Enski boltinn

Víti dæmt á Grétar Rafn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Grétar Rafn tæklar markaskorarann Benni McCarthy. Þetta er ekki atvikið þar sem vítaspyrnan var dæmd.
Grétar Rafn tæklar markaskorarann Benni McCarthy. Þetta er ekki atvikið þar sem vítaspyrnan var dæmd.

Seinni hálfleikur í leik Blackburn og Bolton í ensku úrvalsdeildinni er í þann mund að hefjast. Staðan er 1-0 fyrir Blackburn en markið skoraði Benni McCarthy úr vítaspyrnu á 25. mínútu.

Vítið var dæmt á Grétar Rafn Steinsson en hann var talinn hafa brotið á David Dunn. Á endursýningum sést vel að dómurinn er rangur en Grétar fór í boltann.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×