Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka

Einn af örfáum ljósum punktum í fjármálakreppunni er að heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka.

Tunnan er nú komin niður fyrir 80 dollara og hefur verðið ekki verið jafnlágt í rúmlega ár. Sökum þessara verðlækkana að undanförnu ætla OPEC, samtök olíuríkja að halda sérstakan fund um málið í Vín í Austurríki í næsta mánuði.

Þar mun ætlunin vera, að sögn talsmanns OPEC, að auka stöðugleikan á olíumarkaðinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×