Viðskipti erlent

Hækkun á Asíumörkuðum í morgun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun eftir að fjórir seðlabankar í álfunni lækkuðu stýrivexti sína.

Þetta er liður í átaki seðlabanka heimsins til að draga úr því bylmingshöggi sem heimskreppan hefur greitt fjármálamörkuðum. Til dæmis hækkuðu bréf í kínverska Iðnaðar- og verslunarbankanum um rúmlega sex prósent og japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um tæp tvö prósent eftir níu prósenta hrapið í gær.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×