Enski boltinn

Blackburn rúllaði yfir lánlaust lið Bolton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bentley fagnar marki sínu.
Bentley fagnar marki sínu.

Benni McCarthy skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum þegar Blackburn vann lánlaust lið Bolton 4-1 í ensku úrvalsdeildinni.

McCarthy skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu sem var ranglega dæmd á Grétar Rafn Steinsson. Bolton átti skot í tréverkið áður en Kevin Davies náði að jafna.

David Dunn fékk aðra vítaspyrnu sína og McCarthy fór aftur á punktinn á skoraði. David Bentley skoraði þriðja markið með skalla áður en Morten Gamst Pedersen innsiglaði sigurinn.

Þetta var fyrsti sigur Blackburn í fimm leikjum en liðið er í níunda sæti og á enn möguleika á Evrópusæti. Bolton er hinsvegar í sextánda sæti, þremur stigum frá fallsæti.

Fyrr í dag vann Aston Villa 2-1 sigur á Reading.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×