Viðskipti erlent

Kauphöllin í Osló lokar fyrir öll viðskipti með Glitni

Kauphöllin í Osló hefur ákveðið að loka fyrir öll viðskipti með Glitni Bank í kauphöllinni. Fyrr í morgun var lokað fyrir viðskipti með Kaupþing í kauphöllinni og á þriðjudag var lokað fyrir viðskiptin með Landsbanki Norge.

Guro Steine upplýsingafulltrúi kauphallarinnar í Osló segir í samtali við E24.no að lokunin gildi fyrir hluti með móðurfélagið Glitni hf. á Íslandi en ekki Glitnir Securities Norge og Svergie. Aðspurður um hvort til stæði að loka einnig fyrir þessi félög segir Steine það vera í athugun.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×