Fleiri fréttir

IceSave-samningar við Breta í augsýn

Fréttir berast nú af því að samkomulag um IceSave-reikninga sé í augsýn milli Breta og Íslendinga en fulltrúar ríkjanna hafa fundað um sameiginleg hagsmunamál og ásættanlegar niðurstöður fyrir báða aðila, segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Mikil sveifla á Wall Street

Vikan hefur aldrei verið verri á bandarískum hlutabréfamarkaði. Helstu hlutabréfavísitölur tóku mikla dýfu í byrjun dags en jöfnuðu sig þegar nær dró lokum viðskiptadagsins.

Hlutabréf í Evrópu hrynja áfram

Hrun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag vegna ótta fjárfesta um að aðgerðir stjórnvalda í löndunum um að blása lífi í efnhagslífið dygðu ekki.

Íhuga að loka kauphöllum

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að ríkisstjórnir stærstu landa heims íhugi nú að loka hlutabréfamörkuðum sínum vegna hins mikla verðfalls sem orðið hefur síðustu daga og vikur.

Bresk sendinefnd á leið til landsins að ræða málin

Sendinefnd á vegum breska fjármálaráðuneytisins er á leið til landsins til að ræða við íslensk stjórnvöld um bankakreppuna sem upp er komin hérlendis og áhrif hennar á innistæður Breta í íslenskum bönkum þar í landi.

Verðbólga eykst í Slóvakíu

Verðbólga mældist 5,4 prósent í Slóvakíu í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Verðbólgan hefur ekki verið meiri síðan í desember 2004.

Olíuverð ekki lægra í rúmt ár

Verð á framvirkum samningum á hráolíu féll um rúm 5,4 dali á tunnu í dag og stendur verði ðnú í 81 dal á tunnu. Verðfallið nemur sex prósentum.

Dow Jones hrundi á afmælisdeginum

Gengi hlutabréfa í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors hrundi um 31 prósent á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor´s setti félagið á athugunarlista með mögulega lækkun í huga. Ástæðan fyrir þessu er minnkandi sala á nýjum bílum fyrirtækisins í Bandaríkjunum samfara hrakspám um yfirvofandi efnahagssamdrátt.

Dow Jones í frjálsu falli

Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll skyndilega niður um 5,14 prósent fyrir stundu og fór undir 9.000 stigin fyrir stundu. Svo virðist sem mikil lækkun á gengi hlutabréfa bandaríska bílaframleiðandans General Motors hafi dregið hlutabréfamarkaðinn með sér í fallinu.

EPCOS eignast 60 % hlut í Becromal á Íslandi

Þýski raftækjaframleiðandinn EPCOS kaupir Becromal SpA Ítalska fyrirtækið Becromal SpA keypt af þýska raftækjaframleiðandanum EPCOS. EPCOS eignast 60 prósent hlut í Becromal á Íslandi, en 40 prósent hlutur verður áfram í eigu íslenska orkufyrirtækisins Strokkur Energy. Útflutningstekjur af starfsemi Becromal á Íslandi verða um 110 milljónir Bandaríkjadala í fyrsta áfanga.

Birgir Bieltvedt opnar fyrir sölu á Magasin og Illum

Birgir Bieltvedt meðeigandi og varaformaður stjórnar Magasin du Nord og Illum í Kaupmannahöfn hefur opnað fyrir möguleika á sölu þessara stórverslana. Í frétt í börsen í dag segir Birgir að nú sé gott augnablik fyrir hugsanlegan kaupenda.

Kauphöllin í Osló lokar fyrir öll viðskipti með Glitni

Kauphöllin í Osló hefur ákveðið að loka fyrir öll viðskipti með Glitni í kauphöllinni. Fyrr í morgun var lokað fyrir viðskipti með Kaupþing í kauphöllinni og á þriðjudag var lokað fyrir viðskiptin með Landsbanki Norge.

Almannasamgöngur í London tapa stórt á Kaupþingi

Almannasamgöngukerfi London-borgar, Traffic of London, mun hugsnlega tapa stórum fjárhæðum í kjölfar þess að Kaupþingsbankinn Singer & Fredlander er kominn í umsjón breska fjármálaeftirlitsins.

Stýrivaxtalækkun tikkar inn í Evrópu

Talsverð hækkun er á flestum hlutabréfamörkuðum í dag. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af óvæntri stýrivaxtalækkun seðlabanka víða um heim til að sporna við spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hugsanlegt samdráttarskeið beggja vegna Atlantsála.

Hækkun á Asíumörkuðum í morgun

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun eftir að fjórir seðlabankar í álfunni lækkuðu stýrivexti sína.

Bresk sveitarfélög ekki hjá Icesave

Vegna fréttar Vísis fyrr í kvöld um að sveitastjórnir víðsvegar um Bretland óttist nú um hag sinn í kjölfar þess að Icesave var lokað vill Landsbankinn koma með athugasemd.

Bresk sveitarfélög með milljarða hjá Icesave

Sveitarstjórnir víðsvegar um Bretland óttast nú um hag sinn í kjölfar þess að Icesave var lokað. Samtök sveitarfélaga í landinu hafa nú krafist þess af breskum stjórnvöldum að þau tryggi innistæður sveitarfélaganna líkt og einstaklingunum hefur verið lofað. Að minnsta kosti 20 sveitarfélög hafa nýtt sér þjónustu Icesave og lagt þar inn fé sitt.

Olíutunnan heldur áfram að lækka

Verð á hráolíu heldur áfram að lækka og hefur ekki verið lægra í heilt ár eftir því sem segir í hálffimmfréttum Kaupþings. Í New York hefur verð á hráolíu lækkað um 3,3 prósent í dag og selst tunnan til afhendingar í næsta mánuði á 83 dollara.

IMF: Alvarleg niðursveifla um allan heim

Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir októbermánuð segir að hagkerfi heimsins sé að hægja á sér og það snögglega. Fjármálakreppan sem dunið hefur yfir heiminn og hátt verð á orku og neysluvörum gerir það að verkum að heimsbyggðin glímir nú við verstu kreppu síðan á fjórða áratugi síðustu aldar. Mörg þróuð iðnríki eru á barmi kreppu. Sjóðurinn telur þó að líkurnar á heimskreppu séu litlar sem engar, en undan miklum samdrætti verði ekki komist.

Icesave í Hollandi er komið í þrot

Icesave í Hollandi er komið í þrot. Á heimsíðu netbankans segir að hann geti ekki lengur staðið við skuldbindingar sínar vegna vandræða móðurfélagsins á Íslandi, þ.e. Landsbankans.

Seðlabankar grípa til neyðaraðgerða - lækka stýrivexti

Seðlabankar í Bandaríkjunum, á evrusvæðinu, í Bretlandi, Sviss og í Svíþjóð lækkuðu í dag stýrivexti óvænt um 0,5 prósent í dag. Bankarnir tóku ákvörðunin í sameiningu til að bregðast við versnandi aðstæðum í efnahagslífinu.

Englandsbanki lækkar stýrivexti óvænt

Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað í dag að grípa til neyðaraðgerða vegna aðstæðna í efnahagslífinu og lækkaði stýrivexti um 0,5 prósent. Við það fara stýrivextir landsins í 4,75 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir