Viðskipti erlent

Kaupþing lokar Edge-reikningum í Svíþjóð og Finnlandi

Kaupþing hefur lokað Edge-reikningum í bæði Svíþjóð og Finnlandi. Fram kemur í frétt á börsen að allar innistæður verði borgaðar út ásamt vöxtum.

Peter Borsos upplýsingafulltrúi Kaupþings í Svíþjóð segir í samtali við Direkt að enginn muni bera skaða af lokun Edge þar í landi.

Inn á reikningum Edge í Svíþjóð eru nú um 1,7 milljarður sænskra kr. eða sem svarar til rúmlega 30 milljörðum kr. Upplýsingar um upphæðina á Edge í Finnlandi liggja ekki fyrir.

Hinsvegar hefur finnska fjármálaeftirlitið tekið yfir allan rekstur Kaupþings nú í morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×