Viðskipti erlent

Kaupþing fellur um 34% í Svíþjóð aðrir bankar í mikilli uppsveiflu

Kaupþing hefur fallið um 34% í Svíþjóð í dag þrátt fyrir stórt lán frá seðlabanka landsins. Á meðan eru aðrir sænskir bankar nú í mikilli uppsveiflu eftir að tilkynnt var um stýrivaxtalækkunina hjá flestum seðlabönkum Evrópu.

Hlutir í norrænum bönkum höfðu fallið um 9,5% að meðaltali í morgun en eftir að stýrivaxtalækkunin var tilkynnt um hádegið hafa tæp 9% af lækkuninni gengið til baka.

Nordea hefur nú hækkað um 2,2% frá í gær og Swedbank um 4,9% í kauphöllinni í Stokkhólmi.

Dönsku og norsku bankarnir hafa tekið nokkuð hægar við sér en þar er einnig um viðsnúning að ræða. Sem dæmi má nefna Danske Bank hefur nú lækkað um 3,2% frá síðustu viku en um tíma í morgun var lækkun hans á þessu tímabili orðin tæp 18%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×