Viðskipti erlent

Segir bílskúrsútsölu hjá íslenskum bönkum

Bílskúrsútsala er hafin hjá íslenskum bönkum segir á vef norska viðskiptamiðilsins E24.

Bent er á að Kaupþing hafi selt netbankann Edge og þá standi til að selja Kaupþing í Svíþjóð eftir að Seðlabankinn þar í landi veitt honum neyðarlán. Haft er eftir Stefan Ingves, seðlabankastjóri Svíþjóðar, að ef ekki finnist kaupandi að bankanum geti hann endað hjá Seðlabankanum sænska.

Enn fremur vinni Glitnir að því að selja finnskt dótturfélag sitt og félag í Svíþjóð. Þá er bent á að hvorki Landsbankinn, Glitnir né Kaupþing hafi tilkynnt að þeir hyggist selja fyrirtæki í Noregi, en þess skal getið að ríkið hefur skipað skilanefnd fyrir tvo fyrstnefndu bankana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×