Viðskipti erlent

Stýrivaxtalækkun tikkar inn í Evrópu

Mynd/AFP
Talsverð hækkun er á flestum hlutabréfamörkuðum í dag. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af óvæntri stýrivaxtalækkun seðlabanka víða um heim til að sporna við spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hugsanlegt samdráttarskeið beggja vegna Atlantsála. Seðlabankar Bandaríkjanna, evrulandanna, Englands, Sviss, Kanada og Svíþjóðar lækkuðu stýrivexti um 0,5 prósent í gær auk þess sem evrópsku seðlabankarnir dældu milljörðum dala inn á fjármálamarkaði til að hleypa lífi í millibankamarkaðinn. Þá eiga björgunaraðgerðir breskra stjórnvalda stóran hlut að máli, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú hækkað um 3,3 prósent,, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 2,7 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 3,12 prósent. Talsverð hækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum. Vísitalan í Danmörku hefur hækkað um 2,9 prósent, sú í Stokkhólmi í Svíþjóð um 3,3 prósent, í Finnlandi um 4 prósent og í Noregi um 5,11 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×