Fótbolti

Preston komið í umspilssæti

AP

Preston North End komst í gærkvöldi í fimmta sæti ensku 1. deildarinnar í fótbolta eftir sigur á Southampton. Neil Mellor kom heimamönnum í Preston yfir í lok fyrri hálfleiks en leikurinn var sýndur beint á Sýn.

Grzegorz Rasiak jafnaði metin fyrir Southampton í upphafi seinni hálfleiks. David Nugent náði forystunni fyrir heimamenn á 75. mínútu og Chris Baird skoraði þriðja markið fimm mínútum síðar og tryggði Preston 3-1 sigur. Preston komst með sigrinum í 62 stig í fimmta sæti deildarinnar en Southampton er þremur stigum á eftir í 7. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×