Viðskipti erlent

Bresk sveitarfélög með milljarða hjá Icesave

Sveitarstjórnir víðsvegar um Bretland óttast nú um hag sinn í kjölfar þess að Icesave var lokað. Samtök sveitarfélaga í landinu hafa nú krafist þess af breskum stjórnvöldum að þau tryggi innistæður sveitarfélaganna líkt og einstaklingunum hefur verið lofað. Að minnsta kosti 20 sveitarfélög hafa nýtt sér þjónustu Icesave og lagt þar inn fé sitt.

Óljóst er hve miklar upphæðir er um að ræða, en breski íhaldsflokkurinn hefur reynt að leggja mat á það og líklegt er talið að innistæður breskra sveitarfélaga í Icesave nemi um það bil 40 milljón pundum, eða tæpum sjö milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×