Viðskipti erlent

Bresk sveitarfélög ekki hjá Icesave

Vegna fréttar Vísis fyrr í kvöld um að sveitastjórnir víðsvegar um Bretland óttist nú um hag sinn í kjölfar þess að Icesave var lokað vill Landsbankinn koma með athugasemd.

„Bresk sveitarfélög voru ekki með innlán á Icesave netreikningnum í Bretlandi. Sveitarfélögin voru með heildsöluinnlán hjá Heritable Bank í Bretlandi," segir í athugasemd frá bankanum.

Frétt Vísis var unnin upp úr frétt frá Reuters fréttaveitunni þar sem sagt var að sveitarfélögin krefðust þess að bresk stjórnvöld tryggðu innistæður þeirra líkt og einstaklinga hjá Icesave.

Landsbankinn lánaði því ekki sveitarfélögunum í gegnum Icesave heldur í gegnum Heritable bankann sem er einnig í eigu Landsbankans.










Tengdar fréttir

Bresk sveitarfélög með milljarða hjá Icesave

Sveitarstjórnir víðsvegar um Bretland óttast nú um hag sinn í kjölfar þess að Icesave var lokað. Samtök sveitarfélaga í landinu hafa nú krafist þess af breskum stjórnvöldum að þau tryggi innistæður sveitarfélaganna líkt og einstaklingunum hefur verið lofað. Að minnsta kosti 20 sveitarfélög hafa nýtt sér þjónustu Icesave og lagt þar inn fé sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×