Viðskipti erlent

Icesave í Hollandi er komið í þrot

Icesave í Hollandi er komið í þrot. Á heimsíðu netbankans segir að hann geti ekki lengur staðið við skuldbindingar sínar vegna vandræða móðurfélagsins á Íslandi, þ.e. Landsbankans.

Jafnframt kemur fram að tryggingarsjóður á Íslandi muni ábyrgjast innistæður upp á allt að rúmlega 20.000 evrur og að seðlabanki Hollands muni aðstoða fólk við að sækja það fé.

Vefsíðu Icesave í Hollandi var lokað í morgun. Á síðunni er tilkynning frá hollenska seðlabankanum þar sem fram kemur að óljóst sé með stöðu Landsbankans á Íslandi og hollensk yfirvöld reyni nú að ná sambandi við þau íslensku vegna málsins.

Þar segir að hollenska ríkið hafi ákveðið að tryggja innistæður í hollenskum bönkum upp á hámarki hundrað þúsund evrum á einstakling í hverjum banka. Hvað Icesave varði falli tryggingin að hluta á íslenska tryggingasjóðinn en að engu leyti á þann hollenska.

Talið er að um hundrað þúsund manns hafi verið með reikninga í hollenska Icesave.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×