Fleiri fréttir

Staða ríkissjóðs batnar á milli ára

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins liggur nú fyrir. Staða handbærs fjár frá rekstri batnaði miðað við sama tímabil í fyrra og var neikvætt um 4,3 milljarða kr. en var neikvætt um 6,1 milljarð kr. í fyrra.

Verðbólgan er óbreytt í 3,3%

Ársverðbólgan mælist 3,3% í maí og er óbreytt frá fyrri mánuði. Þetta er í samræmi við allar spár sérfræðinga.

Hagar fá ekki hærri endurgreiðslu - ætla að áfrýja

Hagar töpuðu dómsmáli gegn Arion banka í dag en fyrirtækið krafði bankann um rúmar áttahundruð og tuttugu milljónir króna vegna endurútreiknings á gengistryggðum lánum sem greidd voru upp árið 2009.

BM Vallá sendir 2.400 tonn af eldvarnarmúr til Belgíu

Á dögunum sendi BM Vallá 2.400 tonn af íslenskum eldvarnarmúr til þýska fyrirtækisins BASF sem annast sölu og dreifingu á vörunni í Evrópu. Efnið verður notað í samgöngumannvirki (göng) í Antwerpen í Belgíu.

OR krefur Norðurál um 748 milljónir

Alþjóðlegur gerðardómur hefur komist að niðurstöðu í máli HS Orku gegn Norðuráli og Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Orkuveitan mun í framhaldinu krefja Norðurál um greiðslu. Samkvæmt árshlutauppgjöri Orkuveitunnar fyrir fyrsta ársfjórðung ársins sem birt var 17. maí sl., voru eftirstöðvar kröfunnar þ. 31. mars 748 milljónir króna.

Hönnunarkeppni um óveðurspeysu úr ull

Verkefnastjórn söfnunarinnar "Gengið til fjár“ efnir nú til hönnunarsamkeppni í samvinnu við Ístex og Landssamtök sauðfjárbænda um gerð peysu úr íslenskri ull þar sem þema samkeppninnar er óblíð veðrátta.

SA vill fá jákvæðar fréttir í pósthólfið

"Samtök atvinnulífsins (SA) minna á að pósthólf SA fyrir jákvæðar fréttir er galopið. Við hvetjum félagsmenn SA og aðra í atvinnulífinu til að stinga að okkur góðum fréttum í gegnum vef SA því við viljum miðla því sem vel er gert og getur orðið fólki hvatning.“

Hönnunarsjóður kominn á koppinn

Stjórn Hönnunarsjóðs hefur tekið til starfa og fyrsta verkefni hennar verður að gera tillögur til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutunarreglur. Í kjölfarið verður auglýst eftir umsóknum og er ráðgert það verði síðar á þessu ári.

SA telur brýnt að endurskoða veiðigjöldin

Samtök atvinnulífsins (SA) taka undir með nýrri ríkisstjórn um að tryggja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Veiðigjöldin munu að óbreyttu kippa rekstrargrundvelli undan fjölmörgum fyrirtækjum, stórum sem smáum, um land allt. Hætta er á að störfum og fyrirtækjum fækki, samþjöppun í greininni aukist og áhrif á einstök byggðarlög verði mikil.

Akstursgjald ríkisstarfsmanna lækkað

Akstursgjald ríkisstarfsmanna hefur verið lækkað um 1,5 krónu miðað við ekinn kílómetra. Gjaldið verður 116 kr. á kílómetra en það hefur verið 117,5 kr. síðan í maí í fyrra.

Skinney-Þinganes breytir umbúðum á humarpakkningum

Skinney-Þinganes hf. hefur tilkynnt Matvælastofnun að fyrirtækið sé að breyta merkingum á umbúðum með skelbrotnum humri eftir að ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að merkingar væru ófullnægjandi.

Hagnaður Regins hf. eykst töluvert á milli ára

Hagnaður Regins hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins eftir skatta var 243 milljónir króna. Þetta er töluvert betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 138 milljónum kr.

Hvetur til lausnar á ágreiningi ráðuneyta um varnarmál

Ríkisendurskoðun hvetur forsætisráðuneytið til að beita sér fyrir lausn á ágreiningi milli utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis um stjórnsýslulegt forræði á verkefnum sem Varnarmálastofnun sinnti áður.

Endurkaupsverð lækkaði um 810 milljónir

"Oftast nær er gaman að hafa á réttu að standa en ég fullyrði að mér þykir það mjög miður að hafa haft á réttu að standa hvað Fasteign hf. varðar. Því miður þá fór sem fór,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Bærinn hefur ákveðið að kaupa til baka allar eignir sem runnu inn í Eignarhaldsfélagið Fasteign árið 2004 fyrir um 1,9 milljarða króna. Málið var umdeilt í bæjarstjórn þess tíma.

Sýni framsýni og þor við lausn á snjóhengjuvandanum

"Við viljum hefja nýja sókn til bættra lífskjara og lausn Snjóhengjunnar er lykilforsenda í þeim efnum. Við erum í góðri stöðu til að ná góðri niðurstöðu hvað varðar 800 milljarða aflandskrónur sem leita útgöngu og skorum á stjórnmálamenn að sýna framsýni og þor við lausn málsins“, segir Róbert Wessman.

Róleg vika á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu var 101. Þetta er mun minna en vikuna þar á undan þegar 133 samningum var þinglýst. Hinsvegar er þetta næstum á pari við fjöldann að meðaltali á viku síðustu þrjá mánuði sem er 103 samningar.

Brautskráningum fækkar í framhaldsskólum en fjölgar í háskólum

Alls brautskráðust 5.584 nemendur af framhaldsskólastigi skólaárið 2010-2011. Það er fækkun um 201 nemanda frá fyrra ári, eða 3,5%. Stúlkur voru nokkru fleiri en piltar meðal brautskráðra eða 53,8% nemenda. Á sama tíma hafa brautskráðir úr háskólum aldrei verið fleiri.

Reginn festir kaup á fasteignafélaginu Summit

Undirritaður hefur verið kaupsamningur milli Regins hf. og eigenda fasteignafélagsins Summit ehf. um kaup á félaginu. Kaupsamningurinn er með fyrirvara um samþykki stjórnar Regins hf. sem og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Meint svik starfsfólks í skattaskjólum könnuð

Rannsókn er hafin á meintum skattsvikum tuga einstaklinga sem störfuðu hjá aflandsfélögum í eigu íslenskra aðila í erlendum skattaskjólum. Rannsóknin leiðir af athugun á félögunum sem slíkum.

Rennir stoðum undir sjávarútveg

Rúnar Jónsson, forstöðumaður sjávarútvegsteymis Íslandsbanka, segir að miðað við sjávarútvegskafla stefnuyfirlýsingar ríkistjórnarinnar virðist vera lögð áhersla á að gera greinina arðbærari og stuðla að meiri verðmætasköpun. Ljóst sé að byggt verði áfram á aflamarkskerfinu þannig að engar meiriháttar breytingar verði frá núverandi kerfi.

Valitor sagði upp sex starfsmönnum

Kortafyrirtækið Valitor sagði upp sex starfsmönnum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Viðari Þorkelssyni, forstjóra fyrirtækisins, er um að ræða hagræðingaðgerðir sem þurfti að grípa til vegna þess að tekjur fyrirtækisins hafa dregist saman. Sérstaklega tekjur erlendis.

Starfsmenn Seðlabankans á hjólum í vinnuna

Seðlabanki Íslands hefur hvatt starfsfólk til að velja vistvæna, hagkvæma og heilsusamlega ferðamáta til og frá vinnu. Í þeim tilgangi hefur verið gerður sérstakur samgöngusamningur við þá starfsmenn sem vilja. Nú þegar hafa 29 starfsmenn bankans gert svona samgöngusamning, en samgöngustefna fyrir starfsmenn bankans var kynnt 8. maí 2012.

Sérstakur ákærir eiginmann fyrrverandi ráðherra fyrir skattlagabrot

Sérstakur saksóknari hefur ákært héraðsdómslögmanninn Pétur Þór Sigurðsson fyrir meiriháttar brot á skatta- og bókhaldslögum og undanskot á skatti, trassaskapa við skil á virðisaukaskattskýrslum og fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald einkahlutafélagsins Lögfræðistofunnar rekstrarárin 2009 og 2010.

Kaupmáttur nær stóð í stað í apríl

Vísitala kaupmáttar launa í apríl er 113,8 stig og hækkaði um 0,05% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,4%.

Afkoma Eimskips batnar milli ára

Hagnaður Eimskips eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins nam rétt tæpum 400 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er mun betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam um 95 milljónum kr.

Fyrrverandi forstjóri Baugs sleppur með skrekkinn - þarf aðeins að greiða 170 milljónir

Hæstiréttur Íslands lækkaði í dag verulega skuld sem Gunnars Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, var dæmdur til þess að greiða þrotabúi BGE eignarhaldsfélagsins, en hann var í nóvember á síðasta ári dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða 1,7 milljarð króna vegna kaupréttarsamningakerfis Baugs við starfsmenn sína.

Ísland hundraðasta vindorkuþjóðin

Alþjóðlega vindorkustofnunin kynnti í ársskýrslu sinni að Ísland hefði á árinu 2012 bæst í hóp þjóða sem nýtir vindorku til almennrar raforkuframleiðslu.

Síldarvinnslan tók á móti tæplega 36.000 tonnum af kolmunna

Kolmunnavertíðinni er lokið hjá Síldarvinnslunni. Alls tók Síldarvinnslan á móti tæplega 36 þúsund tonnum af kolmunna á vertíðinni ef með eru talin 4.034 tonn af sjófrystum kolmunna sem landað var í frystigeymslur fyrirtækisins í Neskaupstað.

FME var óheimilt að krefja fjármálafyrirtæki um greiðslur

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Fjármálaeftirlitinu (FME) hafi verið óheimilt að krefja tiltekin fjármálafyrirtæki um greiðslu kostnaðar vegna athugana stofnunarinnar á lánasöfnum viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja í kjölfar dóma Hæstaréttar frá því í júní 2010 um lögmæti gengislána.

Sjá næstu 50 fréttir