Fleiri fréttir Viðskiptajöfnuðurinn hagstæður um 5,6 milljarða Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 5,6 milljarða kr. í ársfjórðungnum samanborið við rúmlega 15 milljarða kr. óhagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 25,6 milljarða kr. og 0,6 milljarða kr. af þjónustuviðskiptum. 4.6.2013 07:03 Nýr vefmiðill um sjávarútvegsmál Nýr vefmiðill kvótinn.is hefur hafið göngu á netinu. Ritstjóri vefsins er Hjörtur Gíslason einn reyndasti sjávarútvegsblaðamaður landsins, en hann var áður blaðamaður á Morgunblaðinu. 3.6.2013 17:10 Kauphallareftirlitið kannar ónákvæmni í frétt RUV Kauphallareftirlitið er að kanna það sem Steinn Logi Björnsson forstjóri Skipta hf. kallar ónákvæmni í frétt sem flutt var í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Fréttin fjallaði um að endurskipulagningu Skipta væri lokið og í henni talin upp helstu atriði í samkomulagi sem náðst hefur við kröfuhafa félagsins. 3.6.2013 14:55 Hlutabréfaviðskipti jukust um yfir 700% milli ára í maí Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í maímánuði námu 38.3 milljörðum kr. eða 1.916 milljónum kr. á dag. Það er 718% hækkun á milli ára, samanborið við 234 milljóna króna veltu á dag í maí í fyrra, og 41% hækkun frá fyrri mánuði, en viðskipti með hlutabréf í aprílmánuði námu 1.356 milljónum kr. á dag. 3.6.2013 14:20 OECD: Engin verðbóla á íslenska íbúðamarkaðinum Íbúðarhúsnæði hér á landi er virðist hvorki vera yfir- né undirverðlagt að mati OECD. Sér stofnunin því ekki merki um verðbólu á markaðinum. 3.6.2013 09:45 Rifós stefnir á 1.000 tonna bleikjueldi Fiskeldisfyrirtækið Rifós í Kelduhverfi stefnir á að hætta laxeldi sínu og einbeita sér í staðinn að bleikjueldi. Félagið hefur starfsleyfi fyrir 1.000 tonna eldi á bleikju. 3.6.2013 09:12 Ferðamenn greiddu 14,4 milljarða fyrir gistiþjónustu í fyrra Stærsti liður erlendrar kortaveltu hér á landi á síðasta ári var í flokknum gistiþjónusta eða liðlega 14,4 milljarðar kr. Þá var velta ýmissar ferðaþjónustu (t.d. skipulegra skoðunarferða, pakkaferðir, veiðileyfi o.fl.) 8,7 milljarðar kr., 7,6 milljarðar til veitingahúsa og 4,3 milljarðar kr. til bílaleiga. 3.6.2013 08:11 Arðsemi banka enn undir markmiði Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um rétt tæpa 14 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 3.6.2013 06:00 Ferðaþjónustan að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar Ferðaþjónustan er að verða sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi og er að fara fram úr sjávarútvegi. Er búist við að það gerist á þessu ári. 1.6.2013 18:30 Miklir möguleikar í rekstri gagnavera á Íslandi Ísland er einn ákjósanlegasti staður veraldar þegar kemur að rekstri gagnavera. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun og kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirtækja á dögunum 1.6.2013 13:29 Telur umræðu um verð á innfluttum vörum villandi "Innkaupsverð á innfluttum neysluvörum hækkaði um 4,2% á milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og fyrsta ársfjórðungs í ár. Á sama tíma hækkaði verð til íslenskra neytenda um 3,7%, þ.e. minna en tilefni var til. Launavísitalan hækkaði enn fremur á sama tímabili um 5,2% en þrátt fyrir það virðist álagning ekki hafa hækkað á tímabilinu.“ 31.5.2013 14:03 Hagfræðideild dregur úr hagvaxtarspá sinni Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði 1,8% á þessu ári í uppfærðri þjóðhagsspá sinni. Þetta er nokkur lækkun frá spá deildarinnar frá nóvember 2012, en þá var spáð 2,4% hagvexti. 31.5.2013 13:17 Tvö útgerðarfélög eignast dragnótaskipið Portland Tvö útgerðarfélög, þ.e. Dala Rafn ehf, og Útgerðarfélagið Glófaxi ehf., óskuðu eftir viðræðum við Vestmannaeyjabæ í gær um að fá kauptilboðið á dragnótaskipið Portland VE 79 framselt til sín. Eins og kunnugt er af fréttum í ákvað Vestmannaeyjabær að nýta sér forkaupsrétt sinn að skipinu. 31.5.2013 12:34 HB Grandi aðeins 6 mánuði að byggja 3.800 fm frystigeymslu Það eru aðeins liðnir 6 mánuðir og einni viku betur síðan Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri frystigeymslu og flokkunarhúsi austan við fiskiðjuver félagsins á Norðurgarði í Reykjavík. 31.5.2013 12:26 Fyrsti jákvæði þjónustujöfnuður í upphafi árs síðan 1990 Afgangur var af þjónustujöfnuði við útlönd á fyrsta fjórðungi þessa árs upp á 625 milljónir kr. skv. bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands birti nú í morgun. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi sem afgangur er af þjónustujöfnuði á fyrsta ársfjórðungi, eða a.m.k. í fyrsta sinn frá árinu 1990 sem er eins langt aftur og tölur Seðlabanka Íslands ná. 31.5.2013 12:20 Skuldabréf Skipta eru á athugunarlista Með vísan til tilkynningar frá Skiptum hf. sem birt var opinberlega í dag vill Kauphöllin ítreka að skuldabréfið SIMI 06 1 er á athugunarlista. Kauphöllin vekur athygli á því að ákveðnar takmarkanir eru á framsali skuldabréfanna í tilkynningu um málið. 31.5.2013 12:11 Arion banki gefur út nýtt kort í samvinnu við Icelandair Í dag hefur Arion banki útgáfu á MasterCard World Elite kortum sem veita handhöfum víðtæk ferðatengd fríðindi. Kortin eru gefin út í samstarfi við Icelandair en Arion banki og Icelandair undirrituðu nýlega samstarfssamning þar um. 31.5.2013 11:49 Jón Björnsson ráðinn forstjóri ORF Líftækni Greint var frá því á aðalfundi ORF Líftækni hf. í gær að stjórn félagsins hafi gengið frá ráðningu Jóns Björnssonar í starf forstjóra félagsins. 31.5.2013 11:42 Endurskipulagningu Skipta verði lokið í lok júní Stefnt er að því að endurskipulagningu Skipta hf. verði lokið í lok júní. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kaupahallarinnar. 31.5.2013 11:24 Eigendur Reykjahlíðar vilja virkjun í Bjarnarflagi Landeigendur Reykjahlíðar ehf. í Mývatnssveit skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að lokið verði nauðsynlegum undirbúningi vegna nýrrar 45 MW gufuaflsvirkjunar í Bjarnarflagi og að framkvæmdir hefjist sem fyrst. 31.5.2013 11:07 Íslandsbanki hefur endurreiknað 7.200 gengislán Íslandsbanki hefur nú þegar endurreiknað 7.200 bílalán og kaupleigusamninga af um 15.000 í samræmi við dóma Hæstaréttar sem féllu á síðasta ári um hvernig fjármálafyrirtæki skyldu endurreikna ólögmæt gengistryggð lán, svonefndir kvittanadómar. 31.5.2013 11:01 Ísland hagstæðasti staðurinn fyrir gagnaver Ísland er afar ákjósanlegur staður fyrir uppbyggingu netþjónabúa. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun af alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu BroadGroup. 31.5.2013 10:00 Hagnaður TM yfir hálfur milljarður á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 522 milljónum kr. eftir skatta. Þetta er verulega betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 191 milljón kr. 31.5.2013 09:37 Vöruskiptin hagstæð um rúma 77 milljarða í fyrra Á árinu 2012 voru fluttar út vörur fyrir 633,0 milljarða króna en inn fyrir 555,7 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 77,3 milljörðum króna en 97,1 milljarðs króna afgangur var árið 2011 á gengi hvors árs. 31.5.2013 09:16 Þjónustujöfnuður við