Viðskipti erlent

Kaupþing lokar Edge-reikningum í Noregi

Búið er að loka fyrir úttektir á Edge-reikningum Kaupþings í Noregi og hafa sparifjáreigendur þar ekki lengur aðgang að þeim.

Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs segir í samtali við viðskiptavefinn E24.no að ekki liggi ljóst fyrir hvort Íslandi muni tryggja innistæður upp að 20.000 evrum á þessum reikningum.

Halvorsen ítrekar svo orð sín frá í morgun að norsk stjórnvöld muni tryggja innistæður Norðmanna hjá Kaupþingi í Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×