Viðskipti innlent

Landsbankinn selur í Regin

mþl skrifar
Í útboði vegna skráningar Regins í júní í fyrra voru hlutir seldir á 8,2 krónur. Síðan hefur verð þeirra hækkað um 51,2%.
Í útboði vegna skráningar Regins í júní í fyrra voru hlutir seldir á 8,2 krónur. Síðan hefur verð þeirra hækkað um 51,2%. Fréttablaðið/valli

Eignarhaldsfélag Landsbankans hefur ákveðið að bjóða til sölu 25% hlut sinn í fasteignafélaginu Regin. Reginn var áður alfarið í eigu Landsbankans en bankinn seldi 75% hlut í útboði í tengslum við skráningu félagsins í Kauphöllina í fyrrasumar. Við lokun markaða í gær var verð hlutabréfa í Reginn 12,4 krónur hluturinn. Miðað við það verð er verðmæti 25% hlutarins sem nú er til sölu rétt ríflega 4 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×