Enski boltinn

Bellamy: Missti stjórn á skapi mínu

Þeir félagar Bellamy og Riise féllust í faðma eftir Barca-leikinn.
Þeir félagar Bellamy og Riise féllust í faðma eftir Barca-leikinn.

Skapofsamaðurinn Craig Bellamy hefur í fyrsta skipti tjáð sig um það sem gekk á milli hans og John Arne Riise en Bellamy var sagður hafa lamið Riise í fæturna með golfkylfu eftir gott kvöld í Portúgal.

„Ég missti stjórn á skapi mínu í nokkrar sekúndur. John hefur tekið þessu ótrúlega vel. Við æfðum saman strax um morguninn og þá var allt í góðu," sagði Bellamy sem var sektaður um 80 þúsund pund fyrir athæfið.

„Þetta byrjaði allt í karókí. Ég söng eitt lag og það var „Red, Red Wine" því Jerzy Dudek var að drekka rauðvín. Þannig var ruglstemningin. Ég reyndi að fá Riise upp til að syngja en hann vildi það ekki og var ósáttur við að ég setti pressu á hann og lét mig vita af því.

Það voru allir orðnir rólegir þegar við fórum upp á hótel en þá missti ég stjórn á mér í nokkrar sekúndur. Ég fór inn til Johns og sagði honum að haga sér ekki aftur svona fyrir framan félagana. Það var allt og sumt. Ég vildi bara tala við hann í einrúmi," sagði Bellamy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×