Arðsemi banka enn undir markmiði Magnús Lúðvíksson skrifar 3. júní 2013 06:00 stóru viðskiptabankarnir Enginn stóru viðskiptabankanna náði arðsemismarkmiði Bankasýslu ríkisins á fyrsta ársfjórðungi ársins. Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um rétt tæpa 14 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Er það nokkru minni hagnaður en á sama ársfjórðungi í fyrra þegar samanlagður hagnaður bankanna var 17,8 milljarðar. Fyrir hagnað bankanna á fyrstu þremur mánuðum ársins væri hægt að kaupa Playstation 3 leikjatölvu handa hverjum Íslendingi og láta 3.500 krónur í beinhörðum peningum fylgja með. Þetta kann að hljóma eins og mjög há fjárhæð en hana ber vitaskuld að setja í samhengi við stærð og rekstur þessara fyrirtækja. Bankarnir eru enda mjög stór fyrirtæki en samanlagðar eignir þeirra fara nærri 3.000 milljörðum. Þá er eigið fé þeirra, eignir umfram skuldir, rétt ríflega 500 milljarðar. Eigendur vilja ávöxtun Eðlilegt er að gera kröfu um nokkra ávöxtun á viðlíka fjárhæðir. Algengt er að skoða mælikvarða sem nefnist arðsemi eigin fjár til að fá hugmynd um hvort ávöxtunin er viðunandi. Á þennan mælikvarða var arðsemi Landsbankans mest á fyrsta ársfjórðungi eða 14,0%. Arðsemi Íslandsbanka var 12,2% og Arion banka 4,3%. Samanburður sem þessi getur þó verið villandi því á hverju tímabili geta tímabundnir þættir eða einskiptisaðgerðir skekkt rekstrarniðurstöðu. Í tilfelli Arion banka leið uppgjör bankans þannig meðal annars fyrir óhagstæða gengisþróun sem allt eins gæti gengið til baka á næsta ársfjórðungi. Því getur verið gagnlegra að líta á arðsemi reglulegs rekstrar bankans, þ.e. þess rekstrar sem tekur litlum breytingum frá ári til árs. Á þennan mælikvarða breytist myndin á fyrsta ársfjórðungi nokkuð. Lítur rekstur Íslandsbanka þá best út með 9,2% arðsemi reglulegs rekstrar en rekstur Landsbankans verst út með 1,4% arðsemi. Þá er Arion banki með 7,2% arðsemi. En hvað þýða þessar tölur? Eru bankarnir að græða á tá og fingri eða veldur reksturinn kannski vonbrigðum? Bankasýsla ríkisins, sem fer með eignarhlut ríkisins í bönkunum, setur þeim ákveðin rekstrarmarkmið sem samsvara þeirri ávöxtun sem stofnunin telur eðlilegt að fá á fjárfestingu sína. Hægt er að fá tilfinningu fyrir rekstrinum með því að bera arðsemina saman við þessi markmið. Arðsemi undir markmiði Miðað við eiginfjárstöðu bankanna í lok fyrsta ársfjórðungs voru rekstrarmarkmiðin arðsemi reglulegs rekstrar upp á 9,5 til 9,8%. Það er því ljóst að engum bankanna tókst að ná arðsemismarkmiði Bankasýslunnar á fyrsta ársfjórðungi. Íslandsbanki komst ansi nærri því en hinir, og þá sérstaklega Landsbankinn, eiga langt í land. Það ber þó að taka fram að ekki er rétt að dæma arðsemi banka út frá afkomu eins ársfjórðungs eða jafnvel eins árs. Fremur er skynsamlegt að líta yfir lengra tímabil, sem nær bæði yfir hagvaxtar- og samdráttarskeið. Hvert uppgjör gefur þó vitaskuld vísbendingar um stöðu rekstrarins þótt hann verði ekki dæmdur af uppgjöri eins ársfjórðungs einu saman. Þá ber einnig að hafa í huga að síðustu misseri hafa að mörgu leyti verið einkennilegur tími fyrir viðskiptabankana. Til dæmis hefur endurútreikningur gengistryggðra lána og endurskipulagning á skuldum of skuldsettra heimila og fyrirtækja krafist mikillar vinnu. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um rétt tæpa 14 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Er það nokkru minni hagnaður en á sama ársfjórðungi í fyrra þegar samanlagður hagnaður bankanna var 17,8 milljarðar. Fyrir hagnað bankanna á fyrstu þremur mánuðum ársins væri hægt að kaupa Playstation 3 leikjatölvu handa hverjum Íslendingi og láta 3.500 krónur í beinhörðum peningum fylgja með. Þetta kann að hljóma eins og mjög há fjárhæð en hana ber vitaskuld að setja í samhengi við stærð og rekstur þessara fyrirtækja. Bankarnir eru enda mjög stór fyrirtæki en samanlagðar eignir þeirra fara nærri 3.000 milljörðum. Þá er eigið fé þeirra, eignir umfram skuldir, rétt ríflega 500 milljarðar. Eigendur vilja ávöxtun Eðlilegt er að gera kröfu um nokkra ávöxtun á viðlíka fjárhæðir. Algengt er að skoða mælikvarða sem nefnist arðsemi eigin fjár til að fá hugmynd um hvort ávöxtunin er viðunandi. Á þennan mælikvarða var arðsemi Landsbankans mest á fyrsta ársfjórðungi eða 14,0%. Arðsemi Íslandsbanka var 12,2% og Arion banka 4,3%. Samanburður sem þessi getur þó verið villandi því á hverju tímabili geta tímabundnir þættir eða einskiptisaðgerðir skekkt rekstrarniðurstöðu. Í tilfelli Arion banka leið uppgjör bankans þannig meðal annars fyrir óhagstæða gengisþróun sem allt eins gæti gengið til baka á næsta ársfjórðungi. Því getur verið gagnlegra að líta á arðsemi reglulegs rekstrar bankans, þ.e. þess rekstrar sem tekur litlum breytingum frá ári til árs. Á þennan mælikvarða breytist myndin á fyrsta ársfjórðungi nokkuð. Lítur rekstur Íslandsbanka þá best út með 9,2% arðsemi reglulegs rekstrar en rekstur Landsbankans verst út með 1,4% arðsemi. Þá er Arion banki með 7,2% arðsemi. En hvað þýða þessar tölur? Eru bankarnir að græða á tá og fingri eða veldur reksturinn kannski vonbrigðum? Bankasýsla ríkisins, sem fer með eignarhlut ríkisins í bönkunum, setur þeim ákveðin rekstrarmarkmið sem samsvara þeirri ávöxtun sem stofnunin telur eðlilegt að fá á fjárfestingu sína. Hægt er að fá tilfinningu fyrir rekstrinum með því að bera arðsemina saman við þessi markmið. Arðsemi undir markmiði Miðað við eiginfjárstöðu bankanna í lok fyrsta ársfjórðungs voru rekstrarmarkmiðin arðsemi reglulegs rekstrar upp á 9,5 til 9,8%. Það er því ljóst að engum bankanna tókst að ná arðsemismarkmiði Bankasýslunnar á fyrsta ársfjórðungi. Íslandsbanki komst ansi nærri því en hinir, og þá sérstaklega Landsbankinn, eiga langt í land. Það ber þó að taka fram að ekki er rétt að dæma arðsemi banka út frá afkomu eins ársfjórðungs eða jafnvel eins árs. Fremur er skynsamlegt að líta yfir lengra tímabil, sem nær bæði yfir hagvaxtar- og samdráttarskeið. Hvert uppgjör gefur þó vitaskuld vísbendingar um stöðu rekstrarins þótt hann verði ekki dæmdur af uppgjöri eins ársfjórðungs einu saman. Þá ber einnig að hafa í huga að síðustu misseri hafa að mörgu leyti verið einkennilegur tími fyrir viðskiptabankana. Til dæmis hefur endurútreikningur gengistryggðra lána og endurskipulagning á skuldum of skuldsettra heimila og fyrirtækja krafist mikillar vinnu.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent