Enski boltinn

Yrði dauðadómur fyrir félagið

Alan Pardew með þeim Tevez og Mascherano í haust.
Alan Pardew með þeim Tevez og Mascherano í haust. MYND/AFP

Ensk knattspyrnuyfirvöld rannsaka nú hvort ólöglega hafi verið staðið að skráningu Argentínumannanna Carlos Tevez og Javier Mascherano þegar þeir gengu til liðs við West Ham í haust.

Fyrirtækið MSI sá um félagaskiptin en þeir eiga samningsrétt leikmannanna. West Ham er nú grunað um að hafa ekki afhent öll gögn er þetta varðar og er það brot á lögum enska knattspyrnusambandsins.

Svo gæti farið að stig yrðu dregin af West Ham vegna þessa en það yrði nær örugglega til þess að liðið félli úr ensku úrvalsdeildinni. Liðið er nú níu stigum á eftir liðinu í 17. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×