útlönd var í járnum Útflutningur á þjónustu á fyrsta ársfjórðungi ársins var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 77,3 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 76,6 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 0,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi en var neikvæður um 5,7 milljarða á sama tíma 2012 á gengi hvors árs. 31.5.2013 09:12 Vöruskiptin hagstæð um 30,5 milljarða á fyrstu mánuðum ársins Fyrstu fjóra mánuðina í ár voru fluttar út vörur fyrir 207,8 milljarða króna en inn fyrir 177,3 milljarða króna. 30,5 milljarða króna afgangur var því á vöruskiptum við útlönd en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 27,7 milljarða kr. á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 2,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. 31.5.2013 09:09 Smáralind ehf. sýknað af 1.3 milljarða kröfu þrotabús Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. hefur verið sýknað af kröfum þrotabús Norðurturnsins með dómi Hæstaréttar frá því í gær. Eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur síðla árs 2012 var niðurstöðunni áfrýjað af þrotabúi Norðurturnsins. Niðurstaða dagsins í dag er í samræmi við fyrri niðurstöðu. 31.5.2013 08:08 Flest öldrunarheimili án þjónustusamninga við stjórnvöld Stjórnvöld hafa aðeins gert formlega þjónustusamninga við 11% öldrunarheimila sem fá fjárframlög úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneytið til að bæta úr þessu. 31.5.2013 08:02 Greining gagnrýnir Eygló harðlega fyrir ummæli um ÍLS Greining Arion banka gagnrýnir Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra harðlega fyrir ummæli hennar um Íbúðalánasjóð (ÍLS) í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í vikunni. Þar sagði Eygló m.a. að leysa þyrfti vanda sjóðsins í samvinnu við kröfuhafa. 31.5.2013 07:57 Óvissa ríkir um gengislán upp á milljarða Óvissa ríkir um afdrif þúsunda skammtímalána að verðmæti milljarða króna eftir dóm Hæstaréttar í gær, skv. áliti lögmanns. 31.5.2013 07:00 Landsbankinn selur í Regin Eignarhaldsfélag Landsbankans hefur ákveðið að bjóða til sölu 25% hlut sinn í fasteignafélaginu Regin. 31.5.2013 07:00 Vestmannaeyjabær nýtir forkaupsrétt að dragnótaskipi Nú fyrir skömmu lauk aukafundi bæjarráðs Vestmannaeyja þar sem samþykkt var að neyta þess forkaupsréttar sem sveitarfélögum er áskilinn í lögum um stjórn fiskveiða. Þar með gengur Vestmannaeyjabær inn í fyrirhugaða sölu á dragnótaskipinu Portland VE97 ásamt með öllu sem því fylgir og fylgja ber að engu undanskildu þ.m.t. tilheyrandi aflahlutdeild skipsins og veiðarfærum. 30.5.2013 13:42 Arnór og Þorkell ráðnir til ALDA Asset Management ALDA Asset Management hefur ráðið Arnór Gunnarsson sem forstöðumann hlutabréfa og Þorkel Magnússon sem forstöðumann skuldabréfa. Báðir hafa þeir mikla reynslu af fjármálamörkuðum og eignastýringu. Þeir voru áður forstöðumenn samsvarandi sviða hjá Stefni hf., dótturfélagi Arion banka, og tóku virkan þátt í uppbyggingu félagsins, að því er segir í tilkynningu um ráðninguna. 30.5.2013 12:26 Samkeppnishæfni Íslands fer hrakandi Ísland lækkar um þrjú sæti á milli ára í nýrri úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni landa. Ísland fellur úr sæti 26 í sæti 29 á listanum sem samanstendur af 60 þjóðum. Er það þriðja lakasta staða Íslands frá upphafi mælinga en árið 2011 stóð Ísland í 31. sæti. 30.5.2013 12:02 Hlutir í Vodafone lækka um rúm 6% Hlutir í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, hafa lækkað töluvert í verði í Kauphöllinni í morgun eða um rúmlega 6%. 