum á óvart hversu fjölhæfur hann er í raun og veru. Annað sem hefur ávallt einkennt Giggs er hungrið en það virðist engu skipta hversu marga titla hann hefur unnið, hann vill alltaf vinna til fleiri verðlauna. Giggs er þegar orðinn goðsögn hjá Man. Utd og hans verður alla tíð minnst sem eins af bestu leikmönnum í sögu félagsins. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Man. Utd og það eina sem hefur vantað er árangur með landsliði. x Hann gat valið á milli þess að spila fyrir England eða Wales. Hann byrjaði að leika með unglingaliðum Englands en ákvað síðan frekar óvænt að spila fyrir Wales, sem hefur aldrei náð árangri. Það er ákveðin kaldhæðni í því að allan feril Giggs hefur enska landsliðið sárlega vantað vinstri kantmann og margir spyrja sig að því hvað enska landsliðið hefði gert hefði Giggs leikið fyrir það. x Fæddur: 29. nóvember 1973. Fyrsti leikur: Gegn Everton 2. mars 1991. Leikir: 699 Mörk: 140 Enskir meistaratitlar: 8 Enskir bikartitlar: 4 Meistaradeildartitill: 1 Deildarbikartitlar: 2 Heimsmeistarakeppni félagsliða: 1 Landsleikir fyrir Wales: 54 Mörk 9 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Sjá meira
Það varð mikið fjölmiðlafár á Englandi þegar Ryan Giggs sló í gegn í upphafi tíunda áratugarins. Þá hafði annar eins hæfileikamaður ekki komið fram í enska boltanum í háa herrans tíð. Fjölmiðlar byrjuðu strax að líkja Giggs við United-goðsögnina George Best. Minnugur örlaga Best sló Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, umsvifalaust skjaldborg utan um ungstirnið og meinaði honum í mörg ár að tala við fjölmiðlamenn. Sú aðferð Fergusons virkaði því Giggs hlaut engan skaða af þeirri gífurlegu fjölmiðlathygli sem hann hlaut og hefur alla tíð verið með báða fætur á jörðinni. Hann hefur í raun aldrei gefið mikið af sér út á við. Þá sjaldan hann gefur viðtöl er hann frekar þurr á manninn og óspennandi og sú mynd sem fæst af honum í fjölmiðlum á víst lítið skylt við manninn sjálfan. Roy Keane lýsti Giggs sem alvöru karakter og hrikalega fyndnum í ævisögu sinni. Sagt er að Giggs sé hrókur alls fagnaðar þegar United hefur unnið titla og þá stekkur þessi annars hlédrægi leikmaður upp á borð og rappar ef svo ber undir. Félagar hans segja að honum líki annars ekki við sviðsljósið og forðist það í raun eins og heitan eldinn. Þess vegna var Giggs mjög ánægður þegar stjarna Davids Beckham byrjaði að skína því Becks líkaði sviðsljósið og það dró athyglina frá Wales-verjanum. töffari Ryan Giggs er töffari og ávallt vinsæll hjá kvenfólkinu. Hann sést hér sautján ára. fréttablaðið/getty Sir Alex Ferguson uppgötvaði Giggs mjög ungan að aldri og þegar Giggs var aðeins fimmtán ára gamall sagði hann fólki nákomnu sér að Giggs ætti eftir að verða stórstjarna. Hann væri sérstakur. Giggs lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Manchester United aðeins sextán ára gamall og í dag verða leikirnir með liðinu komnir í 700, sem er magnað miðað við þá staðreynd að Giggs er aðeins 33 ára gamall. Mark Giggs gegn Arsenal í bikarnum 14. apríl 1999 er hans eftirminnilegasta með United. Lykillinn að velgengni Giggs að margra mati er hversu vel honum hefur tekist að fóta sig utan vallar en ungur að aldri sletti hann úr klaufunum og sló sér upp með frægum fyrirsætum og sjónvarpskonum. Hann missti þó aldrei fótanna og hægði snemma á lífi sínu og lífsstíl. Giggs er samkvæmt félögum sínum maður sem vill fá að lifa sínu lífi í friði en er engu að síður léttur á æfingasvæðinu þar sem beittur og kaldhæðinn húmor hans nýtur sín til hins ítrasta. Hæfileikar Giggs eru af náttúrunnar hendi og hann getur gert hluti við boltann sem ekki er öllum gefið. Hraði hans, jafnvægi og útsjónarsemi hafa skilað United mörgum stigum í gegnum tíðina. Giggs er einnig mjög fjölhæfur leikmaður sem hefur margfaldað verðgildi sitt á síðustu árum með því að leysa stöðu framherja og miðjumanns með miklum sóma. Það hefur komið mörgum á óvart hversu fjölhæfur hann er í raun og veru. Annað sem hefur ávallt einkennt Giggs er hungrið en það virðist engu skipta hversu marga titla hann hefur unnið, hann vill alltaf vinna til fleiri verðlauna. Giggs er þegar orðinn goðsögn hjá Man. Utd og hans verður alla tíð minnst sem eins af bestu leikmönnum í sögu félagsins. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Man. Utd og það eina sem hefur vantað er árangur með landsliði. x Hann gat valið á milli þess að spila fyrir England eða Wales. Hann byrjaði að leika með unglingaliðum Englands en ákvað síðan frekar óvænt að spila fyrir Wales, sem hefur aldrei náð árangri. Það er ákveðin kaldhæðni í því að allan feril Giggs hefur enska landsliðið sárlega vantað vinstri kantmann og margir spyrja sig að því hvað enska landsliðið hefði gert hefði Giggs leikið fyrir það. x Fæddur: 29. nóvember 1973. Fyrsti leikur: Gegn Everton 2. mars 1991. Leikir: 699 Mörk: 140 Enskir meistaratitlar: 8 Enskir bikartitlar: 4 Meistaradeildartitill: 1 Deildarbikartitlar: 2 Heimsmeistarakeppni félagsliða: 1 Landsleikir fyrir Wales: 54 Mörk 9
Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Sjá meira