Enski boltinn

Rafa hrifinn af Rafinha

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rafinha í leik með Schalke.
Rafinha í leik með Schalke.

Rafael Benítez hefur sent njósnara sína til að fylgjast með brasilíska bakverðinum Rafinha. Leikmaðurinn hefur leikið með Schalke í Þýskalandi síðan 2005 og vakið athygli fyrir góðan leik.

Benítez vill fá Rafinha næsta sumar en nafn hans þýðir „litli-Rafa". Það er þó ekki vitað hvort það hafi áhrif á áhuga Rafa Benítez.

Rafinha er samningsbundinn Schalke til 2011 og því ljóst að Liverpool þarf að opna veskið ætli liðið að krækja í kappann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×