Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Given aftur í aðgerð?

    Shay Given, markvörður Newcastle, er enn og aftur að kljást við meiðsli í nára og gæti þurft í aðra aðgerð. Þessi 31. árs leikmaður þurfti að fara af velli þegar lið hans steinlá fyrir Englandsmeisturum Manchester United um síðustu helgi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Nugent lánaður til Ipswich

    David Nugent verður að öllum líkindum orðinn leikmaður Ipswich í lok vikunnar. Hann verður lánaður frá Portsmouth sem keypti hann á rúmar sex milljónir punda frá Preston síðasta sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Áfrýjun Aliadiere vísað frá

    Framherjinn Jeremie Aliadiere hjá Middlesbrough þaf að sitja af sér þriggja leikja bann eftir að áfrýjun félagsins á rauða spjaldið sem hann fékk að líta um helgina var vísað frá. Hann fékk rautt spjald í leik gegn Liverpool fyrir að slá til Javier Mascherano.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Downing skrifar undir hjá Boro

    Vængmaðurinn Stewart Downing skrifaði í dag undir nýjan fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough, nokkrum dögum eftir að hann lýsti því yfir að hann ætlaði að vera áfram hjá félaginu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hicks ætlar ekki að selja

    Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, hefur neitað frétt Times í morgun þar sem því var haldið fram að hann ætlaði að selja hlut sinn í Liverpool.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hicks og Gillett að selja Liverpool?

    Breska blaðið Times segir að Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George Gillett hafi gefið DIC frá Dubai grænt ljós á að skoða bókhald Liverpool með það fyrir augum að DIC geri formlegt yfirtökutilboð í félagið í næsta mánuði.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mourinho fór í bíó meðan Chelsea lék til úrslita

    Jose Mourinho var ekki spenntur fyrir úrslitaleik Chelsea og Tottenham í deildabikarnum um helgina og fór í bíó með syni sínum frekar en að horfa á leikinn. Hann stillti á endursýninguna frá leiknum síðar um kvöldið en gafst upp á því að fylgdist frekar með portúgalska og spænska boltanum. Vinur Mourinho greindi The Sun frá þessu í dag, en svo virðist sem áhugi Portúgalans á Chelsea fari minnkandi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Átök á æfingu hjá Chelsea á laugardag

    Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að þeir John Terry og Henk ten Cate hafi verið við það að slást á æfingu hjá Chelsea á laugardaginn - daginn fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chimbonda biðst afsökunar

    Franski varnarmaðurinn Pascal Chimbonda hjá Tottenham hefur beðist afsökunar á hegðun sinni eftir að honum var skipt af velli í úrslitaleiknum í deildarbikarnum um helgina.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Andy Cole yfirheyrður vegna meints heimilisofbeldis

    Framherjinn Andy Cole hjá hjá Burnley var kallaður í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir meinta árás á konu sína. Hann var handtekinn í gær en var síðar leyft að fara gegn tryggingu. Málið er í rannsókn. Cole lék áður með Manchester United og enska landsliðinu en er nú í láni hjá Burnley frá Sunderland.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Everton aftur upp í fjórða sætið

    Einn leikur var í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Manchester City tók á móti Everton. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Everton en Joleon Lescott og Ayegbeni Yakubu skoruðu mörkin.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Níu mánuðir í Eduardo

    Reiknað er með að Eduardo da Silva nái sér að fullu eftir fótbrotið um helgina. Þetta segir í tilkynningu á heimasíðu Arsenal.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Taylor hótað lífláti

    Martin Taylor, varnarmaður Birmingham, hefur fengið líflátshótanir eftir að hafa fótbrotið Eduardo da Silva. Margar hverjar eru þær frá króatískum stuðningsmönnum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Þeir tíu tryggustu

    Það er mjög sjaldgæft í dag að sterkir leikmenn leiki með sama liðinu allan sinn feril. Það eru þó nokkrar breskar fótboltastjörnur sem hafa haldið mikilli tryggð við sitt lið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Everton heimsækir City í kvöld

    Einn leikur er í kvöld í ensku úrvalsdeildinni en það er viðureign Manchester City. Bæði lið eiga þá von að ná fjórða sæti deildarinnar sem gefur sæti í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn í kvöld er því þýðingarmikill.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sá illa hluta úr úrslitaleiknum

    Tékkneski markvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea segist hafa séð mjög illa hluta úr bikarúrslitaleiknum við Tottenham um helgina eftir að hann fékk skot í höfuðið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    King: Ég á nóg eftir

    Varnarjaxlinn Ledley King segist eiga bjarta framtíð fyrir höndum með liði Tottenham þrátt fyrir að hafa verið í gríðarlegum erfiðleikum vegna meiðsla undanfarin tvö ár.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Englendingar fara of snemma út í þjálfun

    Gerard Houllier, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, segir að leikmenn á Englandi séu of blautir á bak við eyrun þegar þeir hefja stjóraferil sinn. Hann vísar þar í menn eins og Gareth Southgate, Bryan Robson og Stuart Pearce.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Taylor er í öngum sínum

    Martin Taylor, leikmaður Birmingham, heimsótti Króatann Eduardo í tvígang á sjúkrahús um helgina eftir að hafa fótbrotið hann illa í leik á laugardaginn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ramos er ekki hættur

    Juande Ramos, stjóri Tottenham, var ekki lengi að ná í sinn fyrsta bikar með liði Tottenham eftir að hann tók við liðinu. Tottenham vann í gær sinn fyrsta bikar á öldinni undir stjórn Spánverjann, sem hefur reynst gríðarlega sigursæll í bikarkeppnum undanfarin ár.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Viðbrögð lækna forðuðu Eduardo frá aflimun

    Skjót viðbrögð sjúkraliða á laugardaginn höfðu mikið að segja þegar framherjinn Eduardo fótbrotnaði mjög illa í leik með Arsenal. Ef ekki hefði komið til skjótra handtaka sjúkraliða, hefði jafnvel þurft að koma til aflimunar. Þetta segir virtur læknir í samtali við BBC í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Byrjunin á einhverju sérstöku

    Robbie Keane, sóknarmaður Tottenham, trúir því að sigur liðsins í deildabikarnum í dag verði byrjunin á einhverju sérstöku hjá félaginu. Tottenham vann Chelsea í úrslitaleik og vann sinn fyrsta titil í níu ár.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Víti dæmt á Grétar Rafn

    Seinni hálfleikur í leik Blackburn og Bolton í ensku úrvalsdeildinni er í þann mund að hefjast. Staðan er 1-0 fyrir Blackburn en markið skoraði Benni McCarthy úr vítaspyrnu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Rafa hrifinn af Rafinha

    Rafael Benítez hefur sent njósnara sína til að fylgjast með brasilíska bakverðinum Rafinha. Leikmaðurinn hefur leikið með Schalke í Þýskalandi síðan 2005 og vakið athygli fyrir góðan leik.

    Enski boltinn