30.5.2013 10:32 Leysa þarf vanda ÍLS í samvinnu við kröfuhafa Í tilkynningu sem Íbúðalánasjóður (ÍLS) og velferðarráðuneytið hafa sent til Kauphallarinnar segir að vanda sjóðsins þarf að leysa í samvinnu við kröfuhafa hans. Jafnframt er áréttað að ÍLS nýtur ríkisábyrgðar. 30.5.2013 09:54 BroadGroup: Ísland ákjósanlegt sem miðstöð netþjónabúa Í nýrri úttekt sem BroadGroup Consulting hefur unnið fyrir Landsvirkjun segir að í framtíðinni sé Ísland ákjósanlegt sem miðstöð fyrir netþjónabú. Landið hafi allt sem þarf, góða innviði og ekki hvað síst ódýra sjálfbæra orku. 30.5.2013 09:36 Veruleg lækkun á framleiðsluverði Vísitala framleiðsluverðs í apríl s.l. var 201,2 stig og lækkaði um 5,9% frá mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 30.5.2013 09:12 Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar áfram milli ára Alls voru 122 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í aprílmánuði, flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 4 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 348, en það er tæplega 15% fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 408 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. 30.5.2013 09:07 Hagnaður Íslandsbanka minnkar milli ára Hagnaður Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi ársins eftir skatta nam 4,6 milljörðum kr. Þetta er nokkuð lakari afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn var 5,6 milljarðar kr. Munurinn á milli ára liggur að stærstum hluta í lægri vaxtatekjum og sveiflum í gengi íslensku krónunnar. 30.5.2013 09:04 Ætla að breyta lögum um tekjuskatt vegna dómsmáls ESA Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem ætlað er að semja frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt hóf störf í apríl sl. Til hópsins var stofnað í kjölfar athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna skattlagningar óinnleysts hagnaðar hjá fyrirtækjum sem renna saman þvert á landamæri. 30.5.2013 07:27 Viðsnúningur til hins verra hjá Vodafone Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone skilaði 24 milljón kr. hagnaði eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Á sama tímabili í fyrra var 119 milljóna króna hagnaður af rekstri fyrirtækisins. 30.5.2013 07:22 Efla samstarf vegna olíuiðnaðar Íslenski sjávarklasinn og danski klasinn Offshore Energy hafa ákveðið að auka samstarf fyrirtækja í klösunum tveimur um eflingu þekkingar og samstarfs í sambandi við uppbyggingu olíu- og gasiðnaðarins á Grænlandi. 30.5.2013 07:00 Allir studdu tillögu Más um óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd var einróma í þeirri ákvörðun, fyrir síðustu stýrivaxtaákvörðun, að halda ætti vöxtum bankans óbreyttum. Ástæðurnar voru þær að í samræmi við hægari alþjóðlegan hagvöxt hefði dregið úr hagvexti hér á landi og viðskiptakjör hefðu rýrnað. Samkvæmt hagspá sem birtist í Peningamálum, riti Seðlabankans, 15. maí eru horfur á að innlendur hagvöxtur verði í ár og yfir spátímabilið heldur minni en Seðlabankinn spáði í febrúar, en eigi að síður nálægt meðalhagvexti undanfarinna þriggja áratuga. Batinn á vinnumarkaði héldi áfram, með fjölgun starfandi og minna atvinnuleysi. Verðbólga hafði hjaðnað í takt við spár bankans og mældist 3,3% í apríl. 29.5.2013 16:29 ESA stefnir íslenska ríkinu vegna skattlagningar Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstólinn fyrir að skattleggja óinnleystan hagnað fyrirtækja sem renna saman þvert á landamæri. 29.5.2013 14:40 Sjá næstu 50 fréttir
Viðskiptajöfnuðurinn hagstæður um 5,6 milljarða Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 5,6 milljarða kr. í ársfjórðungnum samanborið við rúmlega 15 milljarða kr. óhagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 25,6 milljarða kr. og 0,6 milljarða kr. af þjónustuviðskiptum. 4.6.2013 07:03
Nýr vefmiðill um sjávarútvegsmál Nýr vefmiðill kvótinn.is hefur hafið göngu á netinu. Ritstjóri vefsins er Hjörtur Gíslason einn reyndasti sjávarútvegsblaðamaður landsins, en hann var áður blaðamaður á Morgunblaðinu. 3.6.2013 17:10
Kauphallareftirlitið kannar ónákvæmni í frétt RUV Kauphallareftirlitið er að kanna það sem Steinn Logi Björnsson forstjóri Skipta hf. kallar ónákvæmni í frétt sem flutt var í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Fréttin fjallaði um að endurskipulagningu Skipta væri lokið og í henni talin upp helstu atriði í samkomulagi sem náðst hefur við kröfuhafa félagsins. 3.6.2013 14:55
Hlutabréfaviðskipti jukust um yfir 700% milli ára í maí Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í maímánuði námu 38.3 milljörðum kr. eða 1.916 milljónum kr. á dag. Það er 718% hækkun á milli ára, samanborið við 234 milljóna króna veltu á dag í maí í fyrra, og 41% hækkun frá fyrri mánuði, en viðskipti með hlutabréf í aprílmánuði námu 1.356 milljónum kr. á dag. 3.6.2013 14:20
OECD: Engin verðbóla á íslenska íbúðamarkaðinum Íbúðarhúsnæði hér á landi er virðist hvorki vera yfir- né undirverðlagt að mati OECD. Sér stofnunin því ekki merki um verðbólu á markaðinum. 3.6.2013 09:45
Rifós stefnir á 1.000 tonna bleikjueldi Fiskeldisfyrirtækið Rifós í Kelduhverfi stefnir á að hætta laxeldi sínu og einbeita sér í staðinn að bleikjueldi. Félagið hefur starfsleyfi fyrir 1.000 tonna eldi á bleikju. 3.6.2013 09:12
Ferðamenn greiddu 14,4 milljarða fyrir gistiþjónustu í fyrra Stærsti liður erlendrar kortaveltu hér á landi á síðasta ári var í flokknum gistiþjónusta eða liðlega 14,4 milljarðar kr. Þá var velta ýmissar ferðaþjónustu (t.d. skipulegra skoðunarferða, pakkaferðir, veiðileyfi o.fl.) 8,7 milljarðar kr., 7,6 milljarðar til veitingahúsa og 4,3 milljarðar kr. til bílaleiga. 3.6.2013 08:11
Arðsemi banka enn undir markmiði Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um rétt tæpa 14 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 3.6.2013 06:00
Ferðaþjónustan að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar Ferðaþjónustan er að verða sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi og er að fara fram úr sjávarútvegi. Er búist við að það gerist á þessu ári. 1.6.2013 18:30
Miklir möguleikar í rekstri gagnavera á Íslandi Ísland er einn ákjósanlegasti staður veraldar þegar kemur að rekstri gagnavera. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun og kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirtækja á dögunum 1.6.2013 13:29
Telur umræðu um verð á innfluttum vörum villandi "Innkaupsverð á innfluttum neysluvörum hækkaði um 4,2% á milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og fyrsta ársfjórðungs í ár. Á sama tíma hækkaði verð til íslenskra neytenda um 3,7%, þ.e. minna en tilefni var til. Launavísitalan hækkaði enn fremur á sama tímabili um 5,2% en þrátt fyrir það virðist álagning ekki hafa hækkað á tímabilinu.“ 31.5.2013 14:03
Hagfræðideild dregur úr hagvaxtarspá sinni Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði 1,8% á þessu ári í uppfærðri þjóðhagsspá sinni. Þetta er nokkur lækkun frá spá deildarinnar frá nóvember 2012, en þá var spáð 2,4% hagvexti. 31.5.2013 13:17
Tvö útgerðarfélög eignast dragnótaskipið Portland Tvö útgerðarfélög, þ.e. Dala Rafn ehf, og Útgerðarfélagið Glófaxi ehf., óskuðu eftir viðræðum við Vestmannaeyjabæ í gær um að fá kauptilboðið á dragnótaskipið Portland VE 79 framselt til sín. Eins og kunnugt er af fréttum í ákvað Vestmannaeyjabær að nýta sér forkaupsrétt sinn að skipinu. 31.5.2013 12:34
HB Grandi aðeins 6 mánuði að byggja 3.800 fm frystigeymslu Það eru aðeins liðnir 6 mánuðir og einni viku betur síðan Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri frystigeymslu og flokkunarhúsi austan við fiskiðjuver félagsins á Norðurgarði í Reykjavík. 31.5.2013 12:26
Fyrsti jákvæði þjónustujöfnuður í upphafi árs síðan 1990 Afgangur var af þjónustujöfnuði við útlönd á fyrsta fjórðungi þessa árs upp á 625 milljónir kr. skv. bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands birti nú í morgun. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi sem afgangur er af þjónustujöfnuði á fyrsta ársfjórðungi, eða a.m.k. í fyrsta sinn frá árinu 1990 sem er eins langt aftur og tölur Seðlabanka Íslands ná. 31.5.2013 12:20
Skuldabréf Skipta eru á athugunarlista Með vísan til tilkynningar frá Skiptum hf. sem birt var opinberlega í dag vill Kauphöllin ítreka að skuldabréfið SIMI 06 1 er á athugunarlista. Kauphöllin vekur athygli á því að ákveðnar takmarkanir eru á framsali skuldabréfanna í tilkynningu um málið. 31.5.2013 12:11
Arion banki gefur út nýtt kort í samvinnu við Icelandair Í dag hefur Arion banki útgáfu á MasterCard World Elite kortum sem veita handhöfum víðtæk ferðatengd fríðindi. Kortin eru gefin út í samstarfi við Icelandair en Arion banki og Icelandair undirrituðu nýlega samstarfssamning þar um. 31.5.2013 11:49
Jón Björnsson ráðinn forstjóri ORF Líftækni Greint var frá því á aðalfundi ORF Líftækni hf. í gær að stjórn félagsins hafi gengið frá ráðningu Jóns Björnssonar í starf forstjóra félagsins. 31.5.2013 11:42
Endurskipulagningu Skipta verði lokið í lok júní Stefnt er að því að endurskipulagningu Skipta hf. verði lokið í lok júní. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kaupahallarinnar. 31.5.2013 11:24
Eigendur Reykjahlíðar vilja virkjun í Bjarnarflagi Landeigendur Reykjahlíðar ehf. í Mývatnssveit skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að lokið verði nauðsynlegum undirbúningi vegna nýrrar 45 MW gufuaflsvirkjunar í Bjarnarflagi og að framkvæmdir hefjist sem fyrst. 31.5.2013 11:07
Íslandsbanki hefur endurreiknað 7.200 gengislán Íslandsbanki hefur nú þegar endurreiknað 7.200 bílalán og kaupleigusamninga af um 15.000 í samræmi við dóma Hæstaréttar sem féllu á síðasta ári um hvernig fjármálafyrirtæki skyldu endurreikna ólögmæt gengistryggð lán, svonefndir kvittanadómar. 31.5.2013 11:01
Ísland hagstæðasti staðurinn fyrir gagnaver Ísland er afar ákjósanlegur staður fyrir uppbyggingu netþjónabúa. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun af alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu BroadGroup. 31.5.2013 10:00
Hagnaður TM yfir hálfur milljarður á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 522 milljónum kr. eftir skatta. Þetta er verulega betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 191 milljón kr. 31.5.2013 09:37
Vöruskiptin hagstæð um rúma 77 milljarða í fyrra Á árinu 2012 voru fluttar út vörur fyrir 633,0 milljarða króna en inn fyrir 555,7 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 77,3 milljörðum króna en 97,1 milljarðs króna afgangur var árið 2011 á gengi hvors árs. 31.5.2013 09:16
Þjónustujöfnuður við útlönd var í járnum Útflutningur á þjónustu á fyrsta ársfjórðungi ársins var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 77,3 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 76,6 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 0,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi en var neikvæður um 5,7 milljarða á sama tíma 2012 á gengi hvors árs. 31.5.2013 09:12
Vöruskiptin hagstæð um 30,5 milljarða á fyrstu mánuðum ársins Fyrstu fjóra mánuðina í ár voru fluttar út vörur fyrir 207,8 milljarða króna en inn fyrir 177,3 milljarða króna. 30,5 milljarða króna afgangur var því á vöruskiptum við útlönd en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 27,7 milljarða kr. á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 2,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. 31.5.2013 09:09
Smáralind ehf. sýknað af 1.3 milljarða kröfu þrotabús Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. hefur verið sýknað af kröfum þrotabús Norðurturnsins með dómi Hæstaréttar frá því í gær. Eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur síðla árs 2012 var niðurstöðunni áfrýjað af þrotabúi Norðurturnsins. Niðurstaða dagsins í dag er í samræmi við fyrri niðurstöðu. 31.5.2013 08:08
Flest öldrunarheimili án þjónustusamninga við stjórnvöld Stjórnvöld hafa aðeins gert formlega þjónustusamninga við 11% öldrunarheimila sem fá fjárframlög úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneytið til að bæta úr þessu. 31.5.2013 08:02
Greining gagnrýnir Eygló harðlega fyrir ummæli um ÍLS Greining Arion banka gagnrýnir Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra harðlega fyrir ummæli hennar um Íbúðalánasjóð (ÍLS) í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í vikunni. Þar sagði Eygló m.a. að leysa þyrfti vanda sjóðsins í samvinnu við kröfuhafa. 31.5.2013 07:57
Óvissa ríkir um gengislán upp á milljarða Óvissa ríkir um afdrif þúsunda skammtímalána að verðmæti milljarða króna eftir dóm Hæstaréttar í gær, skv. áliti lögmanns. 31.5.2013 07:00
Landsbankinn selur í Regin Eignarhaldsfélag Landsbankans hefur ákveðið að bjóða til sölu 25% hlut sinn í fasteignafélaginu Regin. 31.5.2013 07:00
Vestmannaeyjabær nýtir forkaupsrétt að dragnótaskipi Nú fyrir skömmu lauk aukafundi bæjarráðs Vestmannaeyja þar sem samþykkt var að neyta þess forkaupsréttar sem sveitarfélögum er áskilinn í lögum um stjórn fiskveiða. Þar með gengur Vestmannaeyjabær inn í fyrirhugaða sölu á dragnótaskipinu Portland VE97 ásamt með öllu sem því fylgir og fylgja ber að engu undanskildu þ.m.t. tilheyrandi aflahlutdeild skipsins og veiðarfærum. 30.5.2013 13:42
Arnór og Þorkell ráðnir til ALDA Asset Management ALDA Asset Management hefur ráðið Arnór Gunnarsson sem forstöðumann hlutabréfa og Þorkel Magnússon sem forstöðumann skuldabréfa. Báðir hafa þeir mikla reynslu af fjármálamörkuðum og eignastýringu. Þeir voru áður forstöðumenn samsvarandi sviða hjá Stefni hf., dótturfélagi Arion banka, og tóku virkan þátt í uppbyggingu félagsins, að því er segir í tilkynningu um ráðninguna. 30.5.2013 12:26
Samkeppnishæfni Íslands fer hrakandi Ísland lækkar um þrjú sæti á milli ára í nýrri úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni landa. Ísland fellur úr sæti 26 í sæti 29 á listanum sem samanstendur af 60 þjóðum. Er það þriðja lakasta staða Íslands frá upphafi mælinga en árið 2011 stóð Ísland í 31. sæti. 30.5.2013 12:02
Hlutir í Vodafone lækka um rúm 6% Hlutir í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, hafa lækkað töluvert í verði í Kauphöllinni í morgun eða um rúmlega 6%. 30.5.2013 10:32
Leysa þarf vanda ÍLS í samvinnu við kröfuhafa Í tilkynningu sem Íbúðalánasjóður (ÍLS) og velferðarráðuneytið hafa sent til Kauphallarinnar segir að vanda sjóðsins þarf að leysa í samvinnu við kröfuhafa hans. Jafnframt er áréttað að ÍLS nýtur ríkisábyrgðar. 30.5.2013 09:54
BroadGroup: Ísland ákjósanlegt sem miðstöð netþjónabúa Í nýrri úttekt sem BroadGroup Consulting hefur unnið fyrir Landsvirkjun segir að í framtíðinni sé Ísland ákjósanlegt sem miðstöð fyrir netþjónabú. Landið hafi allt sem þarf, góða innviði og ekki hvað síst ódýra sjálfbæra orku. 30.5.2013 09:36
Veruleg lækkun á framleiðsluverði Vísitala framleiðsluverðs í apríl s.l. var 201,2 stig og lækkaði um 5,9% frá mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 30.5.2013 09:12
Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar áfram milli ára Alls voru 122 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í aprílmánuði, flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 4 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 348, en það er tæplega 15% fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 408 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. 30.5.2013 09:07
Hagnaður Íslandsbanka minnkar milli ára Hagnaður Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi ársins eftir skatta nam 4,6 milljörðum kr. Þetta er nokkuð lakari afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn var 5,6 milljarðar kr. Munurinn á milli ára liggur að stærstum hluta í lægri vaxtatekjum og sveiflum í gengi íslensku krónunnar. 30.5.2013 09:04
Ætla að breyta lögum um tekjuskatt vegna dómsmáls ESA Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem ætlað er að semja frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt hóf störf í apríl sl. Til hópsins var stofnað í kjölfar athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna skattlagningar óinnleysts hagnaðar hjá fyrirtækjum sem renna saman þvert á landamæri. 30.5.2013 07:27
Viðsnúningur til hins verra hjá Vodafone Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone skilaði 24 milljón kr. hagnaði eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Á sama tímabili í fyrra var 119 milljóna króna hagnaður af rekstri fyrirtækisins. 30.5.2013 07:22
Efla samstarf vegna olíuiðnaðar Íslenski sjávarklasinn og danski klasinn Offshore Energy hafa ákveðið að auka samstarf fyrirtækja í klösunum tveimur um eflingu þekkingar og samstarfs í sambandi við uppbyggingu olíu- og gasiðnaðarins á Grænlandi. 30.5.2013 07:00
Allir studdu tillögu Más um óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd var einróma í þeirri ákvörðun, fyrir síðustu stýrivaxtaákvörðun, að halda ætti vöxtum bankans óbreyttum. Ástæðurnar voru þær að í samræmi við hægari alþjóðlegan hagvöxt hefði dregið úr hagvexti hér á landi og viðskiptakjör hefðu rýrnað. Samkvæmt hagspá sem birtist í Peningamálum, riti Seðlabankans, 15. maí eru horfur á að innlendur hagvöxtur verði í ár og yfir spátímabilið heldur minni en Seðlabankinn spáði í febrúar, en eigi að síður nálægt meðalhagvexti undanfarinna þriggja áratuga. Batinn á vinnumarkaði héldi áfram, með fjölgun starfandi og minna atvinnuleysi. Verðbólga hafði hjaðnað í takt við spár bankans og mældist 3,3% í apríl. 29.5.2013 16:29
ESA stefnir íslenska ríkinu vegna skattlagningar Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstólinn fyrir að skattleggja óinnleystan hagnað fyrirtækja sem renna saman þvert á landamæri. 29.5.2013 14:40
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent