Viðskipti erlent

Markaðir í Asíu hrundu í nótt og í Evrópu í morgun

Markaðir í Asíu hrundu í nótt í kjölfar blóðbaðsins á Wall Street í gærkvöldi.

Nikkei-vísitaln í Japan lækkaði um tæp 10%, Hang Seng í Hong Kong lækkaði um 7% og jafnvel CSI 300 vísitalan í Kína féll um 5% en markaðurinn þar hefur verið mun stöðugri að undanförnu en aðrir markaðir heimsins.

Þessar lækkanir komu í kjölfar eins versta dags á síðari tímum á Wall Street þar sem Dow Jones vístalan lækkaði um 7%.

Og í morgun hafa markaðir í Evrópu opnað í mikilli niðursveiflu. Þannig hefur FTSE-vísitalan í London fallið um 10%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×