Viðskipti erlent

Tchenguiz verður fyrir miklu tjóni vegna vandræða Kaupþings

Fasteignamógúllinn og stjórnarmaður í Exista Robert Tchenguiz hefur mátt horfa upp á hundruð milljóna punda tap í dag þar sem Kaupþing mun selja hluti hans í Sainsbury og MItchell & Butlers.

Frétt um málið á Timesonline hefst þannig: "Robert Tchenguiz, fasteignamilljarðamæringurinn sá hluti sína í J Sainsbury og Mitchells & Butlers (M&B) gerða upp í morgun þar sem íslenska ríkisstjórnin er í gangi með mikla sölu á eignum banka sinna."

Times segir að Kaupþing hafi sett 10% hlut Tchenguiz í Sainsbury til sölu á 250 pens hlutinn en Tchenguiz keypti þessa hluti á 450 pens. Kaupþing lánaði Tchenguiz fyrir kaupunum.

Hvað M&B varðar segir Times að nauðungarsala Kaupþings á 4,7% hlut Tchenguiz þar muni sennilega kosta hann 390 milljónir punda eða rúmlega 8 milljarða kr.. Tchenguiz keypti hlutinn þar á 500 pens stykkið en í sölunni fór hluturinn á 130 pens. Kaupþing hafði hlutinn í sinni umsjón sem tryggingu fyrir kaupum Tchenguiz.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×