Viðskipti erlent

Milestone selur hlut í Carnegie með stóru tapi

Moderna Finance Group, fjárfestingarfélag Milestone í Svíþjóð hefur selt 4,9% af hlut sínum í Carnegie bankanum með stóru tapi.

Samkvæmt umfjöllun á vefsíðunni di.se nemur tapið af sölunni um 350 milljónum sænskra kr. eða sem svarar til tæplega 7 milljarða kr. Söluverðið á hlutnum nam tæplega 160 milljónum sænskra kr.

Hlutur Moderna í Carnegie stóð í 17,6% á öðrum ársfjórðungi þessa árs og ekki eru uppi áform um frekari sölu að sögn di.se.

Þegar Moderna keypti sig inn í Carnegie fyrir um ári síðan var kaupverðið á hlut 140 sænskar kr. Við söluna nú fór hluturinn á 42 sænskar kr.

Er fréttin barst út féll verðið á hlutnum um 13% eða niður í 36,4 skr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×