Viðskipti erlent

Birgir Bieltvedt opnar fyrir sölu á Magasin og Illum

Birgir Bieltvedt meðeigandi og varaformaður stjórnar Magasin du Nord og Illum í Kaupmannahöfn hefur opnað fyrir möguleika á sölu þessara stórverslana. Í frétt í börsen í dag segir Birgir að nú sé gott mjög augnablik fyrir hugsanlegan kaupenda.

Í gær neitaði Baugur því að Magasin og Illum væru til sölu og Birgir sjálfur sagði slíkt af og frá fyrir tveimur vikum síðan.

Börsen segir að eftir fall Kaupþings sé Birgir Bieltvedt ekki jafn staðfastur á skoðun sinni um að þessar stórverslanir séu til sölu.

Í samtli við Ritzau-fréttastofuna segir Birgir að hlutirnir breytist nú á Íslandi frá mínútu til mínútu. "Þrir af stærstu bönkunum eru fallnir og það hefur að sjálfsögðu áhrif á Íslendinga," segir Birgir. "En að það hafi í för með sér nýja eigendur að Magasin og Illum get ég ekki sagt til um nú. Slíkt mun tíminn leiða í ljós."

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×