OECD: Engin verðbóla á íslenska íbúðamarkaðinum 3. júní 2013 09:45 Íbúðarhúsnæði hér á landi er virðist hvorki vera yfir- né undirverðlagt að mati OECD. Sér stofnunin því ekki merki um verðbólu á markaðinum. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að Ísland sé eitt fárra OECD landa þar sem verð er nálægt jafnvægi að mati stofnunarinnar, en talsverð bóla er í íbúðamarkaðinum í Belgíu, Noregi, Kanada, Nýja Sjálandi og Frakklandi að mati stofnunarinnar. Þá er íbúðarhúsnæði undirverðlagt í Japan, Þýskalandi, Írlandi og Portúgal svo dæmi séu tekin. Kemur þetta fram í nýju riti stofnunarinnar um efnahagmál í löndum OECD. OECD notar tvo mælikvarða á það hvort húsnæði sé undir- eða yfirverðlagt. Annars vegar nota þeir verð íbúðarhúsnæðis á móti leiguverði, sem er mælikvarði á arðsemi þess að eiga sitt eigið húsnæði, og hins vegar verð íbúðarhúsnæðis á móti tekjum sem mælir hversu vel heimilin í viðkomandi landi hafa efni á að búa í sínu eigin húsnæði.Verðbóla í Noregi Kemur fram í könnun OECD að íbúðaverð á móti leiguverði er hvað hæst í Noregi, Kanada, Belgíu og Nýja Sjálandi. M.ö.o er tiltölulega ódýrt að leigja sér húsnæði þar í samanburði við það að eiga húsnæði. Aftur á móti er mjög dýrt að leigja sér húsnæði í samanburði við að eiga í Japan, Þýskalandi, Írlandi, Portúgal og Slóveníu. Ísland er þarna nokkuð fyrir neðan miðjan hóp þeirra 27 landa sem könnun OECD tekur til. Hvað varðar verð íbúðarhúsnæðis á móti tekjum þá tróna Belgía, Noregur, Kanada og Nýja Sjáland aftur á toppnum, en segja má að það taki stóran hluta tekna í þeim löndum að eiga sitt eigið húsnæði. Á móti tekur það tiltölulega lítinn hluta tekna að eiga sitt eigið í Kóreu, Japan, Þýskalandi, í Bandaríkjunum og á Írlandi. Að lokum tekur OECD það fram að í hópi með Íslandi þar sem verð íbúðarhúsnæðis virðist vera nánast rétt verðlagt séu Bandaríkin, en þar hefur raunverð íbúðarhúsnæðis byrjað að hækka aftur eftir fjármálakreppuna, Ítalía þar sem raunverð íbúðarhúsnæðis er að lækka hratt um þessar mundir, Austurríki þar sem raunverð íbúðarhúsnæðis er að hækka og síðan Kórea og Lúxemborg þar sem verðið er nokkuð stöðugt um þessar mundir. Taka má fram að hér á landi hefur raunverð íbúðarhúsnæðis verið að þokast hægt upp á við frá árinu 2010. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Íbúðarhúsnæði hér á landi er virðist hvorki vera yfir- né undirverðlagt að mati OECD. Sér stofnunin því ekki merki um verðbólu á markaðinum. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að Ísland sé eitt fárra OECD landa þar sem verð er nálægt jafnvægi að mati stofnunarinnar, en talsverð bóla er í íbúðamarkaðinum í Belgíu, Noregi, Kanada, Nýja Sjálandi og Frakklandi að mati stofnunarinnar. Þá er íbúðarhúsnæði undirverðlagt í Japan, Þýskalandi, Írlandi og Portúgal svo dæmi séu tekin. Kemur þetta fram í nýju riti stofnunarinnar um efnahagmál í löndum OECD. OECD notar tvo mælikvarða á það hvort húsnæði sé undir- eða yfirverðlagt. Annars vegar nota þeir verð íbúðarhúsnæðis á móti leiguverði, sem er mælikvarði á arðsemi þess að eiga sitt eigið húsnæði, og hins vegar verð íbúðarhúsnæðis á móti tekjum sem mælir hversu vel heimilin í viðkomandi landi hafa efni á að búa í sínu eigin húsnæði.Verðbóla í Noregi Kemur fram í könnun OECD að íbúðaverð á móti leiguverði er hvað hæst í Noregi, Kanada, Belgíu og Nýja Sjálandi. M.ö.o er tiltölulega ódýrt að leigja sér húsnæði þar í samanburði við það að eiga húsnæði. Aftur á móti er mjög dýrt að leigja sér húsnæði í samanburði við að eiga í Japan, Þýskalandi, Írlandi, Portúgal og Slóveníu. Ísland er þarna nokkuð fyrir neðan miðjan hóp þeirra 27 landa sem könnun OECD tekur til. Hvað varðar verð íbúðarhúsnæðis á móti tekjum þá tróna Belgía, Noregur, Kanada og Nýja Sjáland aftur á toppnum, en segja má að það taki stóran hluta tekna í þeim löndum að eiga sitt eigið húsnæði. Á móti tekur það tiltölulega lítinn hluta tekna að eiga sitt eigið í Kóreu, Japan, Þýskalandi, í Bandaríkjunum og á Írlandi. Að lokum tekur OECD það fram að í hópi með Íslandi þar sem verð íbúðarhúsnæðis virðist vera nánast rétt verðlagt séu Bandaríkin, en þar hefur raunverð íbúðarhúsnæðis byrjað að hækka aftur eftir fjármálakreppuna, Ítalía þar sem raunverð íbúðarhúsnæðis er að lækka hratt um þessar mundir, Austurríki þar sem raunverð íbúðarhúsnæðis er að hækka og síðan Kórea og Lúxemborg þar sem verðið er nokkuð stöðugt um þessar mundir. Taka má fram að hér á landi hefur raunverð íbúðarhúsnæðis verið að þokast hægt upp á við frá árinu 2010.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent